að kveðja…

…er alveg hrikalega erfitt og sárt!

minniggg01-2011-05-22-195543

Sér í lagi þegar við kveðjum þá sem við elskum.

minniggg02-2013-06-13-200530

Í dag þurftum við að kveðja elsku Raffann okkar, eftir rúmlega 15 ár saman ❤

minniggg03-2013-06-15-151820

Hann var okkur svo mikið meira en hundur, hann var vinur, hann var félagi og hann var í raun fyrsta “barnið” okkar.

minniggg16-output

Það er nefnilega svo skrítið, að við byrjuðum að búa í júlí ´99 og fengum svo Raffa 1.jan 2000 að þá urðum við fjölskylda.

minniggg04-2014-07-07-162136

Hann var hjá okkur þegar við giftum okkur, þegar við komum heim með dömuna okkar, þegar við keyptum hús, og þegar að við komum heim með Storminn okkar, og svo þegar að litli maðurinn kom í heiminn.

minniggg11-2006-04-16-213451_(IMG_2718)

minniggg05-2014-10-06-170447

Stórum kafla í lífi okkar er því lokið.

minniggg07-2011-12-25-213721

Hann var mjúkur og mildur og svo dásamlega góður.

minniggg06-2004-12-13-205239

Hann hefur verið elskaður frá fyrstu stundu, og verður það áfram.

minniggg08-2009-07-11-211700

Hann lifir í hjörtum og huga okkar að eilífu, nú þarf bara að leyfa tárunum að renna og hjartað byrjar svo að lokum að gróa.

minniggg12-2015-02-11-212904

Takk elsku Raffi minn, takk fyrir allt ❤

minniggg13-Fullscreen capture 30.1.2015 143214

Fyrir vináttu…

minniggg14-Fullscreen capture 20.1.2015 011058

…fyrir ástina…

minniggg15-Starred Photos45

…fyrir að vera endalaust blíður við krakkana, og alla…

minniggg17-2014-10-18-111113

…takk fyrir að vera Raffinn okkar!

Orð geta ekki tjáð hvað ég á eftir að sakna þín mikið ❤

minniggg18-2015-02-20-110344

minniggg1-2015-02-20-110048

Þú gætir einnig haft áhuga á:

39 comments for “að kveðja…

  1. Fjóla Róberts
    20.02.2015 at 17:34

    Falleg kveðja hjá þér Soffía mín, táraðist við að lesa, knús á ykkur öll <3

  2. Berglind Á
    20.02.2015 at 17:40

    æ elskurnar 🙁 það er alltaf svo sorglegt að kveðja dýrin sín, þau eru partur af fjölskyldunni og elskuð sem slík. Raffi var heppinn að vera hundurinn ykkar og hvað þið hugsuðuð vel um hann. Hann var greinilega góður hundur á góðu heimili.
    Knús á ykkur <3

  3. anna sigga
    20.02.2015 at 17:44

    Æi elsku Soffia, ég er með tár í kvarma :/

    KNÚS á ykkur famelíuna, þetta er stórt skarð sem Raffinn skilur eftir :/

    <3 <3

  4. Sigrún
    20.02.2015 at 18:06

    Elsku Soffía , sàrt að missa vin , dýrin eru svo stór partur af fjölskyldunni þau eiga svo mikinn hluta i hjarta okkar , með Stóru KNÚSI hugsa eg til ykkar kæra fjölskylda <3

  5. gauja
    20.02.2015 at 18:14

    Æ hvað Raffi var heppinn með foreldra

    *knús*

  6. Hrafnhildur
    20.02.2015 at 18:22
    • hrafnhildur
      20.02.2015 at 20:55

      Æ þetta er alltaf sárt sendi samúðarkveðjur <3

  7. Margrét Milla
    20.02.2015 at 18:23

    Kæra Soffía, ég er búin að kvíða þessum degi með ykkur þrátt fyrir að hafa ekkert þekkt Raffa í persónu, en hann hefur bara verið svo stór partur af Skreytum hús að manni fannst maður þekkja hann og það sást laaangar leiðir hvaða hund hann hafði að geyma, þessi dásamlegu yfirveguðu og traustu augu. Maður á eftir að sakna hans á bloggmyndunum þínum.
    Knúsist og grátið og ef það er eitthvað sem ég get gert, reddað tissjú eða komið með köku þá bara veistu hvar mig er að finna.
    Raffi var jafn heppinn með ykkur og þið með hann.

  8. Lilja
    20.02.2015 at 18:36

    Innilegar samúðarkveðjur.

  9. Gróa
    20.02.2015 at 18:44

    Innilegar samúðarkveðjur. Ég fékk kökk í hálsinn – það var svo greinilega gagnkvæm ást milli ykkar. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með í þessum fallega en sorglega pósti.

  10. Magga Einarsdóttir
    20.02.2015 at 19:45

    Samúðarkveðjur til ykkar <3
    Það er alltaf erfitt að sjá á eftir þeim sem maður elskar.

  11. Steinunn
    20.02.2015 at 19:49

    Innilegar samúðarkveðjur, græt með ykkur.

  12. Sigrún
    20.02.2015 at 19:51

    Innilegar samúðarkveðjur <3

  13. Agata
    20.02.2015 at 20:01

    Knús á ykkur. Ekkert smá yndislegur og já finnst líka eins og ég þekkji hann eftir að hafa fylgst með þessari síðu í nokkur ár.

  14. Gunnhildur
    20.02.2015 at 20:05

    Kæra fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur. Þið eigið margar fallegar myndir af blessuðum kallinum sem ylja. Á eftir að sakna hans af blogginu

  15. Svandís J
    20.02.2015 at 20:16

    Alveg ofboðslega falleg lesning elsku Soffía.
    Hugsa hlýtt til ykkar og vil þakka þér fyrir að hafa leyft okkur að fylgjast með þessum ljúflingi í gegnum síðuna þína. Hef haft yndi af að sjá myndir af honum og lesa það sem þú hefur skrifað um hann. Það er án efa sáttur Raffi sem kvaddi ykkur í dag, sáttur við þá ást, gleði og hlýju sem þið öllsömul hafið veitt honum á sinni ævi. Þú hefur komið því sérlega vel til skila í gegnum tíðina hversu stóran sess hann á í hjarta þínu. Og þar verður hann alltaf.
    Stórt og gott knús til þín <3
    kv. Svandís

  16. Margrét Aradóttir
    20.02.2015 at 20:22

    Samhryggist ykkur innilega.

  17. Anna Steinunn Jónsdóttir
    20.02.2015 at 20:48

    Elsku facebook vinkona. Þú og fjölskyldan eigið alla mína samúð.
    Ég hef þurft að kveðja svona skilyrðislega ást og sjaldan grátið eins mikið. Yndislega falleg kveðjan þín.
    Las hana með tárin í augunum og fann svo til með þér.
    Sendi þér hlýtt faðmlag ❤️

  18. Margrét
    20.02.2015 at 21:16

    Samhryggist ykkur svo innilega <3

  19. Jenný
    20.02.2015 at 21:19

    Elsku Soffía, mína innilegustu samúð. Sit hér með tárin rennandi niður kinnarnar eftir lesturinn, það er sárt að kveðja ástvini sína.

  20. Hildur
    20.02.2015 at 21:57

    Innilegar samúðarkveðjur til ykkar <3 Það sást á myndum af þessu gæðablóði hvaða sál hann hafði að geyma <3 Hugsið vel um hvort annað og verið dugleg að tala um hann og allar stundirnar sem þið áttuð með honum,það huggar í sorginni <3

  21. Sigríður Ingunn
    20.02.2015 at 21:58

    Nú fór ég að gráta og knúsaði hundinn minn alveg sérlega fast. Samúðarkveðjur

  22. Gerður
    20.02.2015 at 22:07

    Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra ❤️

  23. Guðrún
    20.02.2015 at 22:09

    Samúðarkveðjur Dossa… já dýrin eru okkur dýrmæt þekki það af eigin raun.
    Huggaðu þig við hvað hann fékk gott heimili og fjölskyldu og vel var hugsað um hann og hann endurgalt það með ástúð og kærleika.
    Betra að leyfa þeim sem við elskum að fara,,, kvalin dýr/fólk er aldrei gott.

    Hugsið til hans og kveikjið á kertum við myndir af honum og já leyfa ykkur að gráta það er alltaf betra 🙂
    Á eftir að sakna þess að fá að fylgjast með honum, þó úr fjarlægð sé….

  24. Ása
    20.02.2015 at 22:09

    Innilegar samúðarkveðjur ❤
    knús til ykkar.

  25. Alexandra Guðjónsdóttir
    20.02.2015 at 23:23

    Innilegar samúðarkveðjur ♡

  26. Margrét Helga
    21.02.2015 at 09:58

    Úff….yndislega fallegur póstur um ómetanlegan vin. Fékk alveg tár í augun að lesa þetta, get ekki ímyndað mér hvað þetta er erfitt. Sammála Hildi hér að ofan, njótið minninganna og verið dugleg að tala um hann og hlæja og gráta saman. Risaknús til ykkar, sendi ykkur allar mínar bestu hugsanir <3

  27. Hulda
    21.02.2015 at 10:42

    Samúðarkveðja til ykkar alltaf erfitt <3

  28. María
    21.02.2015 at 12:49

    Æi tárin renna bara niður kinnarnar 🙁

    Samúðarkveðjur til ykkar. Raffi hefur verið heppinn með fjölskyldu <3

  29. Rannveig Ása
    21.02.2015 at 13:21

    Sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það er stórt skarð hoggið í hópinn ykkar, en þið eigið svo sannarlega góða minningar um alveg einstakan hund .. það sér maður bara á öllum þessu fallegu myndum sem hafa glatt okkur í gegnum tíðina. Risa knús frá mér.

  30. Berglind Kristinsdóttir
    21.02.2015 at 14:27

    úff nú láku tárin, ég á sjálf tvo labrador hunda og get ekki ímyndað mér sorgina sem fylgir því að þurfa að kveðja þessa dásamlegu vini en Raffi var heppin með ykkur og þið hann, góðar minningar munu ávallt eiga sér stað í hjarta ykkar en ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur

  31. Erla
    21.02.2015 at 19:36

    Sorglegur en samt svo fallegur póstur hjá þér <3 Ég fékk kökk í hálsinn og tárin brutust fram við lesturinn. Yndislegur vinur eftir myndunum að dæma, blíður og góður. Og elskaður af ykkur öllum <3
    Ég á sjálf 4ra ára Golden Retriever sem fær extra knús núna.
    Innilegar samúðarkveðjur til þín og þinna <3

  32. Bjargey
    21.02.2015 at 22:40

    Knús til ykkar allra. Hann var yndislegur í alla staði. Fallegur póstur hjá þér 🙂

  33. Sigrún Alda
    21.02.2015 at 23:02

    Innilegar samúðarkveðjur, fæ bara tár í augun. Finnst eins og að ég þekki hann í gegnum bloggið þitt.

  34. Anonymous
    22.02.2015 at 00:03

    <3 <3 <3 : (

  35. maggymyrd@hotmail.com
    22.02.2015 at 10:07

    Elsku Soffía manni hlýjar um hjartans rætur að lesa það sem þú skrifar, Raffi hefur verið einstakur vinur og verður alltaf, sendi ykkur mína dýpstu samúð, stórt knús M

  36. Kolbrún
    25.02.2015 at 07:54

    Innilegar samúðarkveðjur.

  37. Ingibjörg Thomsen
    26.02.2015 at 21:57

    Dásamlegar myndir af fjölskyldunni, fullar af fallegum minningum <3
    Innilegar samúðarkveðjur elsku Soffía og fjölskylda <3

  38. Elsa Soffia
    26.08.2016 at 11:29

    Falleg kveðja til Raffa ykkar ❤️

Leave a Reply to maggymyrd@hotmail.com Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *