Ég er að fíl´etta….

…hohoho, hver kann ekki að meta smá orðagrín!
Þegar að ég var í daginn í GH (já, ok – þetta gæti verið orðið vandamál – ætli það sé til einhver stuðningshópur fyrir GH-fíkla), þá fann ég þennan lampa!
Upp með hendur – allir sem elska hann strax!
Enginn??
Allir??
Nú jæja, best að útskýra pælinguna á bakvið þetta allt.  Sjáið til að inn í stelpuherbergi er endalaust hægt að dúllast.  En að finna lampa sem að ganga í gauraherbergi er öllu erfiðara.
Eða það finnst mér mér alla veganna.  En þessi er með fíl á, svona nettur frumskógarFÍLingur!
Ég var með þennan lampa inni í herbergi hjá litla manninum, fannst sérstaklega skermurinn æði.
En lampinn fannst mér alltaf aðeins of lítill fyrir herbergið.
En núna….
Það getur vel verið að þið séuð ekki sammála mér, en ég er aaaaaalveg að elska þennan lampa inn í herbergið.  Síðan sé ég hann alveg fyrir mér inni í herbergi hjá litlum 3ja ára gaur, 7ára og svo framvegis.
Ég var svo heppin að finna alveg litinn sem ég var búin að hugsa mér í Verkfæralagerinum.
..hann er nr 1515 og sagður vera Dark Blue, en mér finnst hann vera meira út í smá grænbláan (teal blue)
…hér sést hann í meiri birtu
…skermurinn er frá IKEA og heitir LÖBBO, og ég barasta sá hann fyrir mér á lampanum um leið og ég leit lampann augum.  Hann er úr plasti og svona  (l)obbó modern….. 😉
Sjáið hvað hann passar vel inn, svona alveg í réttum hlutföllum…..aaaaaaaaaa 🙂
…boðskapurinní þessum pósti er því: þegar þið sjáið lampa sem er kannski ekki alveg fullkomin, reynið að sjá hann í nýju ljósi….bwahahaha (þetta bara skrifar sig sjálft 😉
…ég er í það minnsta happy með nýjasta lampann á heimilinu –
en það er spurning hvort að ég þurfi líka einhvern stuðningshóp fyrir lampafíkla?

5 comments for “Ég er að fíl´etta….

  1. 26.09.2011 at 08:28

    brilljant! Mér finnst þetta svaka flott…

  2. Anonymous
    26.09.2011 at 10:04

    Þvílíkt flott hjá þér!

    Kv.Hjördís

  3. Anonymous
    26.09.2011 at 12:44

    Rosa flott. Auðvitað á maður að nota svona gamla lampa og flikka upp á þá. Gera þá spes. 🙂

    kv.
    Kristín

  4. Anonymous
    26.09.2011 at 13:52

    æðislegur 🙂

    Margrét

  5. 26.09.2011 at 14:53

    hann er æðislegur

Leave a Reply to Kristín Hrund Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *