Bloggvinir…

….langar að taka einn póst í að segja frá nokkrum frábærum bloggum sem að ég skoða í hinum daglega bloggrúnti.  Þau eiga það öll sameiginlegt að vera full af góðum hugmyndum, fallegum myndum og íslensk 🙂
Síðan hennar Öddu á Akureyri, ofsalega mikið af fallegum hlutum sem að hún býr til sjálf og svo líka flottar (hug)myndir sem hún setur inn.
Bloggsíða Stínu Sæm. 
Gamaldags og rómantískt, blúndur og gleði = blanda sem getur ekki klikkað 🙂
Endalaus uppspretta af allskonar sniðugum hugmyndum!
Enginn er svikinn af því að fylgjast með.
Snilldarsíða, alltaf með puttann á púslinum á því nýjasta í hönnun og almennum flottheitum.
Nokkrar vinkonur sem að gera alls konar flott DIY-verkefni og hafa gaman af.  Bara skemmtileg og stundum  líður mér eins og ég sé laumugestur í saumaklúbbi 😉
Síðan hennar Kristínar Hrundar vinkonu minnar, dásamlega fallegt handverk og annað sniðugt sem að hún tekur sér fyrir hendur.  Vel þess virði að kíkja við og skoða 🙂
ellarefur
Hér er á ferðinni hún systurdóttir mín og ofurfrænka, og ég þori að fullyrða að hún er einn fyndnasti og skemmtilegasti bloggari landsins.  Maður getur varla annað en smitast af lífsgleði og stokkið af stað í að hreyfa sig og breyta matarræðinu (ööööö, allir nema ég, sko ég er bólusett gegn hreyfingu 🙂
Er búin að bæta öllum þessum bloggum á: Fönn blogg-linkinn hérna til hliðar!
Eru einhver fleiri blogg sem þið kíkjið á dagsdaglega? 
Látið þið vaða í kommentunum 🙂
P.S.  Var að prufa að breyta kommentafídusinum, er alltaf að heyra frá einhverjum sem að eiga í vandræðum með að kommenta, þannig að það má alveg testa þetta og jafnvel láta vita ef þetta virkar betur.

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Bloggvinir…

 1. 25.05.2011 at 12:53

  Flottur listi, ég er reglulegur gestur hér hjá þér, bæti þessum við líka í rúntinn 🙂

 2. Aua
  25.05.2011 at 17:01

  kíki reglulega á nokkur af þessum bloggum og þitt daglega og búin að stela allavega tveimur hugmyndum hér 🙂 kv. Auður (allt er vænt sem vel er hvítt 🙂

 3. 25.05.2011 at 19:17

  Allt saman dásamleg blogg!! og þitt blogg þar á meðal 😉 Alveg dásamlegt að fá hugmyndir frá þér og takk fyrir að kynna bloggið okkar vinkvennana 😉
  Bestu kveðjur, Helga (Allt er vænt sem vel er….hvítt!)

 4. Anonymous
  25.05.2011 at 19:27

  skemmtilegur listi 🙂 ef ég hefði svona mikin tíma til að skoða þetta allt þá væri ég þar allan daginn 😀 …..

 5. 27.05.2011 at 12:05

  Takk krúttið mitt! 🙂 knús til þín! Hlakka til að sjá öll verkefnin þín í næstu viku!

 6. Anonymous
  27.05.2011 at 20:18

  Takk fyrir að hafa mig með í þessum frábæra hóp, er ótrúlega upp með mér.
  Þú ert alveg einstök uppspretta góðra hugmynda og spennandi að sjá hvað gerist í vikunni.
  kv Stina

 7. 29.05.2011 at 22:35

  Æj takk fyrir mig:)
  Og kvitt kvitt, frábært hvað þú ert alltaf dugleg að blogga!:)

Leave a Reply

Your email address will not be published.