DIY – IKEA Maskros…

….eitt af flottustu ljósunum í Ikea er Maskros ljósið
Það er alveg hreint geggjað, vinkona mín er t.d. með svona efst í stigaganginum hjá sér, fyrir framan rosalega stórann og flottann glugga og það er sko bara þvílíkt flott – Hæ elsku Vala mín 🙂
Nú svo er alltaf hægt að fikta aðeins í ljósinu (muna að kippa úr sambandi og ekki frá straum 😉 og breyta því aðeins þannig að það passi sem best inni hjá hverjum og einum.
Hér hefur ljósið t.d. verið spreyjað gyllt og er sko bara flott í þessu plássi.
Ég get rétt ímyndað mér að það sé flott að taka minni týpuna og breyta henni inn í krakkaherbergi, mála limegræna, bleika eða turkish – eða bara hvernig sem er.  Festa lítil blóm á, eða bara hvað sem manni dettur í hug.
Hér er t.d. dama sem að fékk hugmynd og fylgdi henni eftir.  Draumaljósið hennar var þetta hérna…
…en það var aðeins of dýrt og því skundaði hún af stað í Ikea og skellti sér á eitt Maskros.
Hefst það mikið föndur og pillerí, skellti glasi á hvert blóm (rúmlega 120stk) og teiknaði hring eftir glasinu..

….sem var síðan klipptur út, eða klippt af eða hvernig sem þið lýtið á þetta

…og svo var það spreybrúsinn góði

…og öll blómin máluð

..og pínulítil plastglös límd á

…látið þorna saman

…og la voila

…frekar skemmtilegt!
Persónulega finnst mér upprunalega Ikea-ljósið fallegra, en ég elska hugmyndina og hugmyndaflugið.
Maður fer að hugsa upp alls konar útgáfur af ljósinu 🙂

Little Green Notebook

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published.