Fleiri bakkar..

…og ég er farin að halda að ég sé með eitthvað bakka-fetish 🙂  og ekki nóg með það, diskar á hæðum, tveimur eða þremur hæðum, og svo náttúrulega kökudiskar á fæti.  Bara stenst ekki þegar að ég sé fallega svoleiðis diska.
Bakkinn, fannst í Góða Hirðinum á held ég 200 kr…
Smá spreyerí og svo….

og já, þetta eru enn sömu rósirnar, orðnar núna 18 daga gamlar!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Fleiri bakkar..

  1. 17.05.2011 at 08:49

    Góð hugmynd að setja bakkann svona undir 3 hæða fatið, mjög flott 😉
    …og það er ekkert smá ending á rósunum 🙂
    kv. Helga
    http://skrappherfurnar.blogspot.com/

  2. Anonymous
    17.05.2011 at 09:52

    Mér gengur alveg ótrúlega illa að fá kommentin mín til að birtast en ég skoða reglulega og hef mjög gaman af. Þú ert ótrúlega smekkleg og hugmyndarík og virkilega gaman að lesa bloggið þitt 🙂
    Hvar fær maður eiginlega svona dásamlegar rósir??? Ekkert smá ending og fallegar…, maður minn 🙂
    Guðrún Guðjónsd.

  3. 17.05.2011 at 09:57

    Takk fyrir Helga, og flott bloggið ykkar! Bíð spennt eftir að sjá meikóverið á skattholinu 🙂

    Sæl Guðrún, leitt að heyra með vesenið við að setja inn komment. Heyri stundum af svona og er alltaf að reyna að laga þetta en það virðist ekki ganga of vel :S Rósirnar fengust af öllum stöðum í Smakaupum, þetta eru svona hærri rósabúnt og kosta um 2000kr – en svo var 30% afsláttur þannig að þessar hafa sko staðið fyrir allan peninginn og meira til 🙂
    Kærar þakkir fyrir falleg orð!

    kv.

  4. 18.05.2011 at 11:00

    Ætla að prófa að setja inn komment…hefur gengið brösulega…. vildi bara láta vita af því að ég kíki hér inn nánast daglega, finnst þú ótrúlega sniðug og gefur mér mikinn innblástur. Keep up the good work!!
    Kveðja Kristjana (vonandi birtist þetta)

  5. Anonymous
    18.05.2011 at 16:03

    Ég segi það sama með rósirnar, nú fer maður beint í Samkaup að kaupa sér rósir 🙂 Seturu eitthvað í vatnið til að þær lifi svona lengi? Maður einmitt týmir ekki að kaupa sér rósir nú til dags því þær drepast alltaf strax hjá manni.
    Annars er ég ofsalega ánægð með þetta blog hjá þér, rosalega gaman að skoða 🙂

    Kv. Helga

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *