Túlípanar…

…og önnur afskorin blóm eru svo dásamlega falleg.

01-2015-02-07-115151

 Það eina sem er hægt að setja út á við þau, er að líftími þeirra er ekki langur.

02-2015-02-07-115159

En hins vegar er það kannski ágætis lexía í sjálfu sér.  Það er víst þannig í lífinu með svo margt, að að lokum þá rennur það okkur úr greipum.

03-2015-02-07-115202

Ég tel að á margan hátt þá sé hægt að líta á afskorin blóm sem ákveðna upplifun, dásamlega falleg og gefa af sér, og reyna bara að muna að njóta þeirra á öllum stigum.  Alveg þar til blöðin fara að falla af þeim…

04-2015-02-07-115207

…þau eru yndisleg nýkomin í vasana…

11-2015-02-07-120055

…en endilega munið að túlípanar drekka ótæpilega mikið af vatni, og drekka gjarna yfir sig.  Þess vegna á bara að setja 2-3 cm af vatni og bæta frekar á þá…

13-2015-02-07-143801

…en þeir fallegir…

18-2015-02-07-154301

…og alls ekki síðri þegar þeir fara af stað og opna sig…

24-2015-02-08-154257

…og það er eitthvað dásamlegt við blóm í könnum, ekki spyrja mig hvað – það bara er svoleiðis…

28-2015-02-08-154528

…þessir föööölbleiku túllar eru líka einstaklega fallegir.  Liturinn er svo ljós að þeir eru næstum gagnsæir…

27-2015-02-08-154357

…löberinn er gamalt DIY, ef svo má að orði komast.  Efni úr Ikea sem var bara faldað…

29-2015-02-08-154536

…❤…

34-2015-02-08-154753

…svo þegar líður á vikuna verða túllarnir sífellt “villtari” og teygja sig og sveigja í allar áttir…

35-2015-02-10-155556

…lengjast stöðugt þessar elskur…

36-2015-02-10-155609

…sko, náðu næstum að skella kossi á myndina…

37-2015-02-10-155622

…ég tók þá síðan og skar aðeins neðan af þeim…

39-2015-02-10-222036

…því þeir voru farnir að kyssa borðplötuna, sem mér fannst kannski fullmikið af því góða…

42-2015-02-10-222237

…síðan í gær þá kláruðu þeir sig…

44-2015-02-12-164304

…og fínlegu og fallegu krónublöðin lágu á borðinu.

Ef að komið var við blómin, þá féllu síðan seinustu blöðin af.

45-2015-02-12-164313

En fallegir voru þeir á meðan á því stóð – síbreytileg og viðkvæm fegurð – svoleiðis eru afskorin blóm ❤

1-Starred Photos43-001

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Túlípanar…

 1. Margrét Helga
  13.02.2015 at 10:27

  Fallegur póstur….mér finnast túlípanar einmitt svo fallegir. Þarf að gera meira af því að versla mér eitt og eitt búnt af þeim af og til 🙂

  Takk fyrir notalegan föstudagspóst 🙂 Góða helgi mín kæra!

 2. Hulda
  13.02.2015 at 11:23

  Frábær póstur að vanda og ekki síðara umræðuefnið ….þessar elskur eru einmitt svo sjálfstæðir 🙂 og fallegir..

  Kkv.
  HuldaÞ.

 3. Greta
  13.02.2015 at 13:57

  Ég elska að gleðja sjálfa mig með túlípönum eða rósabúnti á föstudegi. Lífgar svo upp á heimilið 🙂
  Góða helgi!

 4. 13.02.2015 at 15:24

  Notalegur postur. Eg keypti mer appelsinugula i gaer og er endalaust ad dast af theim. Koma lika svo fallega ut i Alvari. Goda Helgi og knus

 5. Margrét
  13.02.2015 at 22:00

  Alltaf á að setja túlípana í ískallt vatn og helst ekki skera af þeim í byrjun (kemur of mikið slím) – rósir eiga að fara í vel volgt vatn og það á hins vegar að skera af þeim strax í byrjun.
  Reglan er að blóm með hörðum stönglum eiga að fara í volgt/heitt vatn en mjúkir stönglar í kalt. Ef maður vill að blóm lifi lengi þá er gott að pakka þeim þétt í dagblað og geyma í grænmetisskúffunni í ísskápnum yfir nótt eða á öðrum köldum stað. Þannig endast þau enn lengur. Ég reyni að láta blóm lifa sem lengst og sker endalaust af þeim og enda oft með knúppa í “skot” glösum !!

Leave a Reply

Your email address will not be published.