SkreytumHús-að…

…er það ekki annars sögn?

Í það minnsta þá SkreytumHús-aði ég borð í Rúmfó uppi á Korputorgi núna í gær.
Týndi til alls konar fallegt og raðaði á borð og stillti upp.

Enda heyri ég oft “kvartað” yfir því að þið sjáið ekki það sama og ég, og þetta var því hugmynd sem kom upp að prufa og sjá hvernig líkaði…

06-IMG_7365

…ég er eiginlega alveg með þessa vasa á heilanum, í þessum fallegu litum og grófleikann sem þeir setja á borðið…

07-IMG_7366

…svo eru þessar könnur líka ansi hreint sumarlegar og skemmtilegar…

08-IMG_7367

…þetta er motta sem þið sjáið hérna yfir miðju borðsins, bara töff…

09-IMG_7368

…þessir hérna finnst mér dásamlegir – þið vitið hvernig ég er með svona fuglamyndir, á erfitt með að standast þær…

10-IMG_737004-IMG_7360

…karfan sem sést hérna fremst er í raun kertastjaki, en það er ekki leiðinlegra að setja bara blóm í hana…

11-IMG_7371

…glerkrukkan er í miklu uppáhaldi, og litlu kúluvasarnir kosta bara um 995kr, ferlega flottir í skreytingar t.d. í fermingarveislur…

12-IMG_7372

…þessi grófi zink-bakki er hrein dásemd, sveitó og skemmtilegur.  Síðan eru þessi fiðrildi veggskreytingar, en mér fannst skemmtilegt að nota þær sem borðskreytingu…

13-IMG_7373

…ég tók bara plastdúka sem fást í metravís og lét gera 40cm breiðan “fiðrildalöber” á borðið.  Þetta kæmi æðislega út á fermingar, og veisluborð…

14-IMG_7374

…svo eru það hvítu járnhillurnar, eru líka lítil hjólaborð og blómaborð í stíl, svo sumarlegt og sætt…

15-IMG_7375

..sjáið bara blómaborðið, svona þarf ég við hliðina á sólbekknum – því eins og þið munið þá verður náttúrulega sólstrandarveður í allt sumar…

23-IMG_7385

…annar “plastdúkalöber”…

16-IMG_7376

…þessi fiðrildi eru 4 í pakka og í alls konar litum, pretty!

20-IMG_7382 17-IMG_7377

og svo sæt til þess að smella hér og þar…

27-IMG_7392

…bakkarnir koma í nokkrum litum og mynstrum – ferlega flottir og skemmtilegir litir…

19-IMG_7380
…mér finnst síðan liturinn á þessum valmúa vera algjörlega himneskur, ekki sammála?

25-IMG_7389
…þessir litir, þeir gleðja mitt vorhungraða hjarta…

29-IMG_7395

…þessir hérna eru litlir, kannski 25 x 25 cm, og svo mjúúúúúkir…

22-IMG_7384

…svo er auðvitað allt smekkfullt af páskum…

31-IMG_7369

…og fermingargóssi, eða bara fyrir ykkur sem elskið litagleði…

21-IMG_7383

…í það minnsta, vel þess virði að fara og kíkka á góssið!

24-IMG_7386

…annars segi ég bara:

Góða helgi og njótið þess að sólin hækkar á lofti, þegar það er ekki sólmyrkvi, og birtan eykst, og vonin um að vorið sé í vændum er ríkjandi.

Knús á línuna og takk fyrir vikuna sem var að líða ❤

30-IMG_7396

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “SkreytumHús-að…

  1. Margrét Helga
    20.03.2015 at 12:10

    Æðislegt hjá þér! Og jú…að skreytumhús-a er sko algjörlega sögn…mun ekki líða á löngu þar til hún er komin góð og gild í orðabók menningarsjóðs…svona svipað og “að Dossa eitthvað” 😉

    Maður fékk sko margar góðar hugmyndir við þennan lestur (og þetta skoð…sem er sko líka orð!! ) 😉

  2. Eva
    20.03.2015 at 13:06

    get ekki beðið eftir að komast í Rúmfó, er bæði að ferma og útskrifa og vantar ALLT sem þú ert búin að tína til 🙂 frábært takk fyrir mig kv Eva

  3. Guðrún K
    25.03.2015 at 20:15

    Mín búð R&L góðar vörur á viðráðanlegu verði og góða þjónusta í menni Rúmfó búð…. Gef þeim 10 af 10 fyrir þjónustuna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *