Hallelúja….

…..amen!  Ég er nánast viss um að ég er búin að finna himnaríki fyrir spreyóða konu eins og mig!
Einhver dásemdarkona benti mér á að fara í Exodus á Hverfisgötunni og að það væri búð sem að seldi spreybrúsa fyrir “taggara”.  Ég lagði land undir fót og viti menn, þarna eru bara næstum til allir litir undir sólinni.  Ekki bara blár heldur ljósblár og grænblár og öðruvísi ljósblár og….. og…. og…..
Brúsinn kostar um 1100kr og það er hellingur í honum, 1 brúsi dugði mér t.d. í verkefnið hér fyrir neðan.
Ekki nóg með það, heldur þegar að ég var að borga brúsann þá spurði afgreiðslukonan hvað ég væri að fara að spreyja og kom svo bara með kassa af alls konar spreyhausum – og ég get sagt ykkur það að spreyhaus er ekki sama og spreyhaus – víííííí, bara gaman 🙂
Þegar að ég keypti standlampann góða í Góða Hirðinum þá keypti ég líka þennan stól….
þetta er rosalega þungur og massífur stóll, þannig að mér leist vel á hann inn í barnaherbergin þar sem það er lítil leið á að hann detti um koll – og þar sem það var 50% afsláttur þennan dag sem hann var keyptur, þá borgaði ég 750kr.
Ég keypti svo sprey í Exodus, ætlaði að vinna niður stólin með sandpappír – en nennti því ekki og spreyjaði bara gripinn og svo…..

…í það minnsta sér enn ekkert á honum þó að ég hafi ekki sandpappírað, en ég skal láta ykkur vita ef það breytist…

…hér sést áferðin betur

….næsta mál, hengja á veggi!

14 comments for “Hallelúja….

  1. Anonymous
    19.07.2011 at 10:54

    Vá hvað þetta er flott, ég elska þessa gömlu eldhússtóla 🙂
    Kv. Inga Dögg

  2. 19.07.2011 at 11:00

    Þetta kemur rosa vel út! 🙂

  3. Anonymous
    19.07.2011 at 11:36

    ÆÐI!!!! Ég er einmitt á leiðinni í Exodus, vantar svo fallega bleikan og ljósgrænan og lillabláan og og……… Hvernig í ósköpunum finnur þú alltaf eitthvað í Góða Hirðinum, ég finn aldrei neitt þar urrrrrrrrrrrr
    Kveðja, Svala

  4. Anonymous
    19.07.2011 at 12:27

    Geggjaður stóllinn, liturinn pörfekt.
    Kv. Auður.

  5. Anonymous
    19.07.2011 at 12:43

    ÆÐI!!!!!!!!!!! 🙂

  6. Anonymous
    19.07.2011 at 12:46

    Vá rosalega fallegt herbergið og stólinn er æði líka 🙂 Gaman að fá hugmyndir héðan!
    Kv. Dagrún, sem les reglulega bloggið

  7. Anonymous
    19.07.2011 at 13:07

    ÆÐI!!! svo fallegt 🙂

    kv. Bryndís

  8. Aua
    19.07.2011 at 17:55

    geðveikt flottur litur , verð að skella mér í þessa búð þegar ég fer suður 🙂

  9. Anonymous
    19.07.2011 at 21:12

    Gaman að heyra að þú tékkaðir á þessu spreyhimnaríki 🙂 Svo margir yndislegir litir og konan þarna bara æði 🙂 Ég allaveganna eeeelska þessi sprey:) og æðislega flottur stóllinn hjá þér, og allt hitt 🙂
    Hlakka til að sjá það sem koma skal, þessi bloggsíða er fastur liður í daglega netrúntinum 🙂

    Kv. Valdís

  10. 20.07.2011 at 00:13

    vá þessi stóll er æði

  11. Hrafndís
    24.07.2011 at 22:30

    Fann bloggið þitt fyrir tilviljun og rosalega gaman að lesa og skoða hvað þú hefur verið að gera 🙂

    Kveðja Hrafndís

  12. Anonymous
    25.07.2011 at 10:37

    Gaman að fylgjast með þessu bloggi 🙂 Margt rosalega flott hérna. Bíð spennt eftir nýjum færslum frá þér 😉

    Kveðja,
    Hugrún

  13. Anonymous
    27.07.2011 at 09:55

    Sæl, alltaf gaman að fylgjast með blogginu þínu 🙂
    Ein spurning – er hægt að mála / spreyja plaststóla og baststóla. Legg ekki í það að prófa fyrr en ég fæ hint frá einhverjum vönum 🙂
    KV., Gerður

  14. 16.08.2011 at 14:06

    Geggjað! Takk svo mikið fyrir þessa færslu.

    Ég er einmitt á leiðinni að fara að spreyja stóla…reyndar búin að vera lengi á leiðinni…en ég hef verið svo ringluð með hvað ég á að gera.
    Pússa? Grunna? Mála? Lakka?
    Og ekki fundið nógu spennandi liti.

    Nú get ég sparað mér hellings vesen og bara spreyjað.

    Takk aftur c”,)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *