Á réttri hillu…

…eða í það minnsta nýrri/gamalli hillu 🙂
Herbergi litla mannsins er enn að breytast.  Því eins og áður hefur verið sagt frá, þá eru herbergi hjá svona smáfólki í stöðugri vinnslu og taka breytingum eftir því sem að smáfólkið hækkar.
T.d. er núna lítill tilgangur í því að hafa himnasæng fyrir ofan rúmið hans, þar sem að Fikti litli Bröltuson myndi bara nota himnasængina sem aparólu.
Eftir að herbergi dömunnar var tekið í gegn í sumar þá var því miður ekki lengur pláss fyrir flottu Siggu Heimis-hilluna hennar (fást í Epal).

Því alveg kjörið að setja hana á vegginn fyrir ofan rúmið …. 

…og svo er bara að leika sér með nokkrar uppraðanir til þess að reyna að finna þá réttu…

…gíraffanir og lundi komnir inn á…

Gíraffar og lundi farnir út af, en kanína og froskur tekin við…

…kanína farin, en aðrar bækur og enn einn bangsinn kominn á kantinn…

…og að lokum var hillan svona (í bili)…

…litlu fiðrildin gefa skemmtilega skugga

…finnst þessi mynd svo krúttuleg, lítill gaur og bíbbi

…hillan er að njóta sín mjög vel á svona dökkum grunni finnst mér…

…jamm alltaf gaman að finna hlutum sem til eru nýja staði 🙂

6 comments for “Á réttri hillu…

  1. 18.11.2011 at 12:29

    Flott eins og allt sem þú virðist snerta!

    En svona í ljósið þess að Aðventan er handan við hornið værir þú þá ekki til í að koma með góða hugmyndir fyrir okkur hinar hugmyndasnauðu af fallegum aðventukrönsum.

    Takk 😉

  2. 18.11.2011 at 13:41

    vá en æðisleg hilla, kemur einmitt rosalega flott út á svona dökkum vegg. love it 🙂

  3. 19.11.2011 at 11:58

    http://lefrufrublog.blogspot.com/2011/11/la-settimana-inizia-con-dolcezza.html

    datt þú í hug þegar ég sá þetta 🙂 hægt að nota blúndur á ýmsan hátt hí hí

  4. Anonymous
    19.11.2011 at 18:26

    íkorninn við hurðina er algert æði.

    -Dísa

  5. Anonymous
    20.11.2011 at 01:16

    Ert þú nokkuð að taka að þér að taka barnaherbergi í gegn? Ég er svo léleg að sjá út hvernig herbergið getur nýst betur og langar frekar að fá einhvern í þetta 🙂

  6. 20.11.2011 at 22:51

    Takk fyrir allar,

    Íris, ég skal reyna að koma með hugmyndir inn af aðventuskreytinum, en það birtast án efa myndir af krönsunum sem koma af kransakvöldunum.

    Gauja, takk fyrir þetta! Ágætt að fleiri eru að blúnda yfir sig en ég 🙂

    Dísa, íkorninn er frekar mikið sætur – og svo hissa á nýju hillunni!

    Nafnlaus, ég hef verið að taka að mér barnaherbergi. Endilega sendu mér bara póst á soffiadogg@yahoo.com og ég skal senda þér svar! 🙂

Leave a Reply to Gauja Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *