Bilun…

…getur verið skrítin og skemmtileg.

Þessir þættir sem ég deili með ykkur í dag falla algjörlega undir “bilun” og líka sem skemmtun.

Þetta er eiginlega svona: Jeminneiniáhvaðerégaðhorfa!
Plús, ég er svakalega kvefuð og gæti verið með óráði og þess vegna er að troða þessum ósóma á ykkur – sorry 😉

Extreme Couponing
Amerískar húsmæður sem klippa kúpona og kunna að nota þá.  Við erum að taka um dömur sem borga nánast ekkert fyrir að versla og eru með míni-súpermarkaði í kjallaranum hjá sér – fyndið, skrítið og skemmtilegt 🙂

Extreme cheapskates

Ok, ég vara við þessum þáttum.  Þeir eru frekar svakalegir og það er ekki víst að þið jafnið ykkur eftir áhorfið!

Þýðing á þeim gæti verið: Hryllilegir nískupúkar.

 Við erum að tala um fólk sem er svo nískt að það týmir varla að vera til.
Sem dæmi má nefna:
5 manna fjölskylda sem deilir sama baðvatninu!!
Kona sem gefur manninum sínum kattamat í staðinn fyrir túnfisk!!
Eða kona sem kaupir ekki klósettpappír heldur klippir niður tuskur – og er búin að nota þær sömu í 5 ár!!
Maður sem geymir sturtuvatnið sitt, til þess að nota við uppvask á diskum (namm! hver vill ekki fara í matarboð til hans?)!!

Þetta er eiginlega þannig að maður trúir varla á hvað maður er að horfa – þið voruð varaðar við…

 Ég biðst afsökunnar á að bjóða ykkur upp á þetta!  En þetta er samt svo skemmtilega, ótrúlega svakalega ruglað og maður verður bara fegin að eyða í alls konar vitleysu 🙂

Haha!

Hvað segið þið?
Haldið þið að þið jafnið ykkur á þessu?
Mynduð þið gefa eiginmanninum kattamat í staðinn fyrir túnfisk, til að spara nokkrar krónur?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Bilun…

 1. Margrét Helga
  28.01.2015 at 08:15

  Úff…sumir þurfa bara stundum að fara aðeins yfir strikið! Er reyndar ekki búin að horfa á þetta, en samkvæmt lýsingunni þinni er þetta svolítið svoleiðis 🙂

 2. Berglind Ásgeirsdóttir
  28.01.2015 at 08:38

  OMG! hahaha

 3. Hildur
  28.01.2015 at 08:43

  Nei hættu nú alveg…..ég gat ekki klárað,svo sjúkt
  Ef ég fengi matinn minn á venjulegu amerísku verði yrði ég glöð

 4. Anna Sigga
  28.01.2015 at 17:51

  OMG ég gat ekki horft á allt, lét mér nægja að lesa það sem þú skrifaðir og það var nógu hræðilegt til þess að ég þorði ekki að horfa á allt videoið 😀 😀

  Þetta er nú sjúkt í orðsins fyllstu merkingu !!!!!

 5. Berglind
  28.01.2015 at 21:09

  Okey þetta lið er eitthvað meira en sjúkt…konan með tuskur í stað klósetpappírs, ég gæti gubbað, setur hún annan þvott i sömu þvottavél og þessar klósetpappírstuskur???

 6. Berglind
  28.01.2015 at 21:16

  ég aftur…fólkið er líka veruleikafirrt, maður sparar nú ekki beint mikið á því að elda lasagnað í uppþvottavélinni og eyða ógeðslega miklum álpappír til að pakka því inn svo það blotni ekki…er ekki bara auðveldara að skella því í ofninn???

 7. Þorbjörg K
  28.01.2015 at 23:38

  jeminn eini náði að horfa á kellurnar með cupon miðana það er heilmikill sparnaður í því en þessar konur eiga ekkert líf fyrir utan þetta

  En fékk svo mikið ógeð á hinu myndbandinu þegar fólki sem deilir tannbursta og tannþræði ugh

 8. Inga Rós
  29.01.2015 at 12:21

  Haha ég dýrka svona klikkað lið, Hoarders og My Strange Addiction eru líka frábærir 😀

 9. Kristjana Axelsdóttir
  29.01.2015 at 22:21

  SÆLL!! Sé Íslenskar konur í anda gera þetta og hvað þá hina viðskiptavinina að vera svona sallarólegir í röðinni! Glætan! en common $680 og hún borgar $6…þetta er rugl! 😉 gaman að þessu!

Leave a Reply

Your email address will not be published.