Verði ljós…

…og það varð ljós!

Kvöld eitt horfði ég í kringum mig og horfði á alls konar falleg ljós.

Eigum við að horfa saman, og vonandi njóta…

01-2015-02-24-190518

…ég er enn jafn ánægð með greinarnar mínar, eftir öll þessi ár.  Hvað er málið – er ég komin með breytiþreytu 😉

02-2015-02-24-190533

…í glugganum stóðu blinguðu ljósin mín vaktina, með góðri hjálp frá smá kertaljósi…

03-2015-02-24-190611

…enda er ég sannfærð um að kertaljós er einfaldasta leiðin til þess að gera hvaða rými sem er kósý…

04-2015-02-24-185951

…stjakarnir í stofunni stóðu með skreytt kerti – komin með “eyrnalokka” blessuð…

05-2015-02-24-190016

…það er víst nefnilega ekki hægt að hafa of mikið af blingi – eða svo segi ég mér…

06-2015-02-24-190025

…sko, ég sagði ykkur þetta með kertin…

07-2015-02-24-190043

…og auðvitað verður að vera ljóstýra innan í húsum, annars er eins og enginn sé heima…

08-2015-02-24-190201

…og inni í skápum…

09-2015-02-24-190234

…og auðvitað ofan á arninum – sem er reyndar líka upplýstur af Stevie the Tv greinilega…

10-2015-02-24-190319

…ég gat ekki annað en hlegið þegar ég kíkti á þessa mynd af eldhúsborðinu og uppgvötaði að þyrla hafði komið inn til nauðlendingar án þess að ég tæki sérstaklega eftir því…

11-2015-02-24-190359

…og svo flaug hún á braut jafn skjótt…

12-2015-02-24-190437

…þið verðið að afsaka póst um ekkert.

Ég var sko búin að vara við smá andleysi þessa dagana – en í það minnsta, þið fenguð sitt hvað að horfa á á meðan ❤

Á morgun, þá koma myndir úr strákaherberginu!

13-2015-02-24-190525

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

5 comments for “Verði ljós…

  1. Margrét Helga
    03.03.2015 at 08:20

    Breytiþreyta í þér? Neeeeeeeee….efast stórlega um það mín kæra. Sumt er bara fullkomið eins og það er og af hverju þá að breyta því?
    Held svei mér þá að þetta sé flottasti þyrlupallur sem ég hef séð…ætli þetta verði ekki nýjasta trendið hjá ríka fólkinu? Þyrlupallur í borðstofuborðslíki? 😉
    Og það er allt í lagi að vera andlaus…eiginlega bara gott. Ég væri ekki svo viss um að ég væri til í að hafa haus sem væri alltaf uppfullur af hugmyndum og ef fengi engan frið fyrir þeim. O sei sei nei. Gott að fá stundum andlaus augnablik…
    Knús á þig mín kæra, hlakka til að sjá strákaherbergið á morgun! 😀

  2. Inga
    03.03.2015 at 15:24

    Sæl og takk fyrir endalaust frábært blogg

    • Inga
      03.03.2015 at 16:40

      Hvar fékkstu húsið?
      Kv. Inga

      • Soffia - Skreytum Hús...
        03.03.2015 at 21:06

        Það er því miður gamalt úr Europris!

  3. 03.03.2015 at 21:06

    ohh maður fyllist af ró við það að skoða. Elska að fylla húsið að róandi og fallegum ljósum <3

Leave a Reply to Soffia - Skreytum Hús... Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *