Two become one….

..ok, hverjir hugsa um eldgamalt SpiceGirls lag þegar að þið lesið fyrirsögnina?  Bara ég?  Ok þá 🙂
Alla veganna, einu sinni var gamall tré kertastjaki…
sem að hitti fyrir gamla tréskál…
…þau ákváðu að þau áttu bara vel saman
…síðan var brjáluð kona sem að hafði aldrei hitt spreybrúsa sem að henni líkaði ekki við,
sem að fann svoltið mikið skemmtilegt sprey í Múrbúðinni.
Hammerlack, en það er með svona hamraðri áferð og er svona brúngráttgylltsilfureitthvað á litinn.
og síðan….
…hér sést áferðin aðeins betur
…og á hlið
Einhvern tímann kippti ég þessu bleika greyji með í Góða Hirðinum,
…ég er sennilega búin að spreyja hann 5 sinnum.
Hvítur var of hvítur,
og spreyjið varð alltaf eitthvað ljótt á honum.
En með nýja úber hamarspreyjinu mínu…
…þeim kemur svo vel saman núna þessum elskum
…kertastjakarnir með blúndudúkunum eru eins og marensterta í þessu 🙂
…gaman til að byrja með, og síðan má alltaf spreyja þá í öðrum lit síðar…
Notaðist við:
 • Kertastjaka
 • Skál
 • Skál á fæti
 • Hamarsprey
 • Trélím

Þú gætir einnig haft áhuga á:

11 comments for “Two become one….

 1. Anonymous
  21.09.2011 at 11:43

  En ægilega huggulegt og lekkert! Þetta sprey kemur ekkert lítið vel út 🙂

  kv. Sigurlaug

 2. 21.09.2011 at 12:23

  Fallegt hjá þér einsog allt sem þú gerir Soffía mín! 🙂 knús úr Mosó

 3. Anonymous
  21.09.2011 at 13:02

  Jiii hvað þetta sprey er flott, og mega sniðugt að að setja skál og kertatjaka saman. og Spreyið er aðvitað geðveikt!

  -Valdís

 4. Anonymous
  21.09.2011 at 13:14

  djössins sniillinguuuuurrr! 🙂

  Kveðja Berglind bleika.

 5. Anonymous
  21.09.2011 at 16:36

  Like 🙂
  Kv. Auður.

 6. Anonymous
  21.09.2011 at 20:30

  Þetta er bara svoooo flott 🙂 en hvar fékkstu þetta klikkaða sprey? Ég skellti mér nefnilega í múrbúðina í dag eftir að ég sá þetta hjá þér (sorry langar líka í;) ) en þeir áttu ekki þetta sprey:( bara eitthvað allt annað merki og reyndar hræódýrt sem er ekki verra 😉

  kv.dísa

 7. 21.09.2011 at 23:47

  Hæ Dísa, klikkaða spreyjið fékkst í Múrbúðinni. En það var ekki á standinum, heldur var það á afgreiðsluborðinu í Málningardeildinni 🙂 Kostaði um 1200kr!

  Takk fyrir öll fallegu kommentin ykkar – þið eruð bara sætar 🙂

 8. 22.09.2011 at 09:12

  þetta er OSOM 🙂

 9. Anonymous
  22.09.2011 at 09:39

  ohh takk 🙂 prófa að kíkja á kallana þar aftur í dag 🙂 er með lampa sem kallar á þetta sprey 😉
  ps. þessi síða er sko bara uppáhaldssíðan mín 🙂

  kv dísa

 10. 22.09.2011 at 22:04

  vá hvað þetta er glæsilegt hjá þér ég er algjörlega húkt á svona fötum á fæti

 11. Anonymous
  22.09.2011 at 23:50

  Snillingur ertu sæta mín
  kv
  Vala Sig

Leave a Reply

Your email address will not be published.