Hægri snú…

…dag einn í seinustu viku, þá tók ég mig til og sneri herbergi litla mannsins.
Þetta tók um það bil 3 tíma, með smá pásum, og var vel þess virði þegar að upp var staðið.

25-2015-02-26-162621

Því miður þurftum við að taka í burtu dásemdar gamla barnarúmið okkar (sjá hér) og í bili þá er hann kominn með rúmið frá systur sinni.  En ég er að leita að hinu eina “rétta” rúmi.

18-2015-02-26-162502

Ég verð að segja að svona breytingar, þær virka stundum eins og þerapía fyrir mig.  Ég hugsa og pæli og sný og raða og mér finnst þetta snilld.

19-2015-02-26-162512

Ég hugsaði meira að segja svo mikið, að ég held að ég hafi fattað hvers vegna ég breyti svona ört í þessum herbergjum.  Það er nefnilega svo gott að taka allt í gegn frá A-Ö því að þá fer maður yfir dótið og sorterar og fær svona hreina aaaaaaaa-tilfinningu.

21-2015-02-26-162549

 Hrein aaaaaa-tilfinning verður seint ofmetin ❤

22-2015-02-26-162550

…það er svo sem lítið eða ekkert nýtt í hillunum.  Enda snerist þetta ekki um það.  Heldur bara að raða til og koma fyrir því sem að litli maðurinn átti.  Enda voru afmælis- og jólagjafir sem hafa bæst við.  En ég, persónulega og prívat, trúi statt og stöðugt á það að stilla upp með og raða bara leikföngum íbarnaherbergjum.

23-2015-02-26-162603

Enda eiga flest börn fullt af dóti, svo ekki sé minnst á allar fallegu bækurnar, sem eru kjörnar til þess að koma með fallega liti inn í rýmin.

24-2015-02-26-162605

…kommóðan er sem sé komin í hornið, þar sem rúmið stóð áður.

Ég færði ekki neina nagla eða hillur, það stendur enn allt á sama stað.

27-2015-02-26-162644

…og við gluggatjöldin stendur þessi litla grúbba af leikföngum.

32-2015-03-03-171235

Eins og sést þá er mottan farin, og ég er núna að leita að hinni einu sönnu mottu þarna inn.  Verst að ég var búin að sjá mottu sem fannst pörfekt í Rúmfó í fyrra, en var of lengi að hugsa og missti af henni.  Kannski kemur hún bara aftur í vor – krossa fingur.

33-2015-03-03-171240

Rúmið er svo komið á vegginn undir “tréhillunni”, og kemur það bara ágætlega út.

17-2015-02-26-162415

Kistillinn úr Rúmfó geymir líka búninga og annað slíkt, auk þess að vera náttborð.

36-2015-03-03-171327

Ég átti vegglímmiða frá því áður en herbergið var málað, sem ég notaði í millitíðinni til þess að líma bara aftan á hurðina og skreyta hana, en tók þá af og límdi á vegginn í ljósgeislann af lampanum.  Svo þar til ég set eitthvað á vegginn.

05-2015-02-26-162121

Ég elska síðan að vera með svona körfur og hirslur sem er þægilegt fyrir krakka að setja dótið í og ganga frá því, en eru samt fallegar.  Snilld!

53-2015-03-03-171944

Er síðan með svona græna körfu í hillunni þar sem hann getur sett allar bækurnar sem eru í gangi og skiptir engu máli hvernig er gengið frá þeim.  Enda eru litlir gaurar ekkert mikið að nenna að raða eftir stærðum eða einhverjum pælingum.

13-2015-02-26-162235

Þessi hér var töluvert flóknari í flutningum.  En ég færði hana nú ein engu síður.  Þurfti bara að tæma úr henni, vera á tánum og setja undir hana og svo ýýýýýta 😉

39-2015-03-03-171458

Þegar þú stendur í hurðinni, þá lýtur þetta svona út.  En ég varð mjög fegin að hún passaði á þessa vegu líka.  Hún stendur sem sé núna þar sem kommóðan var áður.

15-2015-02-26-162340

Hillan er enn í uppáhaldi og tekur heilan helling af dóti og bókum ❤

41-2015-03-03-171507

Bósi stendur undir nafni og er í hellings fíling þarna í hillunni, með sína eigin diskókúlu og sjáið bara mjaðmahnykkina.

42-2015-03-03-171517

Svo fer ég ekki ofan af því að bækur eru eitt fallegasta skrautið í barnaherbergin.

07-2015-02-26-162158

06-2015-02-26-162157

Stilla upp böngsum er líka sætt!

09-2015-02-26-162209

Svo er auðvitað sniðugt að nota hluti eins og skírnarkertin.

12-2015-02-26-162223

Sko bara, ekki lengi verið að týna saman kallana og smádótið þegar hægt er að setja það beint í poka og svo sér Spiderman um að passa allt góssið.

10-2015-02-26-162214

Síðan er það snilld að geta komið svona stórum hlutum fyrir í hillu.

14-2015-02-26-162239

Í glugganum standa síðan tveir vinir.

45-2015-03-03-171628

Í skýjahillunni eru eldgamlar bækur, hjólabókina átti eiginmaðurinn þegar hann var smásnuð.

49-2015-03-03-171724

Gamlar myndir prýða svo efri hilluna.

50-2015-03-03-171731

Lestarstöð er komin á gólfið, en honum finnst þetta ótrúlega skemmtilegt leikfang og setur það reglulega upp sjálfur.

51-2015-03-03-171810

Skiltið sem hún Maggý í Fonts útbjó fyrir mig fær svo að vera fyrir ofan rúmið, ásamt mynd af Waterfall sem litli gaur sníkti út úr afa sínum ❤  Svo er ágætt að geta lesið í Barbapabba eða einhverju skemmtilegu fyrir svefninn og þær bækur fá þá að hvíla þarna til viðbótar.

02-2015-02-26-162051

Litla grúbban breytist stundum.  En litla tásufarið er nú í miklu uppáhaldi og auðvita uglulistaverkið eftir Ellu frænku (sjá hér).

03-2015-02-26-162101

Litla fánalengjan fékkst að mig minni í Söstrene og var keypt og notuð í afmæli, svo var kjörið að veita henni framhaldslíf svona á hreindýrinu sem ég fann í Góða.

04-2015-02-26-162110
Þannig erum við komin heilan hring í herberginu.  Þetta er víst ekki stórt herbergi, en það nýtist nokkuð vel!

16-2015-02-26-162351

Svo verð ég að bæta smá við hérna í lokin.  Eins og þið vitið flest þá misstum við Raffa okkar nýverið ❤  Krakkarnir voru báðir búin að biðja um mynd af honum inn í herbergi til sín og mér fannst það lítið mál að verða við þeirri bón.  Síðan var ég að ráfa um á Facebook og rak augun í auglýsingu frá Art & Text sem vakti athygli mína (sjá hér)

Úr varð svo að þessi hérna flutti inn.

48-2015-03-03-171701

Það sem að þau urðu ánægð að geta kúrt með og sofið á púðanum ❤

29-2015-03-03-170008

Segi ekki alveg að þau geti knúsað Raffa sinn, því ekkert jafnast á við það – en púðinn er dásamlega mjúkur og fallegur, og hægt að þvo hann í vél.

Að sama skapi fékk daman auðvitað svona púða líka.

54-2015-03-03-172604

Þau hjá Art & Text voru síðan svo sæt að bjóða upp á 10% afslátt fyrir ykkur sem viljið fá ykkur svona persónulega púða.  Þið þurfið bara að minnast á síðuna og afsláttinn þegar þið pantið.

Smellið hér til þess að komast á síðu Art&Text

Þið sem hélduð allan þennann póst út – til hamingju – þvílíka maraþonið! ❤

35-2015-03-03-171314

 ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

14 comments for “Hægri snú…

  1. HULDA
    04.03.2015 at 20:35

    Sætt gutta herbergi…….. nær dótið að vera í hillunum …vantar honum ekki alltaf eitthvað úr þeim 🙂 finnst lítið til af rumteppum hér hvar fékkstu ykkar 🙂
    Kkv.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.03.2015 at 20:38

      Hann er reyndar spes með það að hann gengur nánast alltaf frá öllu á sinn stað. Ef eitthvað vantar, þá bara reddar hann sér eða biður um hjálp að sækja. Rúmteppið fékk ég í Köben, en flísteppið í Byko á seinasta ári 🙂

  2. Halla
    04.03.2015 at 20:39

    skemmtilegur póstur og fallegar myndir 🙂

  3. Kristín S
    04.03.2015 at 20:52

    æ Soffía mín – svo flott og fínt og ég sé að þú ert með akkúrat það sem ég er að leita að þessa dagana 😉
    Hvar fékkstu röndóttu pokana í hillunni, eða apapokann ?

    kveðja
    Kristín S

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.03.2015 at 20:54

      Takk fyrir Kristín 🙂

      Þessir röndóttu eru úr Söstrene, fengust fyrir ca 2 árum. En apakrúttið fæst í H&M Home.

      kv.Soffia

      • Kristín S
        04.03.2015 at 21:11

        takk 😉
        held þá áfram að leita hér heima

        kv. Kristín S

  4. Gulla S
    04.03.2015 at 21:10

    Dásamlegur púðinn með Raffa <3 Fín breyting hjá litla manninum 🙂 ahh er góð tilfinning

  5. Margrét Helga
    04.03.2015 at 21:15

    Vá! Æðisleg breyting og yndislegir Raffapúðarnir!

    Risaknús til þín dúllan mín!

  6. Guðríður
    05.03.2015 at 07:44

    OMG! hvað þú ert alltaf með púlsinn á hlutunum. Það er allt svo fallegt og flott sem þú kemur nálægt 🙂

    spurning hvort ég geri díl við þið? Þú kemur í heimsókn til mín, verður í viku, breytir, bætir og hjálpar mér í öllum herbergjum. Í staðin færð þú einkabílstjóra í allar flottu norsku búðirnar. 😀 nille, feel, hm home ofl ofl ofl

    er þetta ekki bara svaka díll?

    það er nauðsynlegt af og til að láta sig dreyma 🙂

  7. Kolbrún
    05.03.2015 at 19:55

    Vá hvað púðinn er sætur með Raffanum ykkar gott að geta kúrt með honum.

  8. Erla
    05.03.2015 at 20:15

    Flott hjá þér. Stjörnuteppið er flott, ætli það sé nokkuð enn til í Byko…
    mig vantar svona alls konar dótakassa/poka eins og þú ert með.
    En Raffapúðin er algjör dásemd, hann ætti nú bara að fara í framleiðslu. Hann var svo fallegur, eitthvað svo mikil ró yfir honum <3

  9. Halldóra
    06.03.2015 at 23:19

    Fínt herbergi. Langar samt að forvitnast hvort tjaldið var sett í pásu?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.03.2015 at 23:31

      Tjaldið er reyndar komið upp núna, það fór í pásu yfir jólin því að jólatréð tók pláss. Svo var lítið pláss fyrir það þegar hann var kominn með stærra rúm en ekki búið að breyta í herberginu. Núna er pláss í herberginu fyrir tjaldið og það var einmitt sett upp í fyrradag 🙂

  10. Hrefna Björg
    10.03.2015 at 10:43

    Æðislegt herbergið hans!

Leave a Reply to Soffia - Skreytum Hús... Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *