Stundum…

…ég held að það hafi orðið einhver stafaruglingur!

Í staðinn fyrir vor, þá fengum við for, hor og alls konar leiðindi sem eru ekki með v-i.  Síðan ætla ég ekki að segja meira um þetta veður sem ég var föst í, í næstum 2 klst úti á miðri götu, í gær!  Hana nú!

Þess í stað ætla ég að vera dreymin og sýna ykkur fallega liti og hluti og…

01-2015-02-28-110639

…ég var reyndar búin að sýna ykkur þennan disk inni á Facebook-síðunni, en ég fékk hann í Rúmfó á Korputorgi fyrir helgi.  Sá hann síðan bara í fyrradag líka…

02-2015-02-28-110650

…og mér finnst hann alveg dásamlega fallegur.

Ég er reyndar búin að vera í smá pælingum um að spreyj´ann í flottum lit, en í bili…

03-2015-02-27-172926

…þá fær hann að vera eins og hann er, bara fallegur!

04-2015-02-27-172929

Svo var það þessi skápur í eldhúsinu.  Hann er svona til hliðar, við hliðina á eldavélinni og nær að safna og heljarinnar drasli.  Eins og sést á þessari mynd – þarna sting ég oft inn hinu og þessu, því að hann er svona vel úr augnsýn – sem sé felur ýmsar syndir 🙂

05-2015-02-26-093937

…eins og ég var ánægð með límfilmuna í bakinu á honum, þegar ég setti hana upp – þá var ég orðin jafn leið á henni dag.  Sjáið til, þetta er ástæðan fyrir einföldum breytingum – þegar kona hefur álíka athyglisbrest og Dóra í Nemó…

06-2015-02-26-095337

…því varð úr að filman var tekin úr bakinu. Einfalt mál, og ég ætlaði meira að segja að setja marmarafilmu í bakið.  En……..svo bregðast krosstré sem önnur tré, og sökum umrædds athyglisbrests, þá datt ég bara í þann pakka að slepppa að filma bakið í þetta sinn.

Fannst þetta eitthvað einfalt og bara fallegt svona…

07-2015-02-26-133754

…þar sem ég er ekki litaglöð að eðlisfari þá finnst mér þetta skemmtilegur staður til þess að blanda smá litum inn í eldhúsið og nota þetta huggulega góss sem maður á…

08-2015-02-26-133804

…eins notaði ég trébakkana sem ég keypti á slikk í Ilva á útsölu, og setti í efstu og neðstu hillurnar.  Sem varð að algerri snilld til þess að draga saman alla hlutina, og þá virkar þetta ekki “draslaralegt”…

09-2015-02-26-133811

…myntugrænn og bleikur leika sér saman í eldhúsinu, gasalega þægir og góðir saman…

10-2015-02-26-133816

…og dýraskálarnar dásamlegu sjást þarna áægtlega vel, ásamt fallegum flöskum og rörum…

11-2015-02-26-133830

…ég er allt í einu orðin alveg gasalega kát með þennan 1300kall sem ég eyddi í þessa bakka, finnst þeir gera heilan helling fyrir skápinn…

12-2015-02-26-133833

…fínt að nota svo kertastjakana til þess að draga myntulitinn svona í gluggann líka…

13-2015-02-26-133839

…og kökudiskinn sem ég DIY-aði…

14-2015-02-26-133842

…og enn og aftur, vá hvað ég er kát með að hafa tekið blómalímfilmuna í burtu.

Þetta er akkurart ástæðan fyrir að ég gæti t.d. ekki fengið mér tattú, væri örugglega komið með leið eftir korter 😉

15-2015-02-26-164422

…gamla góða vinnukonan stendur svo á borðinu, en hún kemur frá ömmu eiginmannsins, en alltaf jafn dugleg þessi elska…


17-2015-02-26-164430

…svo get ég ekki sagt það of oft, en ég elska þegar að maður eignast svona nytjahluti sem eru svona fagrir…

18-2015-02-26-164440

…og svo er um að gera að stilla hversdagslegu hlutunum líka…

20-2015-02-26-164452

…þessi drottning er komin í hornið í bili, svona þar til annað gerist…

22-2015-02-26-164505

…og svo er það stemmingin þegar rökkva tekur…

23-2015-03-09-192652

…hún er alltaf uppáhalds!

24-2015-03-09-192703

…og oftast þarf svo lítið til þess að gera kósý ❤

Vona að þið eigið yndislegan dag!

25-2015-03-09-192712

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Stundum…

  1. Margrét Helga
    11.03.2015 at 08:19

    Kósý póstur…mjög við hæfi á milli storma 🙂 Og alltaf yndislega fallegt hjá þér mín kæra, með eða án filmu…eða tattús 😉

  2. 11.03.2015 at 08:48

    Ó svo dásamlega vorlegt og bjart yfir öllu, yndislegir litir og fallegt dót og uppröðun, takk fyrir takk!

Leave a Reply

Your email address will not be published.