Systur og makar – RVK…

…er að opna í dag!  Húrra 🙂

Á seinasta ári fylgdist ég spennt með á Facebook þegar að systurnar Katla og María Krista voru að opna verslun sína á Akureyri.  Ég gerði innlit hjá þeim, svona í gegnum Facebook, í október síðastliðnum. Núna getum við hins vegar fagnað hér í bænum, þar sem við erum að fá okkar eigin dásemdarbúð – beint á Laugarveginn.

minniggg05-2015-02-04-150640

Búðin opnar í dag, kl 14, en ég fékk að kíkja í smá heimsókn í gær og mynda til þess að deila með ykkur núna.  Heppin ég, og heppin þið – því að þessi búð er barasta eins og dásemdar konfektkassi – nema hvað að maður fitnar ekkert af þessum molum – húrra!

Vindum okkur í þetta…

minniggg09-2015-02-04-150740

…eitt af því sem er svo dásamlegt við búðina er hversu “heimilisleg” hún er.  Manni líður eins og maður sé í heimsókn hjá góðri vinkonu.  Reyndar vinkonu sem er gasalega smart og á endalaust af gullum, en þið fattið hvað ég meina…

minniggg03-2015-02-04-150618

Systurnar og hönnuðurnir María Krista og Katla Hreiðarsdætur sem og makar þeirra Börkur Jónsson og Þórhildur Guðmundsdóttir reka verslunina Systur og Makar.Verslunin er notaleg lífstílsverslun með íslenskri hönnun í formi fatnaðar, skarts og heimilisvöru en systurnar reka hvor sitt fyrirtækið nú þegar, með mökum sínum: Volcano Design og Krista Design.

Einnig eru vörur í versluninni frá Kormáki og Skildi, Crabtree og Evelyn ofl.

minniggg07-2015-02-04-150653

…og af nægu er að taka í búðinni…

minniggg71-2015-02-04-153855

…hvert sem litið er, er eitthvað fallegt að sjá – hvort sem þig vantar flík á þig, skart til þess að skreyta, eitthvað til heimilisins eða bara skyrtu á bóndann…

minniggg50-2015-02-04-152130

…ó Dolly 🙂

minniggg12-2015-02-04-150814

…kirkjuljósin gullfallegu…

minniggg13-2015-02-04-150821 minniggg14-2015-02-04-150844

…svo eru ekki bara vörurnar sem er svo fallegar, heldur eru allar breytingarnar á húsnæðinu og húsgögnin sem fengu meikóver, algjörlega til fyrirmyndar…

minniggg15-2015-02-04-150853

…eins og t.d. litla dásemdar setustofan.  Svo segir mér hugur að margur bóndi eigi eftir að dvelja langdvölum í sófa þessum…

minniggg49-2015-02-04-152106

…ekki bara gagnlegt fyrir hálsfestarnar, heldur bara svo flott á vegg…

minniggg16-2015-02-04-150922

…og talandi um hálsfestar og fallegt á veggi – halló!

minniggg27-2015-02-04-151411

…mmmmmmm……ilmar veeeeeeeel…

minniggg18-2015-02-04-150935

…þarna í fremsta glerboxinu sést t.d. stjörnuprýðin (sjá hér), sem ég er ákveðin í að skoða nánar og hugsanlega kaupa mér, í dag…

minniggg20-2015-02-04-151019

minniggg76-2015-02-04-154012

…það er enn verið að vinna að sameiginlegu heimasíðunni, en þið ættuð líka endilega að kíkja inn á Volcano design (sjá hér), og dáðst að fötunum þar.  Ótrúlega klæðileg og flott, og bara skvísuleg.  Mig langar í þessa (sjá hér)

minniggg23-2015-02-04-151306

…svo er hægt að fá alls konar falleg hárbönd sem henta öllum aldri…

minniggg28-2015-02-04-151502

…og þegar maður segir eitthvað fyrir alla, þá er hér eldhúsdeildin…

minniggg30-2015-02-04-151536

….eins og þessi snilldarljós gefa svo berlega til kynna…

minniggg31-2015-02-04-151558

…geggjaðir miðar sem henta á alls konar krúsir…

minniggg34-2015-02-04-151614

…og auðvitað hjemmelaved chutney!

Dugar ekkert minna, eigum við að segja ofursystur?

minniggg35-2015-02-04-151704

minniggg68-2015-02-04-152551

…og uppskriftarbók eftir hana Maríu Kristu (sjá hér)

minniggg36-2015-02-04-151712

…og dásamlega barnahornið….

minniggg38-2015-02-04-151805

…fiðrildin og bambarnir eru ekki bara veggskraut, heldur líka spiladósir.  Dásamleg sængur- eða skírnargjöf…

minniggg39-2015-02-04-151815

…og þessir snagar – dæææææs, ó þessir snagar…

minniggg63-2015-02-04-152431

…og þessi litlu kúrudýr – afsakið á meðan ég krútta yfir mig ❤

minniggg62-2015-02-04-152428

…alls staðar svo flottar hugmyndir – innblásturstaflan…

minniggg41-2015-02-04-151920 minniggg42-2015-02-04-151929

…og setustofan frá öðru sjónarhorni…

minniggg43-2015-02-04-151953

…var ég búin að minnast á snilldarhugmyndir!
Stór gömul taska á hjólum – lofit…

minniggg44-2015-02-04-151958

minniggg45-2015-02-04-152040

…svo endalaust fallegt…

minniggg46-2015-02-04-152047

…fyrir herrana líka…

minniggg51-2015-02-04-152138

…og skart…

minniggg52-2015-02-04-152144

…krukkuljósin enn í uppáhaldi…

minniggg53-2015-02-04-152157

minniggg58-2015-02-04-152342

…og þessir veggkrossar – svona á ég og elsk´ann ❤

minniggg54-2015-02-04-152235

…enn og aftur hugmyndir…

minniggg55-2015-02-04-152315

…búið að festa fullt af krókum í blómasúlu, fyrir hálsfestar…

minniggg56-2015-02-04-152323

Verslunin er þar sem Volcano Design var áður, á Laugavegi 40.

minniggg59-2015-02-04-152347

Smá um Volcano Design:

Volcano Design var stofnað árið 2008 en komst í fullan rekstur árið 2009.Katla Hreiðarsdóttir er menntaður innanhúshönnuður frá Barcelona en hefur ávallt haft áhuga á fatahönnun frá því að hún kláraði textílbrautina úr Fjölbrautarskóla Garðabæjar.Kærasta Kötlu, Þórhildur Guðmundsdóttir (Tóta) rekur fyrirtækið með henni en systir Tótu er einnig verslunarstjóri Systra og Maka á Akureyri. Volcano Design er með sterkan kúnnahóp sjálfstæðra, töff og kynþokkafyllra kvenna. Fyrirtækið hefur notið mikilla vinsælda frá byrjun og er stolt af því að vera alfarið með íslenska framleiðslu á eigin saumastofu. Starfsmenn fyrirtækisins eru menntaðir á sínum sviðum og sést það á handbragðinu.Katla leggur áherslu á kvenleikann í hönnun sinni og hannar klæðilegar, smart og tímalausar vörur og vinnur með skemmtileg og fjölbreytt snið. Hún hefur trú á því að þegar konum líður vel í fötunum eru þær fallegastar svo þægindi skipta miklu máli.

minniggg61-2015-02-04-152357

…og smá um Kristu design:

Krista Design er lítið fyrirtæki sem rekið er af hjónunum Maríu Kristu Hreiðarsdóttur og Berki Jónssyni.María Krista er grafískur hönnuður frá Listaháskóla Ísland og einnig útskrifuð úr iðnhönnun úr iðnskólanumí Hafnarfirði. Börkur er menntaður vélfræðingur.Handverk og hönnun hefur lengi verið áhugamál hjá þeim hjónum og finnst þeim sérstaklega gaman að hanna nytjahluti og skrautmuni úr efnum sem eru óvenjuleg og ekki er verra ef að þau eru endurnýtt á einhvern hátt.Krista Design framleiðir margskonar gjafa- og heimilisvöru.

minniggg74-2015-02-04-153926

…þá held ég að þið getið verið sammála um að það hafi heldur betur hlaupið á snærið hjá okkur fagurkerunum.

Þvílíkt spennandi og fallegt, og íslenskt – húrra ❤

minniggg66-2015-02-04-152520

Ég ætla í það minnsta að kíkja við í dag, og ég er viss um að María Krista og Katla, Börkur og Tóta hlakka til að sjá ykkur sem flest/ar.

Til hamingju með ykkur Systur og makar, glæsilegt er það ❤

Systur og makar, Reykjavík á Facebook (sjá hér)

minniggg69-2015-02-04-152601


Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Systur og makar – RVK…

 1. Margrét
  05.02.2015 at 12:48

  En falleg búð…hlakka til að fara i heimsókn við fyrsta tækifæri 🙂
  Þú mátt spyrja hvar þær fengu fallega kertaarininn ?

  Kveðja, Margrét

 2. Margrét Helga
  05.02.2015 at 13:02

  Vá!! Þessa búð verður maður að skoða við tækifæri!! Á einmitt svona slá eða yfirhöfn frá Volcano design og elsk´ana!! Systur og makar verður sko nýja uppáhalds búðin mín, nokkuð margar þarna á Laugaveginum komnar í þann flokk! 🙂

  Takk fyrir að deila þessari dásemd með okkur! Og til hamingju með flotta búð eigendur 🙂

 3. 05.02.2015 at 20:35

  þessi búð er gordjöss!!!!!
  Ekki selja þeir þessi ljós?? eg verð að fa þetta ljós i loftið hja mer!

  • Soffia - Skreytum Hús...
   06.02.2015 at 23:47

   Ljósin eru til sölu – að ég tel alveg örugglega 🙂

   Þau eru æði!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.