#2 – Púði í barnaherbergi…

…jamm, ég veit – þetta er ekki neitt mjög spennó verkefni!  En mig vantaði púða, mmkey?
Ég hef áður sýnt úr herbergi litla mannsins, sjá hér, og þá sýndi ég ykkur litla púðann sem að ég sem að ég gerði úr “Receiving Blankets”, notaði græna efnið með trjánum..
Hægt er að kaupa í USA svokölluð receiving blankets, sem eru 4 teppi/lítil lök í sama stíl og rúmteppið.
…þessi púði er núna í rúminu hans, inni í hjónaherbergi hjá okkur og sá litli elskar að hjúfra sig upp að honum.
Því langaði mig að gera annan í rúmið hans.
Ég ákvað að nota efnið sem er fjærst á myndinni, enda eru tölu- og bókstafir á því.  Ásamt uglum 🙂
Þessi saumaskapur er eins einfaldur og hægt er!  Hafa efnið á röngunni og falda, síðan bara að brjóta það saman og sauma saman hliðarnar.  Eftir þetta erfiða verkefni, þá ákvað ég að mig langaði ekki að hafa púðann alveg eins og þann græna.  Ég var með hvítann borða sem var undan um teppin þegar að ég keypti þau og nýtti hann bara, þá var ég komin með þetta:
Sneri honum sem sé með “rassinn” fram og er bara kát með það.  Það lenti svo heppilega efnið að 1 var einmitt í miðjunni og varð það til þess að ég ákvað að sauma slaufuna sitt hvoru megin með 1 – fannst gaman að sjá tölustafinn….
…og sem sé
Like?

5 comments for “#2 – Púði í barnaherbergi…

  1. Anonymous
    31.05.2011 at 22:24

    þetta er alveg meiriháttar flott ! á pottþétt eftir að stela þessari hugmynd fyrir heimilið mitt 🙂
    Kveðja,Alma

  2. Anonymous
    31.05.2011 at 22:40

    Svooo sætur, og borðinn utan um alveg punkturinn yfir i-ið. Snillingur 😉
    Kv. Auður

  3. 01.06.2011 at 09:16

    oohh æðislegur, á einmitt svona klút…. finnst hann ekki henta í neitt, er að spá í að sauma bara púða úr honum fyrir litla maninn minn 🙂

    takk fyrir góða hugmynd

  4. Anonymous
    26.06.2011 at 16:33

    Er hægt að panta svo flott efni á netinu ?

  5. 26.06.2011 at 23:06

    Hæhæ, efnin er örugglega hægt að panta á netinu, þetta heitir Circo receiving blankets – það er hins vegar ekki víst að þú fáir nákvæmlega sömu týpu þar sem að þeir skipta út reglulega! Fæst t.d. í Target og á Amazon.

    kv.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *