Niðurtalning til jóla…

…eða bara til að skrifa skiló!
Krítartöflur eru til margs nýtilegar og mig var búið að langa í svoleiðis í langann tíma.
Því var það einu sinni sem að ég var í Daz Gutes Hirdoz að ég rakst á þessa hérna….
…er þetta ekki bara það fallegasta sem þið hafið séð?
Ekki!  Nú jæja 🙂
Mér fannst í það minnsta lagið á henni bjútifúl og sá strax framhaldslíf í henni…
…af með upphleyptu rósina og svo bara gamli góði spreybrúsinn rifinn á loft.
…verst að ég keypti segulsprey sem að ég ætlaði að spreyja undir krítarmálninguna, svo að ég gæti líka notað þetta sem segultöflu.  En segulspreybrúsinn stíflaðist um leið og ég reyndi að nota hann, get því ekki mælt með því í þetta sinn….
..og að lokum varð útkoman svona…

..hreindýrið er skapalón sem að fæst núna í Rúmfó á 199 kr, snilld!
…þannig að bakgrunnurinn sem var úr fókus í gær, er kominn í fókus í dag 🙂
..ég tók sem sé niður myndirnar af krökkunum mínum tímabundið yfir jólin,
setti þess í stað krítartöfluna og veggstjaka sem að ég átti.
Bætti við smá kristöllum til að “blinga” hann upp, og la voila…
…þeir virka bara ánægðir saman á eldhúsvegginum, þessar elskur!
…eruð þið búin að veita einhverju framhaldslíf?
Annars er ég að reyna að setja ekkert jólaskraut á “sama stað og venjulega” – það er eiginlega alveg mikið erfiðara en það hljómar.  Einhver reynt svoleiðis?
Góða helgi 🙂
p.s. meira jóló í næstu viku?  Eða komin með alveg nóg?

6 comments for “Niðurtalning til jóla…

  1. Anonymous
    25.11.2011 at 08:32

    Endilega meira jóla jóla 🙂 Ótrúlega gaman að þessu 🙂
    ég er ekki að kljást við að setja skrautið á nýjan stað í ár, heldur að hafa það í lágmarki !!!! Það er sko erfitt !!! heheheh
    Er mikil jólakerling og elska skrautið mitt og á margt flott og fallegt skraut sem ég hef safnað í gegnum árin, en núna stendur þannig á að við verðum lítið heima, þannig að það á aðeins að halda aftur af sér og geyma til betri tíma, en að sljálfsögðu varð að setja upp smá 🙂

    góða helgi
    kveðja
    Kristín S

  2. Anonymous
    25.11.2011 at 09:59

    Kannast við vandamálið að sitja jólaskrautið alltaf á sama stað;)Hlakka til að sjá meiri jólapósta frá þér.

    Kv.Hjördís

  3. 25.11.2011 at 11:13

    Alveg geggjað flott! sérstaklega hrifin af blinginu á stjakanum, svo sniðugt að nota svona til að poppa upp og skreyta.

    hahaha þekki það vel að setja skrautið alltaf á sama stað, en þar sem ég umturnaði öllu heima hjá mér í byrjun árs, skipti um herbergi við stelpuna og snéri stofunni við þá er það sko ekki í boði! Enda mikið búin að spá hvernig ég ætla að hafa þetta í ár. Hlakka til að skreyta um helgina!

  4. Anonymous
    25.11.2011 at 12:14

    Endilega meira jóla, jóla 🙂 Er að reyna halda jólafílingnum í lágmarki fram yfir jólapróf. Gengur ekkert allt of vel.

    Alltaf gaman að skoða bloggið þitt annars 🙂

    Kv.
    Bergþóra

  5. Anonymous
    25.11.2011 at 12:35

    meira meira bara gaman að þessu :)elska að skoða þetta allt hjá þér 🙂

  6. 25.11.2011 at 14:46

    Flott taflan og kertastjakinn gjeggjaður 🙂

    Jú það er sko áskorun að skipta um staði…sérstaklega þegar maður hefur búið lengi á sama stað. En það sem vefst sérstaklega fyrir mér í ár er að gera nýtt lúkk á aðventukransinn. Eftir 20 ár… fer maður að endurtaka sig…hehehhe… en ég var að kaupa grenið svo þetta verður græjað í dag eða á morgun 🙂 Víííí 😀

Leave a Reply to Berglind Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *