Á rúntinn…

…er það sem ég ætla að bjóða ykkur upp á í dag.  Svo sem ekki merkilegt, en þið gætuð haft gaman af…

IMG_6987

…best að taka það samt fram, frá byrjun, að myndirnar eru teknar á seinustu 4-5 vikum.

Þannig að það sem þið sjáið úr Góða eða Nytjamörkuðum er væntanlega ekki til ennþá :/ sorry!

Byrjum í Góða, og auðvitað fær konan með stólaveikina kast á stólunum…

IMG_5849

…þessi fannst mér yndislegur…

IMG_5851

…ekki síðri þegar ég sá að hann var gjöf frá nemendum Stýrimannaskólans 1904…

IMG_5855

…þessi hérna hefði nú ekki orðið leiður við smá meikóver…

IMG_6170

…og þessi var skemmtilega dramatískur…

IMG_6172

…ég var næstum búin að kaupa þennan, taka af honum hurðarnar og gera þær að “gluggum”, og nota svo restina sem hillu…

IMG_6766

…á Suðurlandsbraut, í gamla Fálkahúsinu, er ég búin að uppgvöta glænýjan Nytjamarkað á 2. hæð.
Þar fást bara kastalar og meððí…

IMG_6152

…þetta var nú eitthvað fyrir keramikmálara…

IMG_6153

…og þeir eiga víst nóg af þessu, minnir að þeir kosti 3000kr stk…

IMG_6157

…gamall sleði…

IMG_6159

…og rúmgafl sem var svona líka skrambi fallegur…

IMG_6162

…ég tók svona með mér heim, og setti ofan í þá sprittkerti…

IMG_6165

…mig langar svo mikið í svona gamla ritvél, en þessi kostaði meira en ég tímdi að eyða í…

IMG_6768

…en falleg er hún ❤

IMG_6773

…þessi var líka flottur, en ekki hefði ég pláss fyrir svona grip…

IMG_6769

…alls konar fínerí sem flott væri að mála…

IMG_6771

…síðan er skoppað í Rúmfó á Korpunni, og þar voru þessir púðar!
Sérlega geggjaðir í t.d. strákaherbergið…

IMG_6776

…ég fékk mér þessa hérna og finnst hún æðisleg.
Mjög flott t.d. fyrir sokka og svona í þvottahúsi, dótið sem þig langar ekki að horfa á en þarf að hafa…

IMG_6813

…húsarammar…

IMG_6817

…ég sé þessa svo fyrir mér í rómó svefnherbergi, eða bara úti á palli í sumar…

IMG_7106

…og fleiri týpur til…

IMG_7111

…þessir eru fyrir kerti, en ég sé svoleiðis fyrir mér túlípana eða rósir í þessum – held að það yrði geggjað…

IMG_7107

…ég fór síðan í A4 í Smáralind og rak upp gleðióp þegar ég sá efnin frá Tilda.
Féll svo fyrir þessu í Köben seinasta sumar, og fannst ekki leiðinlegt að finna þessar vörur hérna…

IMG_7114

…svo eru þessir geggjaðir til þess að mála og skreyta eftir kúnstarinnar reglum…

IMG_7126

…síðan veit ég fátt dásamlegra en blessuð blómin…

IMG_6810

…þvílík endæmis fegurð alltaf hreint ❤

IMG_6812

…að lokum er ég búin að vera að hjálpa frænku minni, sem er að fara í gegnum skápa og geymslur og selja, og þetta er eins og að detta inn í tímavél…

IMG_7019

…sem mér finnst nú ekki amalegt 🙂

En þannig líkur þessum rúnti, vona að þið hafið getað skemmt ykkur smá við að skoða myndirnar.

Annars segi ég bara, eigið góðan dag ❤

IMG_7037

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

4 comments for “Á rúntinn…

  1. Guðrún
    19.03.2015 at 11:53

    Flottur rúntur en hvar fannstu allar þessar fallegu rósir?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.03.2015 at 18:08

      Takk Guðrún!

      Þær voru nú bara í blómaheildsölunni, blessaðar rósirnar!

  2. Margrét Helga
    19.03.2015 at 14:01

    Alltaf svo margt flott í póstunum hjá þér 🙂 Væri sko til í þessa dýrapúða í strákaherbergin mín 🙂

    Takk fyrir póstinn!

  3. Kolbrún Rósum og rjóma
    19.03.2015 at 21:46

    Skemmtilegur póstur, sýnir vel hvað það eru margar gersemar á nytjamörkuðunum!

Leave a Reply to Kolbrún Rósum og rjóma Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *