Algerir sveppir…

eru í góðri sprettu hér á heimagrundu!
Þetta er kollur sem að ég keypti inn í herbergi litla mannsins, ca 35 cm hár og alger draumur í dós…

…síðan fundust þessir tveir í bílskúrnum, frá mér þegar að ég var lítil minni stelpa, og nú er gaman að sjá hvort að einhver hér man frá hvaða fígúrum þessir koma 🙂

…mér finnast þeir bara sætir

…og svona líka kátir í félagsskap með “stóra bróður”

…síðan fékk hann þessa líka sætu uglu að gjöf

…krúttupúttudúllurass 🙂

9 comments for “Algerir sveppir…

  1. Anonymous
    28.06.2011 at 08:51

    Hvar fékkstu þennan sæta svepp ? 🙂

    Kv,
    Jóna

  2. Anonymous
    28.06.2011 at 09:32

    Kollurinn er bara æði! Hvar fékkstu þennan koll? Til hamingju með litla manninn í gær.

    Kv.Hjördís

  3. 28.06.2011 at 10:19

    vá geggjaður kollur og uglan er æði

  4. 28.06.2011 at 13:01

    Sveppurinn fékkst í heildsölu, ég hringdi og kannaði og þeir hafa bara verið seldir á Stykkishólm og í Ólafsvík :S

    Takk fyrir kommentin*knús

  5. Anonymous
    29.06.2011 at 01:26

    Ógó sætir
    ps.gamla fairies/álfaserían – have seen them before…..

  6. Auður
    01.07.2011 at 16:00

    hvar fæst þessi æðislega ugla ? kveðja Aua

  7. 01.07.2011 at 23:50

    Sæl Aua, þetta yndislega Uglukrútt kom sem gjöf frá USA, veit því miður ekki meir 🙂

  8. Anonymous
    05.09.2011 at 02:40

    Eru litlu sveppirnir úr Smjattpöttunum? Hringja einhverjum bjöllum en samt er ég ekki alveg að kveikja.
    Ég er líka sveppasjúk þessa dagana, ætla að hekla sveppi fyrir litlu mína 🙂

    Kv, Rakel

  9. 06.09.2011 at 01:01

    Hæ Rakel, þetta fylgdi með Blómálfum sem voru til hérna 80-og-eitthvað, þeir voru með vængi sem var hægt að skipta um í stíl við kjólana þeirra og sveppir voru þeirra fylgihlutir. Ferlega sætt dót en ég er ekki að finna það á gúgglinu núna!

    úúúú, heklaðir sveppir – hljómar vel 🙂

Leave a Reply to Gauja Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *