Gauraherbergi – fyrir og eftir…

….það er sko alls ekki eins fjölbreytilegt og stelpuherbergin, það verður að segjast!
Ef maður kemur með vasa inn í herbergi hjá 12 ára gaur þá fær maður bara svip eins og það sé örugglega ekki allt í lagi með mann 🙂
Allt þarf að hafa fúnksjón og helst ekkert prjál, í það minnsta hjá þessum unga manni!
Hið klassíska fyrir…..

Vilji var fyrir að þurfa alls ekki að mála 😉
reyna að koma inn með litli í púðum/myndum/hlutum
og svo koma eftir myndirnar….
…á stóra vegginn settum við stóra mynd og langann bekk, bæði frá Ikea.
…á vegginn ofann við skrifborðið voru setta tvær hillur frá Ikea
…mynd með boltahetjum fyrir ofan rúmið og púðarnir gefa liti
…í hilluna röðuðum við hlutum sem til voru fyrir, bækur og aðrir hlutir sem hægt er að stilla upp.
Myndir voru settar í ramma og það er nátúrulega besta leiðin til þess að gera herbergi persónuleg.
…sniðugt er að nota bækur upp á rönd til þess að gefa lit og hæð á hilluna, og svo líka til þess að sýna áhugasvið herbergiseigandans 🙂  Álfatan er snilld til að stilla upp boltanum á.
Stálhillan er frá Ikea og kostar bara um 5þús, ferlega töff inn í svona gæjaherbergi.
…áður var svona plastmotta á gólfinu undir stólnum, en með því að koma með mottu með mynstri og litum, þá kemur meiri hlýja og notaleg heit inn í herbergið.
Síðan nær mottan að “akkera” niður skrifborðið, sem og stólinn.
…bekkurinn er ótrúlega hentugur í strákaherbergi.  Aukasæti fyrir fullt af rössum, hægt að raða bókum á hann, geyma töskur/bolta á, og síðan er hann líka flottur á þennan laaaaaanga vegg sem að annars væri alltof tómlegur.
Fyrir:
Eftir:

11 comments for “Gauraherbergi – fyrir og eftir…

  1. 01.11.2011 at 08:41

    Mjög flott hjá þér einsog alltaf. Held ég þurfi að fara að bjóða þér í kaffisopa til mín einhvern daginn… 😉

  2. Anonymous
    01.11.2011 at 08:54

    Ótrúlega flott og töff hjá þér. Finnst stóra myndin og langi bekkurinn hrikalega flott;)

    Kv.Hjördís

  3. 01.11.2011 at 09:00

    bekkurinn og stóra myndin finnst mér æði, mottan gerir líka rosalega mikið

    Snild líka að setja plakötin í ramma, sonur minn á þessi sömu plakköt og ég er endalaust að festa þau upp með kennaratyggjói… núna fer ég í það að kaupa ramma fyrir þau 🙂

  4. Anonymous
    01.11.2011 at 10:40

    Hrykalega flott 🙂

    Kv Dísa

  5. Anonymous
    01.11.2011 at 11:32

    Mjög einfallt, strákalegt, ódýrt, fyrirhafnarlítið og þægilegt í tiltekt:)Frábær útkoma:)

  6. Anonymous
    01.11.2011 at 12:55

    Mjög flott og ekta strákaherbergi,
    ekkert punt og pallíettur:)
    Kveðja Guðrún H.

  7. Anonymous
    01.11.2011 at 22:12

    Vá flott hjá þér 😉 var einmitt að græja herbergi sonar míns og það er erfitt að finna hluti í gauraherbergi 😉 en langar að spyrja þig hvar þessi motta er keypt? akkúrat motta sem ég held að komi vel út hjá honum.
    kv G.
    nb.. skoða bloggið þitt á hverjum degi og er alltaf jafn hrifin;) you save my day 😉

  8. 02.11.2011 at 09:23

    Takk fyrir allar saman 🙂

    G, mottan er úr RL-vöruhúsi (Rúnmfó)!

    kv.Soffia

  9. Anonymous
    02.11.2011 at 16:00

    Takk fyrir þetta, er einmitt sjálf með 3 gaura og er að reyna að finna upp á e-m leiðum til að flikka upp á herbergin þeirra…
    H

  10. Anonymous
    03.11.2011 at 08:40

    SNILLD frábært hvernig þú breytir öllu með einstaklega skemmtilegum lausnum og ódýrum 🙂

  11. Anonymous
    03.11.2011 at 13:14

    en bilaðslega stórt og flott herbergi!!

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *