Allt í kortunum….

….eins og alltaf 🙂
Eins og flestir sem að fylgjast með bloggum og pinterest vita þá eru kort alveg obbaleg heit um þessar mundir.
Þau eru innrömmuð, notuð á bakka, sett á skápa og bara beitt á flestan þann hátt sem að manni getur látið sér detta í hug.  Því var ég afar kát þegar að  ég náði að sameina bakkaást mína og kortaást í einum og sama hlutinum.

Nú og ef þið eruð að spá og spökulera hvar ég fékk þennan fína bakka, þá var það í ofurbúllunni Daz Gutes Hirdoz, og hvað borgaði ég fyrir ósköpin?  Heilar 150kr 🙂

Síðan vil ég gjarna fá tækifæri til þess að þakka ykkur öllum fyrir sem hafið haft samband og keypt af mér hálsmen.  Það er búið að vera þvílíkt gaman að fá að heyra frá ykkur og hitta!
Komst meira að segja að sumar sem að lesa síðuna vinna innan sama fyrirtækis og ég, á meðan að aðrir lesendur hafa gengið í skóla með manninum mínum 🙂
Svona er nú litla sæta Ísland *knúsar*

7 comments for “Allt í kortunum….

  1. Anonymous
    15.11.2011 at 09:28

    Flottur! Finnst svo margir vera að finna sniðuga hluti hjá hirðinum góða en hef ekki náð því sjálf…
    Var einmitt að setja Íslandskort sem ég keypti hjá Geysi á hvíta Billybókaskápinn minn. Hurðirnar eru þrjár þannig að ég skar kortið niður og svo sniðugar að þær eru eins og rammar. Er svo ánægð að ég ætlaði ekki að geta hætt að dást að þessari frábæru hugmynd 😉
    kv. Gulla sem kíkir svo oft að henni finnst hún næstum þekkja þig 🙂

  2. 15.11.2011 at 09:32

    úúúúúú Gulla, hljómar vel 🙂 Ef þú vilt þá geturu sent mér myndir á soffiadogg@yahoo.com og þá getur þú deilt þessu með þeim sem kíkka hérna inn!

    kv.Soffia 🙂

  3. 15.11.2011 at 10:00

    úúú endilega Gulla að deila þessu með okkur! ótrúlega gaman að skoða svona dugnað hjá öðrum konum og fá innblástur 🙂
    ég tók mig til og dreif í að koma myndum upp á vegg með diggri aðstoð frá vin með borvél.. hehe
    hægt að sjá mynd á blogginu og einnig valkvíðan um hvað á að fara í rammana!

  4. Anonymous
    15.11.2011 at 10:12

    Þú ert algjör fagurkeri. Ótrúlega gaman að fylgjast með blogginu þínu. Ég var að spá ekki veistu hvað blái liturinn á stelpuherberginu heitir og hvar hann fæst?

  5. Anonymous
    15.11.2011 at 15:29

    Ein spurning – hvar fékkstu hraðsuðuketilinn þinn? 😉 Svo fínn!

  6. 15.11.2011 at 16:01

    Tíhí….ketillinn góði var keyptur á meðan að litli maðurinn gekk í gegnum sitt þurrmjólkur/grautatímabil. Ég var alltaf að sjóða vatn og fannst hvíti plastketillinn minn óþolandi ófríður. Þessi er líka svo góður því að það er svo auðvelt að þrífa innan í honum, enginn járn eða neitt. Hann stendur sem sé á svona plasthitathingy sem er stungiðí samband. Hann var keyptur í Heimilistækjum á Suðurlandsbraut 🙂

  7. 16.11.2011 at 13:45

    flottur bakki, heppin að hafa náð honum 🙂

    væri gaman að sjá bókahilluna sem Gulla var að tala um 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *