Vintage egg – DIY…

…því að páskapuntið er oft fallegast þegar að maður gerir það sjálf/ur 🙂

Allt efni í þetta fæst í A4:

* frauðegg í mismunandi stærðum
* vintage málning
* MS málning
* glimmer
* ríspappír

Fyrst var það þetta með ríspappírinn frá A4 – hannyrðir og föndur (sjá hér), og eins og ég sagði ykkur í fyrradag, þá er hann alveg dásamlega fallegur…

01-2015-03-23-134423

…nú síðan er bara að haga sér eins og fyrirtaksvarpshæna og koma frá sér nokkrum eggjum…

02-2015-03-23-134710

…í þetta verkefni notaði ég þessa hérna hluti.  Vintage matta málningu, kalkmálningu frá Mörtu vinkonu Stewart og Mod Podge…

23-2015-03-24-181259

…síðan skaut ég út nokkrum eggjum, í mismunandi litum, því ég er svo fjölhæf 😉
Hitagrindin mín frá sænska kærastanum verður að fyrirtaks þurrkgrind þegar svona verkefni eru í gangi…

03-2015-03-23-151905

…síðan er það ríspappírinn, fyrst klippi ég út myndina sem ég ætla að nota…

04-2015-03-23-152031

…kanna hvort að hún passi ekki ágætlega á eggið.  Takið eftir prjónum sem að myndar handfang á eggið, gasalega hentugt…

05-2015-03-23-152039

…síðan hef ég rifið meðfram myndinni sjálfri.  Mér finnst það koma betur út.  Set bara fingurinn yfir myndina, til þess að rífa hana ekki og ríf svo meðfram fingrinum.  Þarf ekki að vera pörfekt…

06-2015-03-23-152152

…svo er bara ModPodge-að á eggið…

07-2015-03-23-152245

…myndin sett ofan og dúmpað með svampi með Mod Podge yfir.  Síðan farið yfir með puttanum og reynt að slétta vel út – þess vegna er ég með svona hreina putta á myndinni…

08-2015-03-23-152357

…síðan, af því að ég er sannfærð um að allt sé betra með smá glimmeri – þá dash-aði ég yfir með glimmrinu hennar Mörtu.  Ég átti þetta reyndar til hérna heima, en glimmer fæst líka í A4 og föndurbúðum…

24-2015-03-24-181316

..og úr varð þessi hérna…

09-2015-03-23-152440

…ég tók síðan smá rósir af þessum hér…

10-2015-03-23-152822

…og festi með, og þetta varð útkoman!

14-2015-03-24-173655

…þessi var bara svo þægur og góður á meðan á þessu stóð – og alveg í stíl við gólfefnið…

11-2015-03-23-174547

…og þegar öllu þessu er lokið, bættast átta eggjarauður, saman við og…

12-2015-03-24-173648

…kannski ekki alveg, en þetta er bara svona bland í poka, en allt af ríspappírnum.

T.d. eru nokkur svona Höme Sweet Home á einum pappír…

13-2015-03-24-173652

…og hjörtu með gammel myndum, og smá límperlur með…

15-2015-03-24-173656

…var sérstaklega hrifin af þessum fuglum, þeir eru æði…

16-2015-03-24-173657

…og þetta líka…

17-2015-03-24-173659

…og önnur mynd aftan á…

18-2015-03-24-173706

…og hér sést hluti af varpinu mínu…

19-2015-03-24-173730

…svo eru mismunandi myndir sitt hvoru megin á eggjunum…

20-2015-03-24-173740

…og endalaust gaman að leika sér með þett og stilla upp…

25-2015-03-24-182004

…ég held að þetta sé uppáhalds eggið mitt, það er eitthvað við svipinn á stúlkunni…

26-2015-03-24-182016

…og alltaf finnur maður ástæðu til þess að nýta þessar “nauðsynjar” sem maður fjárfestir í.  Eins og þessi gömlu kökuform, sem að reyndust fyrirtaks eggjabikarar…

27-2015-03-24-182102

…ekki sammála?

28-2015-03-24-182104

…krúttaralegt…

29-2015-03-24-182126

…og svo er bara um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að ráða – og auðvitað ríspappírinum…

30-2015-03-24-182129

…blóm, fiðrildi, fuglar, Eiffel turninn, eða gamaldags myndir…

31-2015-03-24-182141

…bara það sem heillar í hvert sinn. Svo má auðvitað festa bönd í og hengja þau upp – en í bili – þá langar mig bara að láta þau liggja í skál eða stilla þeim svona skemmtilega upp…

32-2015-03-24-182148

Hvernig líst ykkur á?

Hvað er uppáhalds eggið þitt?

Hér er enn hægt að taka þátt í gjafaleik með ríspappír (smella hér)!

33-2015-03-24-182154

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

13 comments for “Vintage egg – DIY…

  1. Margrét Helga
    25.03.2015 at 08:51

    Æðislega flott egg…það kemur bara svona eggjahljóð í mann…eða öllu heldur konu…sé alveg fram á nauðsyn þess að kíkja í A4 😉 Takk enn og aftur fyrir flottan póst 😀

  2. 25.03.2015 at 09:23

    Dýrðleg fegurð! Agalega flott bókin með bolla ríspappírnum líka í uppstillingunn 🙂

  3. Sigga Rósa
    25.03.2015 at 09:30

    Vá hvað þetta er fallegt hjá þér 🙂

  4. þuríður
    25.03.2015 at 09:44

    Fuglaeggið er flottast, og þess utan er þetta flott

  5. Magga Einarsdóttir
    25.03.2015 at 11:53

    Mjög töff, kemur vel út ; )

  6. 25.03.2015 at 12:19

    Lovely!!! Dásamlega fagurt hjá þér! 😉

  7. Harpa Hannibals
    25.03.2015 at 13:07

    Alveg dásamlega fallegt og A4 alveg snilldar verslun fyrir föndrara. 🙂

  8. Kolbrún Rósum og rjóma
    25.03.2015 at 14:59

    sérlega falleg egg, koma mjög vel út!

  9. Guðrún K
    25.03.2015 at 19:32

    Flott hjá þér Soffía – geðveik egg – eggjahljóð í minni….
    Grunar að Stormur þinn sakni enn ákveðins 4leggjaðs vinar síns…. dýrin eru næmari en fólk grunar.
    Ætla að prufa mig áfram með að nota myndir af kortumum mínum 🙂 Elska svona sætar barnamyndir.

    Knús og kram í hus

  10. Ingibjörg Thomsen
    25.03.2015 at 20:01

    Dásamlega fallegt og eggjandi eins og þér einni er lagið 😉

  11. Anna Sigga
    25.03.2015 at 23:11

    Þú ert ótrúlegur snillingur og fagurkeri 🙂

  12. 28.03.2015 at 11:24

    Svo fallegt og vorlegt, litirnir hlýir og fallegir, hreinasta dásemd allt saman!

  13. Anna Sigga G.
    13.03.2016 at 20:57

    Dásamlega fallegt <3

Leave a Reply to Kristín S. Bjarnadóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *