Blúnderí…

…stundum gerir maður alveg fyrirtaksplön sem eru skotin niður af einhverjum sem er ekki eins hrifin af fyrirtaks plönunum.

T.d. var ég komin með dásemdar baðherbergisplan sem fól í sér að setja gamla kommóðu inn á bað í staðinn fyrir innréttinguna, setja ofan á hana marmaraplötu og síðan svona “skálarvask”.

minni16-2015-01-30-171440

En þegar góð plön eru skotin niður, þá tekur maður bara umrædda kommóðu, stillir henni fallega upp – og selur hana svo áfram.

Ég ákvað að “leika” mér aðeins að þessu og stilla henni upp svona í anda “Jeanne D´Arc Living” tímaritanna…

minni01-2015-01-30-171146

…enda er gaman að stilla upp svona “fantasíu” því að ég myndi kannski ekki beint nota þessa sömu aðferð hérna heima, að leggja svona blúndu og leyfa henni að leika lausum hala – en hey, þess vegna er gaman að leika sér…

minni02-2015-01-30-171156

…ég er einmitt nýbúin að fá þessa dásemdar stóru ljónatarínu í Húsi Fiðrildanna (sjá hér), mér til mikillar gleði og hún var því að fá að vera memm…

minni03-2015-01-30-171203

…í nytjamarkaði fann ég síðan þessi gömlu kökuform og ég bara varð að leyfa þeim að koma með heim…

minni04-2015-01-30-171206

…ég hef sagt það áður og segi það aftur, það er eitthvað dásamlega fallegt við svona gamla nytjahluti stundum.  Er bæði búin að prufa að kveikja á sprittkertum í þeim, sem var mjög fallegt, og svo er þetta sniðugt undir svona skart…

minni05-2015-01-30-171209

…og í einni og sömu ferðinni í seinustu viku, þá fann ég þennan kertastjaka og þetta box…

minni07-2015-01-30-171223

…trúið mér – það fannst mér sko ekki leiðinlegt!
Þvílíka fegurðin…

minni08-2015-01-30-171226

…sem og þessi dásemdar kertastjaki…

minni09-2015-01-30-171234

…sem var svona fallega hvítur og skreyttur bling-i – takk fyrir að losa þig við hann kæri hendari…

minni10-2015-01-30-171235

…blúnduna fann ég líka í Góða, og kippti henni með svo hægt væri að leika sér eimitt svona með hana…

minni11-2015-01-30-171241

…og sjáið þið bara þessar höldur – aaaaaaaaah 🙂

minni12-2015-01-30-171252

…það er sem sé deginum ljósara að þessir gömlu hlutir eru að heilla dömuna upp úr skónum.  Þá er nú mikið sagt, miðað við hversu hrifin ég er af skóm…

minni13-2015-01-30-171257

…þvílík sorg að þessi fegurðarmubla sé ekki að flytja inn varanlega – en ég hlýt að jafna mig – að lokum…

minni14-2015-01-30-171402

…nú ef ekki, þá sit ég einhversstaðar vafin inn í blúnduna og snökkti – hef þó alltaf blúnduna að snýta mér í 🙂

minni15-2015-01-30-171433

Hvað er annars ykkur uppáhalds?

Kommóðan?
Nytjamarkaðsfundirnir eða ?

*knúsar*

minni17-2015-01-30-171419

15 comments for “Blúnderí…

  1. Berglind Á
    03.02.2015 at 08:28

    Kommóðan er yndisleg. 🙂 þyrfti að koma oftar við á nytjamörkuðum og fara í fjársjóðsleit.

    • Sjöfn Finnbjörnsdóttir
      04.02.2015 at 13:05

      Notað og nýtt er með næstum eins kommóðu til sölu

  2. Sigrún
    03.02.2015 at 08:45

    Vá þessi kommóða og þessi form 🙂 Nytjamarkaðir ó já.

  3. s2406@simnet.is
    03.02.2015 at 09:01

    Nytjamarkaðfundinir, kertastjakinn og krúsin og skálin með keflunum eru æði en annars svo flott útskorna blómið á kommóðunni svo bara bæði 🙂

  4. s2406@simnet.is
    03.02.2015 at 09:05

    Átti að vera nytjamakaðsfundirnir gleymdi einu erri… 🙂

  5. María
    03.02.2015 at 09:19

    Kommóðan og uppstillingin er mjög fín.

    En ég er með svona “skálarvask” og ég HATA hann. Ég held að þú hafir sloppið fyrir horn þarna með hjálp frá aðstoðarmanninum. Kannski er ég bara óheppin með vasktýpu.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      03.02.2015 at 15:22

      Ég var einu sinni með svoleiðis og hann fór ekkert í mig 😉

  6. Margrét Milla
    03.02.2015 at 12:43

    ahhhhhhh <3 Þetta er dásemd, vil fá þetta allt.

  7. Alda
    03.02.2015 at 12:50

    Falleg uppstilling 🙂 Ertu búin að selja kommóðuna?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      03.02.2015 at 15:21

      Já – sennilegast er hún seld 🙂

  8. Anna
    03.02.2015 at 12:50

    Svona skálarvaskur og kommóða er því miður bara fallegt á myndum – mín baðinnrétting er sífellt til ama, vaskurinn ópraktísur + ekkert geymslupláss

  9. Þorbjörg K
    03.02.2015 at 16:22

    Mér finnst knús frá réttu fólki best. en kommóðan er flott mundi vilja kaupa hana af þér en ég hef ekki pláss fyrir fleiri húsgögn 🙁

  10. Margrét Helga
    03.02.2015 at 16:37

    Mitt uppáhalds er bloggið 😉 Frá A-Ö, eins og það leggur sig 🙂 Og ekki bara í dag, heldur alla daga! En kommóðan er líka flott…og kertastjakinn…og boxið…og…og…og…!!!

  11. Þuríður
    04.02.2015 at 00:08

    Mér finnst kommóðan æðisleg og eins er ég mjög hrifinn af muffins formunum (vilt þú selja þaug ?)

  12. Sjöfn Finnbjörnsdóttir
    04.02.2015 at 12:06

    það er eiginlega alveg eins kommóða með spegli til sölu í notað og nýtt… ótrúlega flott húsgagn.

Leave a Reply to Berglind Á Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *