Á köldu, blautu….

….og fremur dimmu sumarkveldi!  Þvílík öfugmæli.
En þannig var veðrið þegar að ég lá uppi í sófa og las Ég Man Þig, eftir hana Yrsu.
Stemmingin var þannig að ég tók mér 5 mínútna pásu og stökk út í skúr, sótti mér tvo glæra vasa, gamla blúndudúka og girni.

Útkoman varð svo svona, sem að hentaði mjög vel og skapaði stemminguna sem að ég var að leita eftir…

Ég á náttúrulega, eins og oft áður hefur komið fram, í eilífu ástarsambandi við blúndur 🙂 

….þetta er ekki eitthvað sem að ég myndi hafa á eilífu á borðinu hjá mér, en þetta var ágætistilbreyting.
Það gæti líka verið skemmtilegt að nota bara pappírsblúndur, eins og eru settar á kökudiska…
…löberinn er heimasaumaður úr efni frá Ikea, ótrúlega einfalt og ódýrt verkefni…

…nú vantar bara sumarveður komi svo maður hætti að þurfa að kveikja á kertum og hanga inni að lesa bækur – þó þær séu góðar!

3 comments for “Á köldu, blautu….

  1. 15.06.2011 at 09:56

    Mikið er þetta kósý og fallegt 🙂 Mér líður eins og það sé haust! Vonandi fer nú að birta til hjá okkur á Íslandinu.
    Bestu kveðjur, Helga Lind.

  2. Anonymous
    15.06.2011 at 23:03

    Huggulegt 🙂 Góða skemmtun með Yrsu.
    Kveðja Guðrún H.

  3. Ingibjörg
    15.01.2014 at 14:33

    Frábær hugmynd 😉
    Kv. Ingibjörg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *