Innlit frá lesanda…

…haldið þið ekki að elskan hún Gulla hafi verið svo almennileg að senda mér myndir af kortaverkefninu hennar (sem um var rætt í athugasemdum seinasta bloggs).  Þannig að ég ætla bara að leyfa ykkur að njóta og birti hérna hluta af bréfinu sem hún sendi mér:

Sendi hér með myndir af skápnum mínum eins og þú minntist á á blogginu þínu.  Tók bæði fyrir eftir. Náði ekki að taka beint framan á út af veggnum hinum megin.  Hefði alveg verið til í að fá kort sem passaði alveg inn í hurðirnar en ákvað allavega að byrja á þessu og er bara nokkuð sátt. Kortið er keypt í Geysi og þeir hafa líka verið með útgáfu á þynnri pappír sem þeir nota til að pakka inn.
Svona fyrst ég er byrjuð þá skellti ég með myndum af þvottahúsinu mínu sem ég var að reyna að gera svolítið notalegt og vona í leiðinni að ég verði duglegri þar inni 🙂 Svolítið troðið en mér finnst voða notalegt þar inni. Þvottabrettið á veggnum er gamalt frá ömmu minni og afa og mér fannst alveg tilvalið að skella því upp. Á ekki fyrir myndir en er heldur ekkert viss um að ég vildi neitt vera að sýna þær :-)”

Finnst ykkur þetta ekki ferlega flott hjá henni?? 🙂  Kortið er náttúrulega alveg að gera sig ekki spurning, og ekki er verra að hafa þennan glæsilega hnött ofan á skápnum.

Rosalega flottir trékassarnir sem að hún Gulla notar í þvottahúsinu sínu, ég veit að þeir hafa fengist í Blómaval og Pier.  Síðan eru gömlu hlutirnir alveg punkturinn yfir i-ið, gamla þvottabrettið og flottu klemmurnar í balanum.
Sniðugar lausnir:
*  Flekagardínur úr Ikea fyrir hillur (fela dóterý og herbergið verður sjónrænt hreinna) – eins og gert var hér
*  Snagar fyrir smáhluti, hundaólar og handklæði.
*  Útvarp, styttir manni stundirnar í þvottahúsinu – mjög gott.
*  Kaupa fallegar körfur, fela dót og allt rýmið verður fallegra.
*  Límmiðar setttir á plastkassa til að skreyta þá – 
svipað og gert var hér
*  Balinn fyrir einhleypa sokka er bara pjúra snilld 🙂
Hjartans þakkir fyrir að deila þessu með okkur Gulla – ótrúlega flott og vel heppnað hjá þér 🙂

10 comments for “Innlit frá lesanda…

  1. Anonymous
    18.11.2011 at 09:10

    Finnst þetta mjög flott og kósý þvottahús.. Og sniðugar lausnir á hlutunum.. ! æðislegt þvottabretta.. En ég segi eins og Dossa, mér finnst balinn fyrir einhleypa sokka SNILLD.. Verð að skella mér á svona! 😀
    (elska líka að sjá allar þessar körfur í hillunum )

    Kv. Ragna Lóa
    p.s. takk fyrir flott blogg !

  2. Anonymous
    18.11.2011 at 09:58

    Vá en flott þvottahús! Þarf svo að fara að gera kósí inní þvottahúsi hjá mér – must að hafa útvarp 😉

    Skápurinn með kortinu kemur rosalega vel út, takk fyrir að deila þessu með okkur!

    – Karitas

  3. 18.11.2011 at 10:47

    vá hvað mig dreymir um svona þvottarhús, mitt er skelfing og ég er ekki með nokkru móti að sjá að þetta gæti tekist þar. En þetta er algjört æði og þetta með flekagardínurnar er bara snilld, það er svo margt sem er ekki fallegt í hillunum í þvottarhúsinu. dreymi dreym

  4. Anonymous
    18.11.2011 at 13:40

    Mjög flott þvottahús, ein spurning, eru þetta snúrur sem liggja upp við vegginn á mynd 6 af þvottahúsinu – ef svo er hvar er hægt að fá svona “snilldar” snúrur?

  5. 18.11.2011 at 13:41

    skápurinn kemur rosalega flott út, elska kortin sem eru “inn” í dag.

    og þvottahúsið… vá er búin að fá fullt af hugmyndum fyrir mitt þvottahús sem er með þeim óspennandi þvotthúsum á landinu :-þ

  6. Anonymous
    18.11.2011 at 18:37

    Geggjað þvotthús. Þvottahúsið mitt þarnast sko make-overs;)Mjög flottur korta skápurinn;)

    Kv.Hjördís

  7. Anonymous
    18.11.2011 at 22:50

    Mikið rosalega er þetta flott þvottahús,þyrfti að fá þessa konu í mitt 😉 ótrulega flottar hugmyndir eins og alltaf á þessari síðu 😉

  8. Anonymous
    19.11.2011 at 09:08

    Dásamlegt þvottahús Efast bara ekki um að það væri bara gaman að þvo ef maður ætti svona þvottahús
    Kv. Óla

  9. Anonymous
    19.11.2011 at 09:49

    Þakka falleg orð. Vil taka það fram að ég tók myndir af fallegri helmingnum. Sleppti rykksugunni og straubrettinu og oftast er þvottur á snúrugrindinni sem er úr Ikea 🙂 Þar sem þetta er herbergi hundanna þegar enginn er heima ætla èg seinna að skella à vegginn setningunni ” Enginn kattaþvottur hér”

    kv. Gulla

  10. Anonymous
    19.11.2011 at 20:55

    Þetta er æðislegt!!

    Geturðu nokkuð sagt okkur hvernig þú fórst að því að festa kortið svona snyrtilega á skápinn? 🙂 Væri gaman að fá leiðbeiningar 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *