Ríspappír – DIY og gjafaleikur – Leik lokið!!…

…ekki frumlegasta heitið á pósti, en hey – maður getur ekki alltaf verið snillingur 🙂

En í það minnsta, ég sá á fréttaveitunni minni um daginn tilkynningu frá A4 – hannyrðir og föndur (sjá hér), að þau hefðu verið að fá Ríspappír í búðirnar. Þetta er ein örk sem sést hér á myndinni, mínus ein mynd sem ég klippti frá…

01-2015-03-19-194237

Verandi sérlega forvitin og þar sem myndirnar á pappírinum heilluðu mig, þá fór ég á stúfana og viti menn – Æ lof it!

02-2015-03-19-194250

…þó ég hafi áður prentað út, og það er fín lausn líka.  Þá fannst mér ótrúlega heillandi tónarnir og dýptin sem er í myndunum á ríspappírinum.

Eins og svo oft áður þá var ég ekki búin að ákveða neitt spes með hann þegar ég fór af stað, nema að ég ætlaði að gera kerti…

03-2015-03-19-194258

…og þá var náttúrulega kjörið að setja smá blóm með þeim…

04-2015-03-19-194356

…notaði bæði demantaprjóna, og bara silfurlitaðarteiknibólur til þess að festa þau…

05-2015-03-19-194452

…þannig að úr urðu þessi hérna:

06-2015-03-19-195437

Í þetta þarftu:

* Keypti sérstakan kertapappír (en hef notað venjulegan pappír líka)
* Kerzen potch sem er borið á kertið allt saman, síðan á pappírinn og hann settur á
* Kerzen potch sett aftan á ríspappírinn og rúllað á kertið
* Skreytt að vild með blómum, og litlum límperlum og límdemöntum

07-2015-03-19-195446

…svo er bara að leika sér með að skreyta eins og þér finnst fallegt…

08-2015-03-19-195455 09-2015-03-19-195500

…láta ímyndunaraflið ráða för…

10-2015-03-19-195441

…en ég gat ekki látið þar við sitja og tók því glærann vasa og Mod Podge…

11-2015-03-20-180442

…klippti (tja eða reif, því mér fannst það fallegra að hafa óreglulega kanta) síðan út mynd sem mér þótti falleg og bar Mod Podge aftan á hana…

12-2015-03-20-180451

…setti pappírinn á og bar smá Mod Podge yfir, til þess að myndin myndi þola að blotna…

13-2015-03-20-180658

…til þess að bera kerzen potch á, sem og Mod Podge-ið, þá finnst mér þægilegt að nota bara svona dæmigerða eldhússvampa og klippa þá niður…

14-2015-03-20-180703

…önnur umferð til öryggis…

15-2015-03-20-181718

…ég setti síðan aðra mynd hinum megin á vasann og úr varð þessi…

17-2015-03-21-193458

…verð að viðurkenna að myndin varð ekki eins litsterk og ég vildi, en hún virkar gömul og það er dulítið skemmtilegt með glerinu…

18-2015-03-21-193511

…og séð hinum megin frá…

19-2015-03-21-193531

…svo var það þetta með að vera byrjuð.

Hví að hætta þá?

20-2015-03-21-193545

…lítill blúndupottur frá Ikea fékk smá mynd á sig, og hún kom alveg dásamlega út.  Núna langar mig að gera fleiri svona.  Ég sé líka að myndirnar eru að koma mun betur út á hvítum bakgrunni, og það væri gaman að gera svona t.d. á álfötur eða könnur…

21-2015-03-21-193550

…í það minnsta finnst mér þetta fallegt…

22-2015-03-21-182137

…og kertin eru bara dásemd, þó ég segi sjálf frá…

16-2015-03-21-185541

…og næstu daga fer ég í að sýna ykkur smá páskaskreytingar og almennar tilfæringar…

24-2015-03-21-185650

…og svo smá gjafaleikur:

Plataði þau hjá A4 til þess að vera memm í gjafaleik, og ætla því að gefa 10 sem kommenta undir þennan póst og like-a facebook síðu A4 – hannyrðir og föndur, ríspappír að eigin vali.

Reglur:

* Settu nafnið þitt í komment og hvað þig langar að skreyta með ríspappírinum
* Like-aðu Facebook síðu A4 með því að smella hér!
* Deildu myndinni sem er á síðu A4 með leiknum.

Takk fyrir að vera með!

02-2015-03-19-194250

* Knúsar á línuna *

25-2015-03-22-154816

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

LEIK LOKIÐ!!!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

57 comments for “Ríspappír – DIY og gjafaleikur – Leik lokið!!…

  1. Vaka
    23.03.2015 at 09:03

    Ég myndi vera ægilega frumleg og nota myndirnar á kerti 😉

  2. Margrét Helga
    23.03.2015 at 09:10

    Vá, æði! Væri sko til í svona 😀 Var að kaupa mér bók, einmitt í A4 sem ég hafði hugsað þér að modpodga (sem er algjörlega orð) og búa til gestabók úr…svo gæti ég hugsað mér að skreyta alls konar lítil box og gera þau krúttleg. Þyrfti náttúrulega að kaupa svona blóm og dúllerí 🙂 Já og kerti auðvitað…og…og… 😉

  3. HULDA
    23.03.2015 at 09:38

    Fallegt…var einmitt að skoða í A4 fyrir helgi ……. yndis fallegt hjá þér ……má ekki nota hvað lím sem er á ríspappírinn ? á kertin ? t.d.

    Kkv.
    Hulda

  4. Maríjon
    23.03.2015 at 09:43

    fallegan gamaldags blómavasa 🙂

  5. Guðný Ósk
    23.03.2015 at 10:07

    jiii hvað það væri gaman að prófa 🙂 Mér finnst vasarnir hjá þér algjört æði, verð að prófa 😀

  6. Elín Þórðardóttir
    23.03.2015 at 10:17

    Álpottar kæmu vel út 🙂

  7. Kolbrún
    23.03.2015 at 10:37

    Vá þetta verð ég að gera, vasinn finnst mér geggjaður.

  8. 23.03.2015 at 10:43

    Dásamlegt eins og þér er von og vísa!!
    Er að fara að flytja í nýja íbúð og á fullt af “punti” í geymslunni sem þarf smá uppfærslu 🙂 Væri yndislegt að geta skreytt það með svona fallegum myndum og poppað upp nýja staðinn

  9. Kristín Þórmundsdóttir
    23.03.2015 at 10:53

    Ætli kerti verði ekki fyrir valinu og kanski eitthvað fleira 🙂

  10. Svana
    23.03.2015 at 11:17

    Ekkert smá flottar myndir 🙂 þarf nauðsynlega að komast í A4 🙂

  11. Ása
    23.03.2015 at 11:34

    Á bleikan vasa inn í skáp sem þráir að komast út úr skápnum, en til þess þarf hann andilitsliftingu þetta gæti verið mjög flott á hann.

  12. Vilborg Ólöf Sigurðardóttir
    23.03.2015 at 11:58

    Alltaf svo skemmtilegt að kíkja á þessa síðu og fá góðar hugmyndir, ég myndi skella svona mundum á kerti og vasa til að byrja með 🙂

  13. Erla
    23.03.2015 at 12:02

    Dásamlegar myndir! Vasinn mjög flottur, væri líka hægt að nota sem kertalukt með því að setja sprittkerti í staðinn fyrir blóm ef stemningin er þannig 🙂 Blúndupotturinn frá Ikea er líka alveg dásamlegur <3 Á einmitt svona vasa 😉

  14. Guðrún
    23.03.2015 at 12:05

    Langar ógó að setja á álfötu, sem ég á 🙂

  15. Guðrún Árnadóttir
    23.03.2015 at 12:38

    Mig langar til að skreyta kerti og fleira.

  16. Harpa
    23.03.2015 at 12:43

    Sæl en hvað þetta er nú flott alltsaman. Ég ætla að reyna að gera svona fermingarkerti og var að spá í aðferðinni. Lætur þú fyrst venjulegan kertapappír og svo þennan ríspappír yfir? Á hvorn pappírinn prentar þú myndina?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      23.03.2015 at 12:47

      Fyrst set ég kertapappír, og svo set ég ríspappírsmyndina ofan á – það þarf ekkert að prenta neitt 🙂

  17. Margrét Einarsdóttir
    23.03.2015 at 15:45

    Þvílík dásemd ; )

    Ég vil taka þátt í leiknum, Margrét Einarsdóttir.
    Myndirnar myndi ég nýta á kerti og kannski á líka tómar glerkrukkur ; )

  18. Arna Ósk
    23.03.2015 at 16:40

    Ég myndi skreyta blómapotta 🙂

  19. s2406@simnet.is
    23.03.2015 at 17:07

    Ég myndi skreyta kerti og glerkrukkur 🙂

  20. Sigrún Björk
    23.03.2015 at 18:06

    Væri til í að prufað skreyta glervasa en einnig kerti… svo held ég að það gæti verið smart að prófað setja svona á t.d. glært plast þunnt plast og gera úr því lampaskerm. Held að svona djúpar fallegar myndir yrðu flottar með ljósi bakvið

  21. Þórey J. Pétursdóttir
    23.03.2015 at 18:14

    Væri gaman að setja á ýmsa potta, vasa og kerti 🙂

  22. Ásbjörg
    23.03.2015 at 21:31

    Mjög flott hjá þér. Sá þetta í búðinni hjá þeim og átti í miklum vandræðum með að velja. Get alveg nýtt mér fleiri svona myndir 🙂

  23. Fríða Dendý
    23.03.2015 at 21:36

    Vá rosalega flott.. 🙂 Ég myndi gera þetta klassíska sem eru kertin og prufa svo að setja á krukkur 🙂

  24. Guðrún Vilhjálmsdóttir
    23.03.2015 at 22:50

    Allt svo flott frá þér , inndslegt að fylgjast méð þéssu ,þakk fyrir allan póstin ,kv Dúna

  25. María Rut
    23.03.2015 at 22:54

    Vá langar að setja a kerti eða á bakka eða eitthvað þannig sniðugt.

  26. Ragga
    24.03.2015 at 06:47

    myndi vilja gera svona flott kerti og jafnvel vasa

  27. Jóhanna Gunnarsdóttir
    24.03.2015 at 09:12

    Það væri kerti.

  28. Margrét Káradóttir
    24.03.2015 at 09:51

    ummm….. ég myndi kannski byrja á að setja hann á kerti en hver veit hvar það endar svo 😉

  29. Kristjana Axelsdóttir
    24.03.2015 at 11:50

    Væri svo til í smella þessu á kerti…ég á nóg af þeim síðan um jólin. 😉

    kv,Krissa

  30. Margrét Fanney Bjarnadóttir
    24.03.2015 at 17:03

    Ég er einmitt að byrja að skreyta kerti svo þetta kæmi sér mjög vel 🙂

  31. Lína Rut
    24.03.2015 at 17:09

    A.m.k. Kerti! Og photoblocks! 😀

  32. Gudridur
    25.03.2015 at 08:08

    Jii hvad tetta er allt dasamlegt! eg myndi potttett skreyta allt sem eg myndi komast i tæri vid. 😉 eg er serstaklega hrifin af eggjunum sem eru i “næsta” posti.

    ju go girl!

  33. Oddný Þorsteinsdóttir
    25.03.2015 at 09:18

    Ég myndi gera kerti, eldspítustokka, páskaegg og kertastjaka 🙂

  34. Lilja
    25.03.2015 at 10:00

    Mig langar í ríspappír og föndra falleg kerti og setja á hænuegg og kassann undir fjarstýringarnar og… Og… 😉

  35. Asa
    25.03.2015 at 11:00

    Þetta er alveg dásamlegt verð að prufa þetta <3

  36. Elísabet S. Ólafsdóttir
    25.03.2015 at 11:31

    Mig langar að búa til blómavasa og kerti. 🙂

  37. erna
    25.03.2015 at 17:46

    ég er með nokkrar hugmyndir sem ég mundi gera með pappirnum 🙂 en langar í svona 🙂

  38. Guðrún K
    25.03.2015 at 18:58

    Á hvað myndi ég nota pappírinn? Stórt er spurt en langar að prufa að setja hann á krukkur sem ég er búin að vera að geyma til að setja eitthvað fallegt á þær og nú fundið 🙂

  39. Anna
    26.03.2015 at 00:00

    myndi setja hann á krukkur og kerti til að byrja méð

  40. Ásthildur
    26.03.2015 at 07:27

    Gordjöss pappír, en Jeremías og Jónmundur hvað mig langar að gera margt við hann!! Mig langar td að setja myndir á glerkrukkur sem að ég á og ekki væri nú leiðinlegt að gera svona falleg hjörtu og egg 🙂

  41. Þórný
    26.03.2015 at 13:43

    Þetta er ekkert smá flott!! Mig langar að skreyta alveg heilan helling!!

  42. Helga Guðjóns.
    27.03.2015 at 09:49

    Ég myndi setja á vasa með smá sprungu til að fela hana 🙂 Svo á falleg kerti og glerkrukkur 🙂

  43. Jenna
    27.03.2015 at 10:24

    Spennandi verkefni væri sko til í að prófa þetta.

  44. Erla
    27.03.2015 at 11:39

    Ég væri til í að setja myndir á kerti og glerkrukkur.

  45. Gurrý
    27.03.2015 at 12:12

    Væri svo sannarlega til í svona pappír og myndi skella á kerti eða egg
    kær kveðja Guðríður Kristjánsdóttir

  46. Sara Björk
    27.03.2015 at 12:35

    Ohhh já hvað það væri vel þegið 🙂
    að geta föndrað smá og tekið smá pásu frá lærdómi 🙂

  47. Bryndís Rún Gísladóttir
    27.03.2015 at 12:46

    Ég myndi skreyta egg og blómapotta.☺

  48. Jóna
    27.03.2015 at 18:35

    Það er svo margt hægt að gera með þessum ríspappírsmyndum að það er vandi að velja, þarf svo sem ekkert að vera snögg að velja, ég vinn ekkert 😉

  49. Dagný
    27.03.2015 at 23:36

    Æðislega fallegt hjá þér. Langar mjög mikið að prufa að setja þennan pappír á egg og krukkur.

  50. Ingunn Brynja Einarsdóttir
    28.03.2015 at 02:27

    Ég myndi prufa að setja pappírinn á kerti og egg 🙂

  51. Inga Sigurðardóttir
    28.03.2015 at 13:08

    Úúúúú
    Myndi nota á bakka, blómapotta, kannski einhver egg og lampa ef einhver afgangur

  52. Valgerður Júlíusdóttir
    28.03.2015 at 13:29

    Mig langar svo að gera svona krúttleg egg og jafvel setja utan á kerti.

  53. Loa Saevarsdottir
    28.03.2015 at 15:02

    Ohhh hvað ég væri til 🙂 Þetta er geðveikt.. sá ríspappírinn í dag í A4 og heillaðist 🙂

  54. Hlín Ólafsdóttir
    29.03.2015 at 01:10

    Setja á kerti og krukkur g fleira

  55. Ragnhildur
    29.03.2015 at 09:22

    Mig langar að setja hann á bakka 🙂

  56. Þóra
    26.04.2015 at 23:01

    Ég myndi setja ríspappír á bakka sem ég var að mála og á bekk sem ég gerði upp og breytti

Leave a Reply to Jenna Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *