Eldhúsið okkar…

…þegar við keyptum húsið okkar 2008 þá litu sölumyndirnar af eldhúsinu svona út…
…um leið og við vorum búin að skoða þá skundaði ég beint í Ikea forritið á netinu og teiknaði upp eldhúsið eins og ég sá það fyrir mér..
…við fórum síðan til Egils Árnasonar og létum þá fá teikninguna mína og báðum þá að teikna upp sína útgáfu,
þessi fyrsta eyja fannst okkur ekki ganga út af hornunum sem að koma þar sem að stólarnir fara undir.
Þetta er alveg ekta fyrir litla hausa til þess að hlaupa beint á og fá gat á haus…

 …síðan kom þessi útgáfa, sem er nánast eins og eldhúsið okkar nema sölumaðurinn var afar hrifinn af því að setja viðaráferð á móti hvíta litnum.  Það var eitthvað sem að við vildum ekki af því að, í fyrsta lagi – þá fæ ég leið á hlutunum og vill breyta oft og reglulega.  Í öðru lagi, þá hefði viðarklæðningin verið í öðrum viðartóni en húsgögnin okkar og síðan hefði parketið komið með þriðja viðtóninn.  Allt hlutir sem að hefðu farið í taugarnar á mér 🙂

…síðan er hérna lokaútgáfan sem við urðum mjög ánægð með.
Liturinn hét Cappucino, hann er sem sé hvítur nema að það er eins 2-3 kaffidropar hafi verið blandaðir saman við þannig að liturinn er mjög hlýr og notalegur.  Við vildum ekki skjannahvíta innréttingu…
…eldhúsið við upphaf niðurrifs…

…innréttingin byrjuð að hverfa…

…eldhúsið séð frá stofunni (ísskápsskápurinn aðeins fyrir), og eins og sést þá var eldhúsið alveg lokað frá restinni af rýminu…

…hjónin við framkvæmdir og veggur farinn niður,
(takið eftir ofninum fyrir neðan stóra gluggann)…

…alveg glænýtt rými orðið til…

…verið að setja hitalagnir í gólfin og ofninn farinn frá stóra glugganum, mikill munur!  
Þarna sést líka hvernig tvær mismunandi loftategundir mætast… 

…búið að rífa loftið niður og flota gólfin, gluggakarmarnir eru enn brúinir…

…nýtt loft komið, eldhúsinnrétting er komin á sinn stað og búið að lakka gluggakarmana….

…hér sést síðan eldhúsið eins og það var þegar að við flytjum loks inn…
…hér sést líka vel liturinn á innréttingunni, miðað við framhliðina á uppþvottavélinni.
Borðplatan er síðan alveg hvít nema röndin að framan er stál og svört…

Fyrir…
…eftir:

..hér sést líka vel glansinn á innréttingunni – og fallegasti Raffahundshaus í heimi 🙂 

 Hér er síðan eldhúsið, eins og það var um seinustu jól….

Við völdum spanhelluborð, aðallega vegna þess að það er svo gott að nýta eyjuna alla þrátt fyrir að helluborðið sé á henni…
…eins og sést hér, dúkur settur yfir helluborðið og svo bara veisla…
…og svo aftur fyrir:
og eftir… 

Oh my, þetta varð risalangur póstur – abbsakið mál- og myndaæðið 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “Eldhúsið okkar…

 1. Anonymous
  08.11.2011 at 09:28

  Gaman að fá að skoða þetta
  Kveðja Berglind

 2. Anonymous
  08.11.2011 at 10:22

  Æðislegt hjá þé! Ekki vill svo til að þú vitir litanúmerið á gráa veggnum hjá þér (rosalega flottur litur)

  Kv. Gunnbjört

 3. 08.11.2011 at 10:51

  Hæ Gunnbjört, SkreytumHús-liturinn og fæst í Slippfélaginu

  kv.Soffia

 4. Anonymous
  08.11.2011 at 12:54

  Gaman að sjá breytinguna á eldhúsinu – mjög flott hjá ykkur. Fínd mynd af frúnni í framkvæmdum í pilsi og leðurstígvélum 🙂
  Hvaða efni eruð þið með á borðplötunni/eyjunni. Má setja heita potta beint ofan á?
  kv. Jóhanna

 5. 08.11.2011 at 23:25

  gaman að sjá þessar breytingar… ekkert smá flott 🙂

 6. Anonymous
  09.11.2011 at 14:06

  Geggjuð breyting!!! Ótrúlegt hvað þú ert dugleg að koma litlum smáhlutum fyrir og gera hlýlegt og fallegt. Allt tónar þetta saman einhvern veginn 🙂 Les bloggið þitt daglega og eyði mörgum klukkustundum í að skoða síðuna þína 🙂
  Kv. Eyrún

 7. Anonymous
  09.11.2011 at 19:58

  Takk æðislega fyrir upplýsingarnar. Tjékka á þessu í húsasmiðjunni

  Takk fyrir skemmtilegt blogg

  Gunnbjört

 8. Anonymous
  09.11.2011 at 22:58

  Myndin af þér í vinnugallanum er bara æði 😉 En eldhúsið er líka flott.
  Kv. Auður.

 9. Anonymous
  10.11.2011 at 15:33

  Ég er nokkuð viss um að ég sé núna búin að sjá draumaeldhúsið mitt. Þessi eyja, þessi litur, liturinn á veggnum. Þetta er allt einum of fullkomið. Nú veit ég hvað ég vil. Eldhúsið þitt 🙂

  kv.Valdís( sem er örlítið öfundsjúk, en aðallega þakklát fyrir að það sé til svona fallegt eldhús)

 10. Anonymous
  10.11.2011 at 18:09

  hæhæ, ótrúlega flott hjá þér – ég er dyggur lesandi & skoðandi 🙂

  Getur þú sagt mér email-ið þitt svo að ég geti sent þér smá póst?

  Bestu kveðjur, Helga.

Leave a Reply

Your email address will not be published.