Vanaföst?

…því eins mikið og ég elska að breyta þá er sumir hlutir sem ég er svo ánægð með – að ég er ekki með neina löngun í að breyta þeim neitt….meira!

Eins og t.d. hliðarborðið mitt góða (sem reyndar fékk málningaryfirferð hér – kíkka á) og ég elska eiginlega bara að hafa málverkið hans pabba fyrir ofan borðið.  Það kemur einhver svona ró yfir mig, þegar þessir tveir hlutir eru saman…

minniggg07-2015-02-15-150151

…og ekki bara ró yfir mig, heldur aðra fjölskyldumeðlimi líka ♥

minniggg01-2015-02-16-140214

…enda geta gamlir menn verið þreyttir svona á miðjum degi…

minniggg03-2015-02-16-140244

…afskorin blóm gera líka alla degi örlítið betri, það er bara þannig…

minniggg04-2015-02-16-140319

…en yfir að borðinu aftur og hvað ég setti á það.

Ég fékk þessa lukt um daginn í Rúmfó, og hún var á eitthvað um 1800kr.  Ég setti síðan mynd af krökkunum innan í hana og ljósaseríu fyrir framan….

minniggg05-2015-02-15-150141

…ljósmyndir er eitthvað sem ég nýt þess að stilla upp með – og er með vissa ramma sem ég færi á milli rýma eftir hentugleika.  Síðan eru það gömlu lóðinn af viktinni hans afa, sem var bakarameistari og notaði þetta til mælinga hérna í denn…

minniggg06-2015-02-15-150143

…hnötturinn er líka svo fallegur á litinn og gefur manni smá vorfíling – svona í miðjum bylnum…

minniggg08-2015-02-15-150159

…hnöttur og hestur, og bækur sem “ramma” inn…

minniggg09-2015-02-15-150204

…en ég er ótrúlega ánægð með ljósmyndina í luktinni, finnst það koma skemmtilega út.  Alltaf gaman að fá nýjar leiðir til þess að stilla upp myndum.  Litli sprittkertastjakinn er líka fallegur…

minniggg10-2015-02-15-150135

…sést betur á þessari mynd – en það er svona gömul ljósmynd framan á henni…

minniggg11-2015-02-13-203424

…annars vona ég bara að þið eigið góðan dag!

Ég ætla að njóta þess að knúsa þennan hér, og Storminn sem festist ekki eins auðveldlega á filmu ♥

minniggg02-2015-02-16-140216

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Vanaföst?

  1. Margrét Helga
    17.02.2015 at 08:26

    Frábær hugmynd að setja myndina inn í luktina! Kemur rosalega vel út 🙂 Og litla luktin æðisleg! Rosalega flott myndin á henni. Og ég gæti náttúrulega talið upp allt sem þú nefndir í póstinum, hvað það er flott, en ætla að láta nægja að nefna hvað mér finnst málverkið eftir hann pabba þinn rosalega flott! Hef verið skotin í því frá því ég fór fyrst að fylgjast með blogginu þínu! 🙂

    Njóttu dagsins með þessum tveimur yndislegu vinum þínum 🙂 Held að það sé að koma meir og meir í ljós að Stormurinn þinn og Garpurinn hans bróður míns séu eitthvað skyldir…ætlaði að taka mynd af Garpi um daginn og senda þér en þær voru ýmist rosalega hreyfðar eða þá að hann var bara hálfur á myndinni…og þá yfirleitt afturhlutinn 😀 Yndisleg dýr!

Leave a Reply to Margrét Helga Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *