Hvað er hvaðan – afmæli…

…er póstur sem ég hef oftast gert í kjölfarið á afmælispóstunum.

Nema hvað að oftast nær hefur hann birst mjög fljótlega á eftir afmælispóstum, en núna – þá hefur hann tekið mig rúma viku í sníðum.

Best að reyna að rumpa þessu af, og ekki ætti það nú að vera flókið.

Það er nánast allt frá sama staðnum, ég datt inn í Rúmfó á Korputorgi og þetta reyndist vera svona “one stop shop” – ein búð og málið er búið.  Eða svo gott sem…

minniggg01-2015-02-12-165125

…og eins og sést á myndunum var þetta dásemdar bjútífúlt góss…

minniggg02-2015-02-12-165127

…og bland í poka, litalega séð…

minniggg03-2015-02-12-165132

…blár og bleikur, gulur og rauður – næstum bara sumar og gleði…

minniggg04-2015-02-12-165133

…til að mynda fékk ég mér þetta form til þess að gera fondant köku, en endaði svo með því að gera enga köku…

minniggg05-2015-02-12-165437

…fannst svo sniðugt að hægt væri að setja litla hlutann innan í og því væri hægt að setja nammi eða eitthvað þar innan í…

minniggg06-2015-02-12-165451

…svo voru alls konar flott bollakökuform og skrautpinnar með – en aftur, því miður ekki notað því að mamma mín elskulega sá nánast um allar veitingar…

minniggg17-2015-02-14-125027

….en við nýttum þetta þó til þess að gera fínar bollakökur núna um helgina…

minniggg18-2015-02-14-125028

…ljósarósaserían kom líka frá Rúmfó, og er þetta led-sería sem er með einu batterý-i.  Þetta var líka til í rauðu og hvítu og jafnvel fleirum litum, en ég fór í þann bleika…

minniggg07-2015-02-13-230550

…þessi fannst mér ótrúlega sæt og skemmtileg.  Kostuðu eitthvað rúmlega 300kr pakkinn með þremur og kjörið að setja sprittkerti í þetta þegar að þessi klárast.  Skemmtilegt skraut til þess að setja á t.d. fermingarborðin líka…

minniggg16-2015-02-14-125013

…dúkurinn er plast/gúmmídúkur eins og fæst svo mikið af í Rúmfó.  Nema hvað að mér datt líka í hug að skemmtilegt væri að kaupa svona og skera niður í renninga, það gæti komið mjög fallega út á fermingarborðum…

minniggg24-2015-02-15-143700

…svo er það teipið – dásemdar snilldarteipið…

minniggg08-2015-02-13-232615

…þetta er ekki hið svokallaða Washi-tape.  Heldur er þetta svona plastlímband, bara svipað og venjulegt límband…

minniggg29-2015-02-16-140340

…litirnir eru sérlega fallegir og tóna vel saman…

minniggg30-2015-02-16-140345

…og ég var sérlega svag fyrir þessum myntugrænu með hjörtunum og doppunum…

minniggg31-2015-02-16-140351

…snilldin við að teipa þessu á glösin er að þú getur meira að segja sett þau í uppþvottavélina með teipinu á.  Ég er með glös sem eru enn með teipi frá því í strákaafmælinu fyrir tveimur árum síðan…

minniggg09-2015-02-13-233903

…rörin koma frá sama stað, og síðan límdi ég einfaldlega utan um þau og klippti upp í.  Þannig bjó ég til þessa krúttaralegu fána sem að síðan stóðu keikir í glösunum…

minniggg10-2015-02-14-000123

…enn og aftur – svo einföld leið til þess að koma með fallega liti og búa til skemmtilega stemmingu…

minniggg11-2015-02-14-000118

…ekki annars sammála?

minniggg14-2015-02-14-124251

…og svo aftur – þetta gæti nýst vel í fermingar eða aðrar veislur…

minniggg15-2015-02-14-124258

…kertin voru líka í nokkrum litum og svo bara tónaði þetta allt saman…

minniggg19-2015-02-16-160159

…svo ég tali nú ekki um þegar að M&M-ið var með, svona í baksýn…

minniggg20-2015-02-16-160206

…þessir skemmtilega gamaldags bakkar fengust síðan í Ilvu, núna um daginn, og kostuðu bara um 695kr stk.  Ekki var það nú mikið, og mér fannst þetta vera ekta til þess að eiga fram í sumarið og svoleiðis.  Sé að þeir eru enn til hérna (smella)

41-2015-02-15-143714

…allar kúlurnar og fánalengjan er líka úr Rúmfó…

10-2015-02-17-153812

…voru til margir litir í kúlunum…

11-2015-02-16-160019

…og fánalengjan, sem var um 10m, var klippt niður þannig að hún passaði yfir borðið og í eldhúsgluggann…

03-2015-02-17-153644

…fánalengjan kostaði eitthvað rétt um 300 kr…

04-2015-02-17-153653

…svo sést hérna allt komið saman, ásamt hjörtum sem afmælisbarnið bjó til sjálf…

15-2015-02-16-160047

…og það gerði mjög skemmtilega stemmingu að hafa fánalengjuna líka yfir eldhúsbekknum…

05-2015-02-17-153704

…og blómin, elsku blómin, þau gera alltaf hátíðlega stemmingu…

07-2015-02-17-153726

…síðan voru það kertastjakarnir tveir – þessir “norsku”, ef svo má segja…

08-2015-02-17-153800

…það mætti segja að ég hefi verið undir áhrifum frá norsku grúbbunum – sem eru allar í silfri og glamúr – þegar ég fékk mér þessa (líka úr Rúmfó audda).

Alls ekki eitthvað sem að þurfti að kaupa inn fyrir afmælið – en fellur hins vegar undir bráðnauðsynlegann óþarfa og því kjörið að koma þessu heim í bú…

09-2015-02-17-153808

…þar með held ég að flest allt sé upptalið…

12-2015-02-16-160029

…í stuttu máli – allt úr Rúmfó, nema bakkarnir (Ilva) og leirtauið (Ikea)…

18-2015-02-16-160149

…og persónulega nota ég alltaf bara venjuleg glerglös og skreyti þau fyrir afmælin, frekar en að kaupa pappaglösin…

19-2015-02-16-160154

…og svo er líka gaman að sjá þau í mismunandi útfærslum…

25-2015-02-16-160230

…ofsalega hátíðlegir svona fimmarmastjakar, ekki satt?

28-2015-02-16-182816

…og hátíðlegra þegar maður átti fallegu afskornu blómin!

26-2015-02-16-182629

…og enn og aftur takk fyrir allar fallegu kveðjurnar og hlýju hugsanirnar ❤

27-2015-02-16-182649

P.s. er öllum spurningum svarað varðandi afmælið eða?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Hvað er hvaðan – afmæli…

 1. Margrét Helga
  25.02.2015 at 08:17

  Enn og aftur…þú ert algjör snillingur að sjá út svona hluti, hvernig þeir koma fallega út 🙂 Æðislegt afmælisborð og skreytingar! Gaman að þið gátuð átt kósí stund saman um helgina í bollakökubakstri- og áti 😉

  Spái því að þessir bakkar verði ekki til í Ilvu mikið lengur 😉

  Knús í hús, mín kæra! Njóttu óveðursins með kertaljósum og almennum kósíheitum!

 2. Rannveig Ása
  25.02.2015 at 12:49

  Algjör dásemd, eins og allt sem frá þér kemur. Takk fyrir að deila 🙂

 3. 25.02.2015 at 21:15

  Gasalega fallegt eins og öll afmælin, já og bara allt, sem þú hefur deilt með okkur! Mikið sem ég hlakka til að fá að gera falleg afmæli eins og yndislega stelpan þín bað um í stað Hello Kitty – þó við gerum að sjálfsögðu bara gott úr því 🙂

 4. Hrefna Björg
  26.02.2015 at 10:57

  Dásamlega fallegt!

 5. Perla Kristins
  27.02.2015 at 13:08

  Vá hvað þetta er æðislega flott og eins og vanalega er allt svo skemmtilega orðað hjá þér mér 😉 Ég losnaði við smá af þessu vetrarþunglyndi bara við að skoða þessar litríku myndir!

Leave a Reply

Your email address will not be published.