Tíminn…

…á víst að lækna öll sár.

1-2015-02-15-150645

Eða öllu heldur, með tímanum lærir maður að lifa með hlutunum.
Í augnablikinu er ég t.d að bíða eftir að tíminn líði örlítið hraðar þannig að ég geti t.d. horft á myndir af Raffanum mínum án þess að fá óstjórnlegann augnleka og verki í hjartað.

1-2015-02-19-182606

Sorry, ég er ekki svo mikil dramadrottning – en skrambi er þetta nú sárt.

Þetta er mér líka hugleikið því í póstinum í dag eru myndir sem ég tók af Raffa í seinustu viku við litla DIY-ið í þessum pósti.

Sem er þetta hér – taaaadaaaaaa…

1-2015-02-19-182311
…ég hef eiginlega ekki rétt til þess að kalla þetta DIY, þvi þetta nær því varla…

1-2015-02-23-182951

…um daginn var verið að selja flotta stóra klukku inni á Skreytum Hús sölugrúbbunni.  Ég stakk þá upp á að sniðugt væri að nota hana sem “borðplötu”.  Nokkru síðar var ég í Rúmfó á Korpu og rak þar augun í þessa stóru flottu klukku og mundi eftir minni eigin ráðleggingu 😉

3-2015-02-19-182154

…því fannst mér kjörið að nota borð sem ég átti fyrir hérna heima og setja klukkukrúttið ofan á borðplötuna.

Enn er ég ekki búin að festa hana, því hún situr bara vel á – en ég þurfti að taka klukkuverkið aftan af henni – hins vegar væri sniðugt að festa hana með double-teipi eða bara svona gúmmímottu eins og maður setur undir mottur…

4-2015-02-19-182203

…ég er líka að fíla lappirnar svona hvítar, í það minnsta ennþá…

5-2015-02-19-182224

…og það er bara eitthvað sérstaklega flott við fallegar klukkur…

6-2015-02-19-182244

…hvíti liturinn kemur líka bara vel út við sófann og “talar” við arininn…

1-2015-02-19-184344

…virkar næstum eins og risakertabakki…

7-2015-02-19-182306

…en ansi kemur til með að vanta mikið inn á myndirnar héðan í frá, þegar að elsku kallinn er hættur að elta mig á milli allra herbergja og “sitja/liggja” fyrir…

1-2015-02-19-182515

…dæææææs!  en hvernig fílið þið klukkuborðið?

Náskylt klukkubakkanum (sjá hér), en ágætt engu síður?

2-2015-02-19-182116

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þetta er eitthvað sem ykkur líkar!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “Tíminn…

 1. Hulda
  26.02.2015 at 08:51

  Knús og klukkuborðið æði 🙂

 2. Halla
  26.02.2015 at 08:54

  klukkuborðið er æði!!

 3. Sigurborg
  26.02.2015 at 08:55

  Skil þig mæta vel mín kæra, það að tíminn kennir manni að lifa með sorginni er svo rétt hjá þér. Ég á einn labba sem verður 13 ára í ár, og er orðin ansi slitin greyið. Við fjölskyldan erum farin að undirbúa okkur undir för hennar til fallegra hundaheima, þar sem þeir skoppa um í gleði á grænum grundum 🙂 Njótið mynninganna 🙂

 4. Vaka
  26.02.2015 at 09:57

  Flott borð. Knús á þig, á gaur sem er 12 ára í dag og hann er orðinn vel grár og stirður. Það er svo erfitt að kveðja því þeir eru svo stór partur af fjölskyldunni.
  Kveðja, Vaka.

 5. Ásta Björg
  26.02.2015 at 12:22

  Hugsaðu um góðu stundirnar sem þið áttu saman og hvað hann átti gott líf með ykkur <3

 6. Margrét Helga
  26.02.2015 at 13:22

  Mjög flott borð hjá þér mín kæra 🙂 Góð hugmynd að nota svona klukku sem borðplötu! 🙂

  Skil mjög vel að söknuðurinn sé mikill og sár. Leyfðu þér að syrgja eins lengi og þú þarft, með tímanum verður þetta auðveldara, eins og þú segir. Risaknús til þín elsku Soffía <3

 7. þuríður
  26.02.2015 at 21:45

  Þetta er virkilega flott

 8. Oddný
  26.02.2015 at 23:47

  Æði!
  En er þetta alvöru planta í blómapottinum?
  Væri líka gaman að fá færslu um inniplöntur 🙂 Langar svo í fallega plöntu t.d. bergfléttu eða eitthvað í þeim dúr en er alveg lost í svoleiðis málum :p
  Takk fyrir skemmtilegt blogg!

 9. Anonymous
  27.02.2015 at 01:50

  Gordöss min kære, fannst klukkuborðið æði um leið og ég sá þá (“,)
  Risa knús á brotna hjartað ….enn og aftur <3 <3 <3

 10. Anna Sigga
  27.02.2015 at 20:02

  Þetta borð er klikkað flott !!

  knús á þig …..

Leave a Reply

Your email address will not be published.