Ligga ligga lá…

….en þetta er einmitt montpóstur.is 🙂
Vitið þið hvað elsku krúttið hún mamma mín, yfirdúllan í famelíunni, gaf mér núna um daginn úr skápunum hjá sér!  Þennan hérna…
…munið þið eftir snjóboltakertastjökunum sem að “allir” áttu hérna einu sinni, úr Kosta Boda og alles!  Jæja þetta er frændi þeirra sem var ekki jafn algengur (held ég), Tulip/túlípaninn..

…hann fékk síðan sæti á nýjum vin, sjáið þið hver það er?

…heyriði já, þessi líka sæti gamli kassi, með skrifelsi og tölustöfum og öllu því sem þarf til að gleðja kassaáhugamennkonur…

…ég held samt að mig langi í einhver svona gróf hjól undir hann og nota bara fyrir leikföng litla mannsins ( þau sem að daga uppi inni í stofu)…

…ahhhh – bara næs, en hvað?  Hjól á kassann eða hvað?

…mig langar að reyna að eignast annan túllastjaka, kannski finnst hann einhvern góðann veðurdag!

Framundan:  nokkur æsispennandi verkefni = skemmtilegur fundur í Góða Hirðinum, breyting á herbergi og alls konar góðgæti.  Stay tuned!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

12 comments for “Ligga ligga lá…

  1. Anonymous
    13.07.2011 at 08:52

    Æðislegur kertastjaki held einmitt að það leynist einn svona hjá foreldrum mínum;)

    Bíð spennt eftir hinum póstunum!

    Kv.Hjördís

  2. 13.07.2011 at 10:47

    já það er svo gaman að því hvað margt af því sem við munum eftir að allir áttu, varð svo pínu halló og er núna algjörar gersemar.
    Annars elska ég kassann þinn, hvar nærðu þér í svona?
    kv Stína

  3. 13.07.2011 at 11:00

    geggjaður kertastjaki.

    með kassan…hmmm veit ekki hvort ég myndi tíma honum undir dót hihi finnst hann æði, en það væri kannski bara tímabundið sem hann væri undir dót 🙂

  4. Anonymous
    13.07.2011 at 11:49

    mikið átt þú góða mömmu, mér finnst voða flott að hafa gróf iðnaðarhjól… en ætli hann passi ekki betur án hjóla inni hjá þér?

    kv. Bryndís

  5. 13.07.2011 at 11:59

    æðislegur póstur… flottur kertastjakinn þinn og æææææðislegur kassinn. ég jáa hjól undir hann 😉

  6. Aua
    13.07.2011 at 23:25

    hvar fær maður svona flottan kassa ?

  7. 13.07.2011 at 23:35

    Skvo kassinn fékkst í blómabúð á höfuðborgarsvæðinu, en ég var að lofa að segja ekki hvar þar sem að ég sníkti út að fá að kaupa hann með því að afhenda nýrum og annað eyrað, sowwy allar saman!

    En ef ég fæ leyfi til að hleypa ykkur í þetta þá sendi ég út tilkynningu 🙂

  8. Anonymous
    14.07.2011 at 14:55

    Elska kassann þinn. Held kassinn myndi fíla sig á hjólum, alltaf hægt að taka þau svo af ef hann vill aftur verða borð 😉
    Líka sætir stjakar 🙂

  9. Anonymous
    14.07.2011 at 15:23

    Æðislegur kassi..hjól á kassan fyrir litla manninn 🙂
    hlakka til að sjá herbergið sem þú ert að mála?
    Kv.Margrét

  10. Aua
    14.07.2011 at 22:04

    ok 🙂

  11. Anonymous
    14.08.2011 at 08:22

    🙂 settirðu hjól á kassann ?? 🙂 ég hef ekki kíkkt á síðuna í smá tíma. Og stjakinn sem þú fékkst frá mömmu þinni er gullfallegur, ég er einmitt að horfa á snjóboltann hennar mömmu minnar en ég má bíða aðeins lengur 😀 hún notar hann ennþá 🙂 enda klassískur….. það fer aldrei neitt úr tísku bara sofnar aðeins /eða hvílist smá 😀

    kv Anna Sigga

  12. 14.08.2011 at 10:36

    Hæ Anna Sigga, og velkomin aftur 🙂 Er ekki búin að setja hjól á kassann, ennþá! Er enn að njóta hans eins og hann er!

    Snjóboltarnir eru alltaf klassík!

    kv.Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *