Pinterest….

…á miðvikudegi – klikkar ekki 🙂
Fyrir þá sem hafa alltaf viljað rúm með himnasæng, setja bara stangir eða festingar fyrir gardínur í loftið 🙂
…opinn skápur sem hirsla á baðið

…nokkrir litlir strigar notaðir til að mynda eina stærri mynd,
skemmtilegt í barnaherbergið 🙂

…bara ramminn og glerið notað, bakinu sleppt.
Síðan límdir vegglímmiðar á glerið 🙂
…mikið er ég að elska þetta eyjuborð 🙂
….langar svo að mála stofuna mína, er því farin að horfa á veggi í fallegum litum löngunaraugum
….geggjaðir gráir veggir,
reyndar bara ofsalega fallegt herbergi…
…og svo smá jóló,
er þetta ekki bara snilldarlega einföld lausn –
t.d. ef á að gefa smákökur í poka…
….bókatextamerkimiðar=elsk….
…gamlir sokkar eða of litlar peysur?
Klæða bara næsta vasa í og voila, komin vetrarlegur stjaki
….nokkrar jólakortahugmyndir
…finnst þessi hugmynd ÆÐI,
prenta út einfalda mynd og texta,
skreyta síðan með perlum = dásemd!
Getið fundið hvaðan allar hugmyndir og myndirnar koma með því að smella á þennan hlekk.
Einnig getið þið sett inn komment eða sent mér póst ef þið viljið fá boð inn á síðuna 🙂

9 comments for “Pinterest….

  1. Anonymous
    26.10.2011 at 09:42

    ohhh ég er svo sammála þér! elska Pinterest! ef það þarf að drepa tíma sérstaklega! 🙂

  2. 26.10.2011 at 14:12

    elska Pinterest 🙂

  3. Anonymous
    26.10.2011 at 16:58

    Hæ hæ:) Ég verð bara að segja að ég elska bloggið þitt, þú ert snillingur með meiru:) Ég er að byrja að prufa mig áfram með spreybrúsan og langaði að forvitnast um eitt. Hefuru prufað að blanda litum ef þú færð ekki þann lit sem þú vilt? t.d vera með grunn og spreyja svo lauslega yfir með öðrum lit til að fá aðeins öðruvísi blæ? Og annað er eitthvað sem gott er að hafa í huga þegar maður er að byrja?

    Kv.Ásdís

  4. 26.10.2011 at 17:28

    Jæja skvís, ég hálfskammast mín fyrir að hafa aldrei komenntað á skemmtilega bloggið þitt! Ég er ein af sennilega mörgum flugum á vegg hér. Ég kíki hér inn í hverri viku, alltaf gaman að sjá hvað þú ert að bralla eða finnur fallegt á netinu. Svo…TAKK fyrir mig! Ég er reyndar að gera aðeins upp þvottahúsið mitt í augnablikinu og stefni á að það verði krúsulegasta þvottahús norðan alpafjalla! : Þ En enn og aftur…takk fyrir mig.
    kv. Linda

  5. Anonymous
    26.10.2011 at 20:16

    Sæl,
    Ég var að reyna að skrá mig inná pinterest síðuna, verður maður að fá boð inn á hana? 🙂 og ef svo er þá máttu endilega senda mér, mailið mitt er evs1@hi.is 🙂
    Annars takk enn og aftur fyrir frábært blogg! 🙂

  6. 27.10.2011 at 23:44

    Gauja, :)!

    Ásdís, takk fyrir hrósið. Ég jef ekki mikið verið að prufa mig áfram með að blanda litum, ekki nema bara að spreyja t.d. smá með silfri þegar að ég er kannski búin að spreyja ramma. Sprauta þá sem sé á flúrið á honum. En ef þú ert að leita að spes litum þá mæli ég sko með Exodus á Hverfisgötunni, rosalega mikið úrval þar!

    Hellú Linda, gaman að heyra í þér og velkomin á kommentin 😉 Bíð spennt eftir að sjá myndir af krúsulegasta þvottahúsinu – það verður ofur!

    Hæ nafnlaus, þú átt núna Pinterest-invite 🙂

    *knúsar*

  7. Anonymous
    09.11.2011 at 23:27

    Alltaf jafn gaman að skoða bloggið þitt! Ég myndi gjarnan vilja þiggja boð á pinterst 🙂 E-mailinn minn er: dagrunj@simnet.is

    Fyrirfram þakkir 😉

    Kveðja Dagrún

  8. gp
    11.11.2011 at 00:34

    Ég hef skoðað bloggið þitt reglulega en aldrei kommentað fyrr en nú. Mér finnst þú vera með mjög margar sniðugar og ódýrar lausnir við að gera heimilið hlýlegt.

    Ef þú ert enn að bjóða á pinterst þá væri ég sko meira en til í það, emailið hjá mér er erlagis@gmail.com

  9. Anonymous
    20.10.2012 at 18:01

    Elska bloggið þitt og væri mjög glöð ef ég fengi boð inná Pinterest 😉

    kv.Rakel

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *