Smá svona jóló…

…eða kannski bara svona meira notó 🙂  Er ykkur ekki farið að langa til þess að sækja jólakassana og byrja aðeins að taka upp úr þeim?
Ég er með algera dellu fyrir trjám, eitt af því sem að ég stenst næstum aldrei eru falleg skrautjólatré.
Sum þeirra eru nú bara þannig að mér finnst þau vera meira svona vetrartré, sem sé ég set þau upp þrátt fyrir að jólin séu ekki alveg komin.  Sama má segja um hreindýr, ef þau eru ekki glitrandi jóló, og svo köngla.
Elska köngla 
Því ákvað ég að fara í smá jólun/vetrun/notalegheit.
Því fór borðið mitt góða úr þessu:
í þetta:
Lampinn er frá Ikea.
Trén eru frá Ilva, þessi minni frá því í fyrra en þessi stærri ættu að vera til þar núna.

Sveppirnir eru úr heildsölu, og eru frekar krúttaðir!

Skálarnar á fæti eru heimalagaðar.
Hreindýrin eru frá RL-vöruhúsi, en fást núna líka í Ilva.

Þessi tré fengust í Ilva í fyrra.

Úúúúúú – ég er farin að hlakka til að jólast,
en þið? 🙂 

5 comments for “Smá svona jóló…

  1. Anonymous
    11.11.2011 at 08:42

    Jeiiiijjj Búin ad vera ad bída eftir ad thú byrjir á jóló thví ég er komin í jólaskapid hér í DE. Copy paste-adi nokkrar hugmyndir frá thér í fyrra og mun for sure gera thad aftur núna. Hugsa svo oft til thín í búdunum hér thví thad er haegt ad grafa upp helling af fallegum hlutum fyrir k.. og kanil 🙂
    Endilega slepptu thér í jólaundirbúningnum 🙂
    knúzzer
    Svandís

  2. Anonymous
    11.11.2011 at 10:43

    Fliss.. ég var einmitt að stelast til að taka upp jóla tónlistina og yfirmaðurinn horfði á mig undrandi þegar hann kom inn til mín hehe 🙂 var bara að stelast pínu! en vá hvað ég hlakka til að ná í kassana! hugsa að þrif hefjist formlega um helgina og því næst koma kassarnir niður! vúhúú
    Kveðja Berglind

  3. Anonymous
    11.11.2011 at 20:37

    🙂 þetta er skemmtileg breyting eeeeeeen ég hefði ekki sett upp rafmagnsljós heldur leyft eitthvað af kertunum vera áfram 🙂 segi bara svona vegna þess að þú kallar þetta smá jóló… kerti eru jú partur af jóló 😉 🙂

    óhh æiii bara ég að röfla…..
    kv AS

  4. 14.11.2011 at 10:18

    Gaman að heyra í ykkur stelpur 🙂

    AS, ég lofa að það verða líka kerti þarna, engin hætta á öðru. Svo finnst mér í góðu lagi Berglind að vera farin að hlusta smá á jóló, það er bara næs!

    Svandís mín, yndislegt að heyra frá þér þarna í DE-inu – mér finnst bara vera tómlegt hérna í jobbinu án þín 🙁 Huge knúsar til þín og þinna, vona að þú hafir það sem best!

  5. 23.11.2011 at 20:44

    Mjög fallegt hjá þér. Er head over heals yfir hreindýrum þessa dagana! Lampinn er líka æðislegur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *