Stelpuherbergi KK – fyrir og eftir…

…dyggur lesandi síðunnar hafði samband við mig og bað mig um aðstoð við að breyta í herbergi dóttur sinnar.  Ég kíkti í heimsókn til þeirra og við tókum nokkrar fyrir myndir…
  
  
Við fórum yfir herbergið og komumst að því að öllum heitelskuðu tuskudýrunum vantaði heimili, það þyrfti að sortera dótið í box eða öskjur, skrifborðshornið væri að nýtast illa og að kommóðan væri orðin fulllítil fyrir dömufötin 🙂
Ég fór heim og lagði hausinn í bleyti og sendi svo þetta af stað í tölvupósti:
Herbergi dömunnar býður upp á fullt af skemmtilegum lausnum og möguleikum. Ég er alveg sammála að það myndi gera mjög mikið fyrir herbergið hennar að breyta litnum úr svona sterkum bleikum í annan mildari lit. Ég myndi líka mála í það minnsta tvo veggi í þessum lit og mála alveg inn í horn, sem sé ekki skilja eftir hvíta rönd í kringum (ég held að það minnki herbergið – svona sjónrænt séð). Ég sjálf, myndi frekar fara í að mála rúm dömunnar í hvítum lit, frekar en rúmið hjá litla gaur. Ég held að það væri flott að reyna að koma með hvít húsgögn inn til hennar á móti svarta píanóinu og svörtu gardínustönginni. Þannig að með fallegum lit á veggjunum og húsgögnum í hvítum lit þá verður herbergið örugglega stærra og “hreinlegra” fyrir augað.
Síðan myndi ég – og nú kemur sprengjan 🙂 Nota skotið og smíða hillur innan í það. Þá ertu að fá svo stóra og góða geymslu sem að nær alveg frá gólfi upp í loft. Finna fyrst kassa/körfur/box sem að passa vel inn og ákveða hæð hillanna eftir þeim. Ein eða tvær af hillunum, í réttri hæð fyrir hana – verður síðan geymslustaður fyrir bangsana – og auðvitað náttstaður fyrir þá líka 😉 Jafnvel að setja gardínustöng fyrir gatið og setja fallega gardínu sem hægt er að láta falla fyrir ef maður vill fela hillurnar. Það þýðir líka að þegar að hún eldist þá er hægt að breyta hillunum og gera jafnvel skrifborð fyrir hana inni í skotinu. Jafnvel spurning um að mála bakið á hillunum (vegginn) í öðrum lit, t.d. bara hvítann.
1. Hugmynd, grænir veggir, veggfóður innan í skotið, fulgar, kassar og grind
2. Hugmynd – mikið af því sama, en byggðist í kringum bláa veggi
Þau voru hrifnari af bláum veggjum og lagt var af stað í breytingarferlið 🙂
Til að gera langa sögu stutta, þá koma bara eftir myndirnar:
  • Rúmið lakkað hvítt, kom geggjað flott út
  • Nýtt rúmteppi, fengið hjá RL-Vöruhúsi
  • Nýjir púðar, báðir úr Europris
  • Nýjar gardínur, frá Ikea
  • Geggjaðar hillur og skrifborð, sem fullnýta plássið í horninu, sérsmíðaðar af handlagna heimilisföðurinum
  • Box sem geyna gullin, allt sorterað á rétta staði
 
  • Geggjaður spegill frá Ikea
  • Kommóðan frá Ikea, alveg yndisleg – komin efst á óskalistann minn inn í herbergi heimasætunnar minnar
  • Nýr lampi úr Ikea, mætti halda að Ikea hafi sponserað þennan póst
  • Píanóið var fært á bakvið hurðina og sett upp hilla fyrir ofan það
  • Svoldið skemmtileg grúbba, fuglamynd og kassi úr Söstrene.
  • Lítill blár vasi úr Daz Gutes Hirdoz, fuglastytta Blómaval
  • Æðisleg geymslubox og auðvitað einstök ugla, allt frá Söstrene
  • K-ið er frá Tiger
  • Festum nokkur falleg fiðrildi í himnasængina
  • Bangsafjölbýlishilla fengin í Blómaval
  • Geggjaður loðinn púði frá RL
  • Lítið kort sett í ramma, bara sætt!
  • Ljósakrónan og rósettan voru fyrir í herberginu, en ég setti fiðrildi með
  • Geggjaður bangsi sem að herbergiseigandinn bjó til, bara sætastur
  • Yndislegur rammi og auðvitað Ikea lampinn
  • Grúbba á veggnum, og takið eftir páfuglinum sem að situr ofan á hurðinni
  • Páfuglalímmiði frá Söstrene
  • Hækkuðum gardínustöngina og það breytti mjög miklu, herbergið hreinlega stækkaði
og að lokum, sömu sjónarhorn, fyrir og eftir
Finnst ykkur þetta ekki bara gordjöss??
Ég vil sérstaklega þakka þessari yndislegu fjölskyldu fyrir að hleypu brjálaðri skreytikonu inn til sín og taka svona vel í allar mínar hugmyndir 🙂  Þið eruð æði!
Á næstu dögum koma svo frekari póstar með meiri detail-um….

21 comments for “Stelpuherbergi KK – fyrir og eftir…

  1. Anonymous
    17.10.2011 at 08:43

    Vááá þvílíkur munur – þú ert greinilega agljör snillingur (eitthvað sem ég var nú reyndar búin að uppgvöta fyrir lööööngu) 🙂

    Mig langar bara að fá þig til að innrétt herbergi minnar dömu 😉

    En var uglan keypt í Söstrene ? Finnst hún æði 🙂

    Kv. Karítas

  2. Anonymous
    17.10.2011 at 08:50

    Geggjuð breyting og virkilega vel heppnuð og plássið nýtist mun betur. Finnst skrifborðið og plássið þar koma meiriháttar vel út.
    Nú er bara fyrir þig að læra og geta farið að selja þig út, ekki spurning að þetta er þín hilla 🙂

    kveðja
    Kristín S

  3. Anonymous
    17.10.2011 at 09:01

    Vá æðisleg breyting! Þú ert algjör snillingur. Er langt síðan að þú keyptir límmiðana úr Söstrene? Er búin að vera að kíkja eftir límmiðum þar en hef ekki séð neitt;) Þyrfti að fá þig til að breyta einu skvísuherbergi.

    Kv.Hjördís

  4. 17.10.2011 at 09:20

    Frábærlega flottar breytingar og skemmtilegri nýting! Snilldarhugmynd að nota skotið fyrir skrifborð 🙂

    Takk fyrir að deila þessu með okkur,
    Kristín Bjarnad.

  5. 17.10.2011 at 09:28

    vá æðisleg breyting 🙂

  6. Anonymous
    17.10.2011 at 09:28

    Snillingurinn þinn! Á ekki til orð yfir þér og dugnaði þínum 😉 Herbergið er æðislegt! Knús til þín, Anna Rún 😉

  7. Anonymous
    17.10.2011 at 09:34

    HÆ hæ, við erum svo rosalega ánægð með herbergið. Takk æðislega fyrir allan þinn tíma og alla vinnuna þína Soffía. Það liggur við að ég flytji sjálf inn í herberið 🙂 Ég brosi hringinn og allir sem koma í heimsókn eiga ekki til orð yfir muninum. Ég hlakka til að fá þig til mín í næsta make over:-)

    takk takk Edda

  8. 17.10.2011 at 09:43

    þú klikkar ekki frekar en fyrridaginn, þú ert á svo réttri hillu þarna mín elskulega lille skreyti-systir
    luvS

  9. Anonymous
    17.10.2011 at 09:44

    Vá Soffía þetta er rosalega flott. Þú ert snillingur 🙂
    kv. Anna Kristín (Ragga systir)

  10. Anonymous
    17.10.2011 at 10:21

    Þetta er rosalega flott hjá þér og ótrúlegur munur á herberginu. Mun klárlega hafa þessar hugmyndir í huga þegar ég fer í að breyta herberginu hjá dóttur minni.

  11. 17.10.2011 at 10:57

    Ótrúlega flott! VEL gert! 🙂

  12. 17.10.2011 at 11:39

    Æðislega flott! þú ert algjör snillingur 🙂 hver færsla er betri en sú á undan! æði gæði!

  13. 17.10.2011 at 13:39

    Æji takk fyrir allar saman 🙂 Mikið get ég verið kátur montrass í dag!

    Karítas, uglan er úr Söstrene, alveg geggjuð!
    Hjördís, límmiðarnir voru bara að koma núna á laugardag þannig að þú ættir að geta stokkið af stað og nælt þér í núna!

    Edda – knúsar til ykkar 🙂

  14. Anonymous
    17.10.2011 at 14:02

    Algjör snilld.
    Kv. Auður.

  15. 17.10.2011 at 14:03

    rosalega flott breyting hjá þér, þvílíkur munur. gaman að fá að skoða

  16. Anonymous
    17.10.2011 at 14:44

    Takk fyrir þetta. Ég stökk af stað og náði að kaupa nokkur spjöld;)

    Kv.Hjördís

  17. Anonymous
    17.10.2011 at 14:49

    Æðislegt ! Búin að fylgjast með þér lengi og alltaf jafn heilluð 🙂 kv. Helga

  18. Anonymous
    18.10.2011 at 12:10

    Flott:) Takk fyrir að deila þessu:)
    Hanna

  19. Anonymous
    18.10.2011 at 21:29

    Mjög flottar breytingar.
    Kveðja Guðrún H.

  20. Anonymous
    23.08.2012 at 21:25

    Ofsalega flott eins og allt sem þú gerir! Ég er alltaf að reyna að heimfæra eitthvað af hugmyndunum og útfærslunum þínum yfir í herbergi fyrir strákana mína.
    Mjög fallegur þessi blái litur á veggjunum. Hvað heitir hann?

  21. 27.08.2012 at 20:35

    Takk allar saman 🙂

    Blái liturinn var blandaður eitthvað sér og svo var hann líka lýstur eitthvað eftir að fatan var opnuð.

    En þessi hérna blái, tjarnarblár, er mjög fallegur: http://dossag.blogspot.com/2012/06/stelpuherbergi-h-fyrir-og-eftir.html

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *