Hitt og þetta á föstudegi…

…enda tel ég að það eigi bara ágætlega við.

Hægur og hljóður dagur, vikan liðin og helgin framundan.

Fyrir rúmri viku kúrðu þessir tveir saman og er þetta seinasta kúrumyndin þeirra…

01-2015-02-16-021431

…fékk þennan yndislega kertastjaka sendan frá systrunum dásamlegu, Maríu Kristu og Kötlu, þótti ótrúlega vænt um að það væri hugsað svona til okkar ❤

02-2015-02-20-195409

…þegar erfiðleikar eru, þá er gott að eiga góða að.  Þessi tvö standa þétt (eða liggja) við bakið hvort á öðru…

03-2015-02-22-194737

…við ákváðum svo að baka smá um helgina – svona tilraun til að hressa aðeins…

04-2015-02-22-133959_1

…og þessi nánast alltaf kátur…

05-2015-02-22-133919

…krakkarnir voru sérlega ánægð með svona skrautbollakökur…

06-2015-02-22-145009

…sem þau skreyttu af mikilli vandvirkni og áhuga…

07-2015-02-22-145716

…þannig að úr varð fínasta veisluborð…

08-2015-02-22-154841

…enn haldast límböndin á glösunum…

09-2015-02-22-154853

…og allar kökur er betri skreyttar, ekki satt?

10-2015-02-22-155018

…svo á mánudegi fóru krakkar í skóla og kall til vinnu.

Stóra skálin er orðin full af orkídeum, held að það séu 4-5 pottar þarna ofan í…

11-2015-02-23-150854

…þessi hérna er hálfdapur þessa dagana, svona eins og það hafi dregið úr Storminum…

12-2015-02-23-152314

…síðan er hann í ströngum æfingabúðum til þess að verða ljósmyndafyrirsæta – gengur misvel 😉

13-2015-02-23-152309

…nú ef Stormurinn er ekki að standa sig, þá bara myndar maður heiminn…

14-2015-02-23-152355

…eða eitthvað annað fallegt…

15-2015-02-23-155517

…annars er hann allur að koma til greyjið – þetta lærist kannski að lokum…

16-2015-02-23-155603

…einn eftirmiðdaginn skein svo dásamlega bleik birta inn um alla glugga.  Það var snjór og snjókoma og svo bleikur bjarmi yfir öllu…

22-2015-02-23-183717

Þá varð ég að grípa myndavélina…

18-2015-02-23-183214

…sérstaklega var gaman að sjá bakkana í eldhúsinu, en þeir glóðu alveg…

17-2015-02-23-183019

…þessa bleika snjóbirta og svo ljósabling – ekkert leiðinlegt við það…

19-2015-02-23-183234
…nei sko fallegt ❤

23-2015-02-23-183735

…þessi sér um að halda krúttstöðul heimilisins á hærra plani…

20-2015-02-23-183458

…ég tók líka til í skúffum og frysti og fór með gamalt brauð, tartalettur og einhverjar jólakökur og muldi niður fyrir greyjið fiðurféð…

24-2015-02-24-142323

…en þær eru sérlega svangar og kaldar þessa dagana…

25-2015-02-24-142325

…þannig að endilega reynið að muna að gefa fuglunum, hvort sem þeir eru í garðinum eða á tjörnum…

26-2015-02-24-142632

…enda búa þær ekki svo vel blessaðar að vera inni með kertaljós og kósýheit…

29-2015-02-24-190058

…í næstu viku ætla ég síðan að sýna ykkur spennandi innlit og kynna ykkur næsta SkreytumHúsKvöld, sem verður á mið eða fim í næstu viku…

27-2015-02-24-153843

…síðan datt ég í smá eldhúsbreytingar sem ég ætla að deila með ykkur…

31-2015-02-26-133825

34-2015-02-26-164440

…og sneri öllu við í strákaherberginu…

32-2015-02-26-162101 33-2015-02-26-162234

…þangað til segi ég:
Góða helgi, knúsar og takk enn og aftur fyrir allar fallegu kveðjurnar frá ykkur ❤

30-2015-02-24-190112

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þetta er eitthvað sem ykkur líkar!

6 comments for “Hitt og þetta á föstudegi…

  1. Áslaug
    27.02.2015 at 08:55

    Ég elska að lesa bloggið þitt Soffía. Skoða það á undan dagblöðunum á morgnana, þau eru í harðri samkeppni við þig.

  2. Margrét Helga
    27.02.2015 at 09:36

    Úúúúúúú…hlakka til í næstu viku!

    Yndislegt blogg eins og alltaf mín kæra! Mér finnst Stormurinn bara standa sig vel í nýja hlutverkinu…held að öll ný módel þurfi smá æfingabúðir og aðlögun fyrir nýjan starfsvettvang! Þetta er ekkert smá erfitt starf (held ég)!
    Hrikalega girnilegar kökurnar sem þið bökuðuð og börnin þín eru upprennandi skreytingameistarar 🙂 Og bleika birtan…VÁ! Bara geggjuð! 😀

    Vonandi eigið þið góða helgi dúllurnar mínar! Njótið þess að vera saman og gera eitthvað skemmtilegt…nú eða bara hafa það kósí með kertaljósum og dúlleríi…held að veðrið ætli meira að segja að haga sér almennilega þessa helgina þannig að þetta verður bara snilld 🙂

    Knús í hús! <3

  3. Hulda
    27.02.2015 at 10:50

    Yndisleg Soffía…finnst ég verða lítil stelpa og detta inní ævintýri…..þú ert frábær 🙂 <3

  4. 27.02.2015 at 12:14

    Hlakka til að sjá breytingar í herbergi pjakksins og eldhúsinu. Góða helgi!

  5. Margrét Milla
    27.02.2015 at 12:44

    Góða helgi elskurnar og takk fyrir að vera þú

  6. Gauja
    27.02.2015 at 22:56

    Góða helgi….. það var notalegt að lesa þennan póst

    Hlakka til að sjá breytingarnar í næstu viku og vona að Stormur….. og þið fjölskyldan öll jafnið ykkur á missinum

    *knús*

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *