The Block…

… eru búin að vera að horfa á áströlsku þættina The Block, sem voru einhvern tímann líka sýndir hérna heima sem Hæðin.  Þetta er samt nýjasta serían, sem sýnd var þarna úti í sumar.  Langar að sýna ykkur nokkrar af uppáhalds herbergjunum og hugmyndunum  sem að ég sá í þessari þáttaröð…
Katrina and Amy
Þetta eru systur sem sáu um að útbúa þetta hús.  Herbergið sem að ég er hrifnust af er eldhúsið/stofan.
…eldhúsinnréttingin er mér svo sem ekki alveg að skapi, mér finnst hún vera svoldið köld svona glansandi svört og hvít. En þær bæta það upp svo um munar með hlýleika og fallegum húsgögnum og fylgihlutum.
Sófinn er æðislegur en uppáhaldshluturinn minn eru ljósakrónurnar.
Þær eru geggjaðar!
Takið eftir borðinu, en þetta er svona stillansaborð á hjólum – geggjað 🙂
Polly and Waz…
Þau bjuggu til hillurnar í kringum rúmið og það algerlega gerir herbergið.
Eina er að ég myndi ekki nenna að þurfa að þurrka svona mikið af inni í svefnherbergi 🙂
Geggjaður líka stólinn!
Josh and Jenna
Þau voru með allt svona semi-mínimalískt, módern vintage og svoldið norrænt í bland.
Flókin útskýring 🙂
Geggjað ljósið, það var svo stórt og sennilegast hægt að snúa því við og nota sem heitapott fyrir fjóra fullorðna.

Þau voru með geggjað baðherbergi, settu bæði sturtu og baðker fyrir innan glervegg og gerðu það sem var kallað wet room.  Ótrúlega sniðug og óvenjuleg laun 🙂
Aukaherbergið, flottar náttborðs-töskur, og elska kortið 🙂
Þetta var stofan þeirra, þau fengu lélega dóma fyrir hana og gjörbreyttu henni,
sjá mynd fyrir neðan….
Ótrúlegur munur, veggurinn minnkaði herbergið svo mikið – sem og mottan.
Stofan er mun meira í stíl við restina af húsinu hjá þeim núna og mikið fallegi 🙂
Geggjað eldhúsið..
…það gæti mjög auðveldlega virkað kalt, en þar sem að það er svo mikill hlýleiki í viðnum á gólfinu og á gluggaveggnum, að eldhúsið virkar hlýlegt og notalegt.
Flott að sjá viðarskápana í kringum gluggann, þeir hverfa einhvern veginn og eldhúsið virkar stærra…
Sniðugt að fela innbyggða viftu í efri skápunum….
…úúú fansí – spegill framan á eyjunni – og ég er svoldið skotin í stólunum 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “The Block…

 1. 13.09.2011 at 09:50

  gaman að þessu. Mikið væri ég nú til í að geta fylgst með þessum þáttum, held það sé ekkert leiðinlegt!

 2. Anonymous
  13.09.2011 at 11:03

  Það er hægt að horfa á þá alla hér: http://eztvstream.com/category/the-block

  Algjörir snilldarþættir! 🙂

  – Eyrún

 3. 13.09.2011 at 11:47

  Vá! Geggjuð neðsta íbúðin!

 4. 14.09.2011 at 10:39

  Takk fyrir þetta Eyrún 🙂

 5. Anonymous
  15.09.2011 at 11:44

  Slurp svo flott 😉
  Kv. Auður.

Leave a Reply

Your email address will not be published.