Allt í gangi…

…frammi á gangi 🙂  Hver hefur ekki lent i því, á sunnudagskveldi kl 22 að labba fram í forstofu og fá bara alveg nóg af henni.  Tjaaaaa, ég fékk í það minnsta smá kast á forstofunni minni sem leit svona út, hún var svo sem ekkert hræðileg en heldur ekkert jííííhaaa….
…en á mánudagskvöldið þá leit hún svona út 🙂
Breytingin fól í sér að mála litla vegginn, bólstra stólinn, spreyja spegilinn og svo bæsaði ég borðið – svona til að hressa það við.  Þetta er ekkert stórvægileg breyting, og ég vildi ekki kosta neinu til heldur bara nota það sem til var 🙂
Eins mikið og ég get nú spreyjað, þá get ég bara ómögulega spreyjað yfir fallegan við, sérstaklega þegar að um er að ræða erfðagrip eins og þennan stól, sem kemur frá langömmu og langafa mannins míns.
Svo er það líka þannig að hvíttuð húsgögn passa ekkert sérstaklega inn hjá okkur – kannski síðar 😉
Litla borðið var orðið rosalega þreytt, sérstaklega borðplatan..
…en því var reddað með smá viðbæsi
…hér sést munurinn á plötunni, fyrir og eftir að borið var á hana
…viðarbæsið er bara borið á með klút – easy peasy!
…einhver spurði um daginn hvernig eða hvar ég væri að spreyja, en það er t.d. hér – í millirými milli húss og bílskúrs…
…spegillinn eftir spreyjun
Smá tips, við settum tréspýtur á vegginn og hengjum spegilinn á þær.  Þannig verður spegillinn ekki svo “flatur” á veggnum og þá kemur meiri vídd bakvið hann (plús það er svo sætt að skella ljósaseríu fyrir aftan)…
…tveir litlir rammar, keyptir í Megastore, fengu spreymeðferð (Auðar hugmynd 🙂 og eru orðir voða sætir, sérstaklega fyrir 298kr stk…
…myndirnar eru til bráðabirgða, það eiga eftir að koma aðrir myndir í rammana
…en þannig fór þetta sunnudagskveldið
…gangurinn varð aðeins hlýrri, notalegri og meira “plush”, sammála?
…lampaskermurinn er gamall DIY verkefni, meira um það hér!

15 comments for “Allt í gangi…

  1. Anonymous
    01.09.2011 at 09:03

    Rosalega er þetta flott hjá þér, 🙂 ég elska að fylgjast með hvað þú ert dugleg, þegar þú bólstraðir stólinn setur þú yfir gamla efnið ? KV.Berglind

  2. 01.09.2011 at 09:07

    Hæ Berglind, takk fyrir það 🙂 Í þetta sinn setti ég efnið bara yfir gamla efnið. Það voru nefnilega svona naglar í gamla efninu og þar sem þetta var fyrsta tilraun í stólabólstrun þá ákvað ég að fara ekki út í miklar tilfæringar. Svo er þetta í forstofu og ég ákvað að best væri að geta skipt um efni auðveldlega þegar, og ef, blettir koma í 🙂

    kv.

  3. Anonymous
    01.09.2011 at 13:56

    Flott breyting og sérstaklega sniðugt að hún kosti sem minnst.
    Kveðja Guðrún H.

  4. Anonymous
    01.09.2011 at 20:30

    Flott hjá þér 🙂 Kv., Gerður

  5. 01.09.2011 at 20:54

    æðislegar breytingar 🙂

  6. Anonymous
    01.09.2011 at 21:51

    Gjeggjað flott hjá þér 🙂
    Hvaða málningu/lit notar þú á vegginn bak við spegilinn?
    Kv. S

  7. 02.09.2011 at 02:17

    Takk fyrir allar saman – þið eruð æði 🙂

    Málningin erSkreytumHús-liturinn og fæst í Slippfélaginu, það er svona official litur heimilisins!

  8. Anonymous
    02.09.2011 at 13:48

    Hann er mjög flottur – sé einmitt þegar ég skoða síðuna þína að þetta er “liturinn” 😉
    Mig vantar einmitt svona flottan lit á smá vegg hjá mér – er að hugsa um að “stela” honum 😉 Bið ég um eitthvað sérstakt númer þegar ég fer í Húsasmiðjuna?
    Kv. S

  9. 02.09.2011 at 19:42

    Hæ S

    Liturinn er geggjaður, hann er svo passleg blanda af grábrúnu, eftir því hvað maður setur með honum. SkreytumHús-liturinn og fæst í Slippfélaginu 🙂

    Gangi þér vel með þetta!

  10. Anonymous
    03.09.2011 at 01:54

    Hæ!
    Takk fyrir þetta 🙂

  11. Anonymous
    06.09.2011 at 09:18

    Geggjað kósí andyri, þú klikkar aldrei 😉
    Kv. Auður.

  12. Anonymous
    10.09.2011 at 00:18

    Ótrúlega sniðugt 🙂 þyrfti helst að fá þig í heimókn og smá tiltekt 😉
    Fullt af sniðugum hugmyndum og eitthvað sem ég örugglega eftir að fá lánaðar 🙂
    Kveðja,
    Halla

  13. Helga
    18.09.2011 at 16:33

    Hæhæ, hvar keyptiru fugla límmiðan sem sést í speglinum?

    Kv. Helga

  14. 18.09.2011 at 21:56

    Sæl Helga, þessir voru frá Söstrene í Smáralind 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *