Nýtt dress…

…og hver hefur ekki gaman af því að fá sér nýtt dress?

Eins og ég sagði ykkur frá hérna, þá flutti nýtt sófasett inn rétt fyrir jól…

01-2015-01-08-144135

…húrra fyrir því – og ljóst og fagurt var það.
En eins og ég sagði líka frá, þá er hægt að skipta um áklæði á því og upprunalega var ljósi liturinn alls ekki á innkaupalistanum…

02-2015-01-08-144145

…en sem betur fer, þá var hann sá eini sem var til rétt fyrir jól, og þess vegna ákvað ég nú að taka hann líka.

Enda ómótstæðilegt að geta skipt um dress á heilu sófasetti…

03-2015-01-08-154258

…og þið sjáið bara muninn!

04-2015-02-06-230222

…orðinn svona líka dökkgrár og massafínn þessi elska…

05-2015-02-06-230237

…og þegar að birtir af degi er hægt að taka betri myndir og njóta!

Tadaaaaa…bara ný stofa, ekki satt?

07-2015-02-07-115921

…og fyrir svona breytingaglaðar konu eins og mig – þá er þetta bara pjúra snilld!

Hvorki meira né minna…

08-2015-02-07-115959

…það gjörbreytir bara öllu rýminu, öllum fylgihlutum og meððí…

09-2015-02-07-120004

…á borðinu standa hinir umtöluðu afmælis Omaggio-vasar, þessir sem gera mig að sjálfskipuðum plebba í augum 40% landsmanna, en ég tel að það jafnist út að vera með svona vasa ef þeir standa á bakka úr Góða Hirðinum og við hliðina á húsum úr Rúmfó – haha 🙂

10-2015-02-07-120055

…var ég búin að segja hvernig allt breytist?

11-2015-02-07-120120

…sleðinn var færður tímabundið og gamlar töskur verða að hliðarborði….

12-2015-02-07-143916

…og svo er það víst bara staðreynd að öll herbergi verða fallegri þegar þau skarta afskornum blómum, á því er enginn vafi…

14-2015-02-07-144002

…heyrðu já, svo fann ég í Góða fyrir einhverju síðan annan svona leðurskemil, krökkunum mínum til mikillar gleði og ánægju…

15-2015-02-07-144050

…en þetta er uppáhaldssætin þeirra til þess að borða morgunmatinn inni í stofu um helgar þegar glápt er á barnaefnið.

Inn á milli, þá pota ég þeim síðan bara undir borðið…

16-2015-02-07-144059

…og þar að auki, þá finnast mér þeir bara asskoti huggulegir, þessi vintage leðurkrútt!

En þetta var stofutúrinn, svona eftir að sófinn var færður í nýtt dress…

18-2015-02-07-154425

…hvernig líst ykkur á?

Er ekki bara snilld að geta dressað heilt sófasett svona eftir því í hvaða skapi maður er?
Eða eruð þið bara að hugsa um leðurpúffana? 😉

17-2015-02-07-154324

12 comments for “Nýtt dress…

  1. Hófí
    09.02.2015 at 08:55

    Yndislega flott 🙂 Ég vildi stundum geta skipt um áklæði á leðursófunum mínum til að breyta til… Elska þá samt eins og þeir eru sko

  2. Hulda
    09.02.2015 at 08:56

    Vá, geðveikt!!!!

  3. Íris Björk Hlöðversdóttir
    09.02.2015 at 08:59

    Skemmtilegt að geta breytt svona til og einstaklega fallegt hjá þér sem endranær.
    Leðurpuffarnir eru snilld og þú gædd þeim einstaka hæfileika að spotta fegurðina hvar sem þú ferð.
    Mér finnst líka gömlu töskurnar sem brúkaðar eru sem hliðarborð hjá þér einstaklega skemmtilegar 🙂

  4. Þuríður
    09.02.2015 at 09:24

    Mér finnst skinsöm hugmynd hjá hönnuðum Ikea að útbúa sófasettið þannig að hækt sé að skipta um áklæði (nauðsinlegt að géta þvegið áklæðið og ég tala nú ekki um að skipta um lit 🙂 ég persónulega er altaf hrifnari af ljósum litum og þar að leiðandi finnst mér ljósara áklæðið flottara og bjartara yfir stofunni þannig, en smekklegt er þetta hjá þér.

  5. helga m
    09.02.2015 at 09:42

    Æði! Hvað heitir sófinn inná ikea.is?

  6. Margrét Helga
    09.02.2015 at 10:53

    Vá! Áklæðið kemur ekkert smá vel út og fyndið, eins og þú segir, hvað fylgihlutirnir virðast breytast með! Þetta er líka bara eins og allt annar sófi…og allt önnur stofa…en samt mjög falleg. 😉

  7. Halla
    09.02.2015 at 11:34

    Mjöög flott, sama hvað þú gerir það er alltaf svo ótrúlega sniðugt og kósí 🙂

  8. Bjargey
    09.02.2015 at 13:03

    Ljósu eru fallegir en þessir gráu fullkomna heildarútlitið í stofunni 🙂 þannig að þetta er bara snilld að geta skipt í ljósu ef þig langar að “létta” aðeins á og birta til.
    Ég allavega elska kósýheit og ég hef ekkert annað orð yfir stofuna þína núna en fullkomin!

    Verð samt að segja að þegar þú sýndir okkur sófana fyrst og sagðir frá því að þú værir með annað áklæði líka þá hugsaði ég strax….gefum þessu mánuð og þá verður hún búin að skipta hahaha…ég var ekki fjarri lagi í þeirri ágiskun 🙂 en ég má bara til með að stríða þér svona smá því ég er nákvæmlega eins! (Og allir að gera grín að mér hahaha) Get aldrei látið neitt í friði og er alltaf að breyta aðeins….má ekki koma nýr hlutur inn í stofuna þó það sé bara ný skál eða kertastjaki og ég er búin að snúa öllu við á núll einni 🙂

  9. Þorbjörg Gunnarsdóttir
    09.02.2015 at 18:25

    Virkilega falleg stofa, algjör snilld að geta skipt um áklæði. Gjörbreytist allt. Ég dauðöfunda þig af leðurpullunum. Maðurinn minn keypti svona pullu í menntaskólaferðalaginu okkar í Marokkó fyrir 35 árum. Við áttum hana lengi en hentum henni að lokum þegar hún var alveg komin í hengla.

  10. Fríða
    10.02.2015 at 00:02

    Glæsilegt, og dásamleg stofan hjá þér eins og þín er von og vísa 🙂

  11. 10.02.2015 at 10:14

    Alger snilld að geta skipt svona út 🙂

Leave a Reply to Halla Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *