Tvöfalt DIY…

…get ekki hætt og held því bara áfram 🙂

Glöggir tóku eftir aukahlutum á myndunum með vintage eggjunum, hérna um daginn!

Kíkjum nánar á það og að sjálfsögðu er ég enn með blessaðan ríspappírinn frá A4 (ps. ég var greinilega afskastamikil þennan daginn)…

01-2015-03-23-134423

…og ég notaði Vintage málninguna, líka frá A4…

12-2015-03-24-181236

…síðan var það þessi bakki sem ég keypti á einn rauðann í Góða…

02-2015-03-23-145647

…plain bakki sem var barasta ágætur til síns brúks…

03-2015-03-23-145707

…en ófriðarseggurinn hún ég, tók hann og málaði gráan með vintage málningunni…

04-2015-03-23-173018

…hrifin af þessum lit…

05-2015-03-23-173020

…notaði bara svona venjulegabursta…

06-2015-03-23-173123

…síðan dúmpaði ég honum ofan í dökkgráa málningu, og þurrkaði síðan í tissjú þannig að þetta var næstum þurrt…

07-2015-03-23-173125

…síðan þurrburstaði ég yfir bakkann, til þess að fá svona vintage fíling á hann…

08-2015-03-23-173546

…bara svona hér og þar, eftir því hvað mér fannst fallegt…

09-2015-03-23-173550

…tók síðan Home Sweet Home, sem er á ríspappírsörk með fuglamyndum og reif það út…

10-2015-03-23-173602

…smá Mod Podge yfir og undir og þetta er pikkfast á, síðan þurrburstaði ég aðeins yfir það líka – til þess að þetta passaði allt saman…

13-2015-03-24-181347

…Home Sweet Home…

14-2015-03-24-181352

…og la voila, nýr bakki…

15-2015-03-24-181404 16-2015-03-24-181406

…síðan, svona að gamni.  Þá er oft verið að gefa bækur hjá Nytjamarkaði ABC.  Þær standa bara í innkaupakerru fyrir utan.

Ég tók þrjár og málaði þær að utan í fallegum tónum…

11-2015-03-23-171526

…tók síðan þá sem var minnst og setti þennan ríspappír framan á hana.  Fannst þessi of fallegur til þess að rífa niður í frumeindir á eggin – myndin var of stór í það…

17-2015-03-24-181503

…svona erum við snjallar stúlkur 🙂

18-2015-03-24-181509

…smá snæri – og þá ertu komin með skemmtilegan hlut í uppstillingar.  Eða undir glerkúpla, eða – þú bara lætur ímyndunaraflið leiða þig á réttan stað…

19-2015-03-24-181747

..og þannig er það nú…

20-2015-03-24-182010

…það er sem sé sýnt og sannað, að það er hægt að leika sér endalaust með þetta allt saman…

22-2015-03-24-182055

…ég er nú líka búin að sjá inni á Skreytum Hús hópnum að þið eruð margar hverjar búnar að gera dásemdaregg, og nú er bara að fara að finna til bakka og bækur og og og og 🙂

23-2015-03-24-182100

…góða og gleðilega helgi elskurnar!

Njótið þess að föndra og gera eitthvað skemmtilegt ❤

Hér er enn hægt að taka þátt í gjafaleik með ríspappír (smella hér)!

24-2015-03-24-182143

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

7 comments for “Tvöfalt DIY…

  1. gugga
    28.03.2015 at 12:31

    Akkurat! hef verið með augun opin að athuga hvort ég sæi þennan bakka einhversstaðar 😉 Hann er mjög flottur, vantar einn 😉

  2. Ingunn
    28.03.2015 at 14:11

    Þetta er æðislegt hjá þér!! Ein spurning varðandi rispappírinn er hann alveg örþunnur? Næstum gegnsær?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.03.2015 at 14:38

      Takk fyrir 🙂

      Já hann er fremur þunnur, svoldið svona eins og ysta lagið á servéttu, kannski aðeins þykkari 🙂

  3. Heiðrún Björt
    28.03.2015 at 18:13

    Sælar. Mig langaði til að benda ykkur á aðra aðferð við að setja svona texta á hluti, ef þið hafið áhuga 🙂 Það er það sem kallast ,,image transfer”. Það virkar þannig að maður prentar t.d. svona texta á venjulegan pappír, þarf að passa að það sé laser prentari (eins og flestir prentarar eru í dag) og passa að snúa textanum við. Notið sérstakt lím sem þið málið ofan á blaðið. Það fæst í Verkfæralagernum og heitir Reeves gloss gel medium. Leggið það svo ofan á hlutinn og látið þorna (tekur kannski 30-60 mín, hægt að leggja ofan á ofn til að flýta fyrir) og svo notar maður örlitla bleytu til að nudda af pappírinn.

    Hægt að sjá hér:
    https://www.youtube.com/watch?v=eN89-ceFJ-U

  4. Margrét Helga
    28.03.2015 at 18:53

    Vá!! Þarf greinilega að ná mér í svona ríspappír….gestabók sem ég ætla að gera sem að þarf nauðsynlega á svona myndum að halda 😛

    Rosalega flott, bæði bókin og bakkinn! 🙂

  5. Kolbrún Rósum og rjóma
    28.03.2015 at 22:19

    Þú hefur greinilega verið í ham! En bakkinn er fallegur og bókahugmyndin er algjör snilld!

Leave a Reply to gugga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *