Upp á aðra hæð…

…því það er það eina sem blívar ef plássið klárast á fyrstu.

Reyndar er ég ekki að koma með tilkynningu um að við séum að byggja ofan á húsið – en vá hvað það væri gaman 🙂  Þetta er bara sárasaklaus 2ja hæða bakki sem ég keypti og málaði – það er nú alllt og sumt.

En vindum okkar í það.

Þessi hérna fannst í Góða – dásamlega 80´s eitthvað.
Vantaði bara á hann gervivínberin og þá hefði hann verið pörfekt…

15-2015-01-16-131842

…einhvern tímann hefur þessi sería virkað, og sjáiði bara – þarna eru vínberin…

16-2015-01-16-131847

…mynstrið fannst mér skemmtilegt…

17-2015-01-16-132150

…því ákváð ég að rífa til hennar Mörtu vinkonu minnar, sem ég fékk í Föndru, og mál´ann…

18-2015-01-16-132609

…einmitt iðja sem að hentar svona veðurbarningi…

01-2015-01-25-153757

…svona veður sem er dásamlegt að geta verið inni í…

02-2015-01-25-153813

…og útkoman varð þessi…

11-2015-01-26-114059

…nú þar sem er komin þessi líka fíni te og kaffi-vagn, þá bíð ég bara eftir að hún Beta Breta detti í heimsókn.  Ég hlakka strax til, hún getur sagt mér allt um húðlitaðar sokkabuxur í 100den og skemmtilegar sögur af Harry “litla”…

12-2015-01-26-114114

…eruð þið ekki sammála!
Ekta fyrir tea and crumpets, eða bara hinar sérbresku gúrkusamlokur !’!’!

13-2015-01-26-114122

…dásemdarbollarnir sem ég keypti á Loppumarkaði í Köben er víst enn alveg jafn dásamlegir.  6 stk og hver í sínum lit…

14-2015-01-26-114134

…og svo þegar kvöldar þá er þetta líka bara fallegt…

03-2015-01-25-175810

…og þeir!  Snilld að setja síðan sprittkerti ofan í svona litla bolla, kemur fallega út…

10-2015-01-25-185438

04-2015-01-25-175825

…sé líka fyrir mér að geyma bara matardiska á neðri hæðinni, og litlar skálar uppi.  Þetta væri sennilegtast snilld í sumarbústað…

06-2015-01-25-180012

…sjáið bara þennan dásemdarketil, og svo er sykur- og mjólkurkar í stíl á efri hæðinni.  Þetta fékk ég í gjöf frá henni stóru systur minni, en hún pantaði þetta á Ebay og þetta er frá ca. 1920-1930.  Þar að mynda þetta í betra ljósi og sýna ykkur…

05-2015-01-25-175830
…hvernig lýst ykkur á þetta annars?
Ekki bara fallegt?

09-2015-01-25-185423

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Upp á aðra hæð…

 1. Margrét Helga
  26.01.2015 at 13:15

  Beta Breta!!! Bwahahahahahaha!! Yndislegt alveg hreint! Þið gætuð örugglega skipst á einhverjum gaurasögum og þú gætir komið með skemmtileg ráð til að dekkorera betur höllina hennar 🙂 Hún hlýtur að vera orðin leið á þessu gyllta flúri öllu saman 😉

  En flottur póstur hjá þér mín kæra og um að gera að dunda við eitthvað svona dúllerí í slagveðrinu sem var hér í gær 🙂

  Hlakka til að lesa næsta póst…og þann sem þú skrifar þegar þú byrjar að byggja ofan á húsið ykkar 😀

  Knús…!

  • Soffia - Skreytum Hús...
   27.01.2015 at 02:24

   Já er það ekki! Ég er viss um að höllin er ekki með einn einasta dýrapúða, þó þau séu með dýra púða, jú sí 😉

   *knús

 2. Sigrún
  26.01.2015 at 13:16

  Þetta er bara æði 🙂

 3. Hrafnhildur Þórisdóttir
  26.01.2015 at 15:13

  Þetta er alveg dásamlegt og fallegir bollarnir þínir væri sko gaman að fá sér te úr þeim 🙂

 4. Íris Björk Hlöðversdóttir
  26.01.2015 at 18:20

  Dásamlega fallegt.. alveg heilluð. Þú heppin að vera með svona gott pláss heima hjá þér og geta leyft þér að skreyta að því sem virðist endalaust 🙂
  kv. Íris

  • Soffia - Skreytum Hús...
   27.01.2015 at 02:24

   Þetta var líka svo planlagt eftir mínum haus, þannig að það er kannski engin furða 😉

 5. Guðrún H
  26.01.2015 at 18:41

  Þetta er svo flott, mig langar í svona. Ótrúlegt hvað þú ert fundvís á hluti til að sjæna og gera og græja.

 6. Guðrún
  26.01.2015 at 18:50

  Fannstu þessa nýlega í GH … finnst ég aldrei sjá neitt þar nýlega og ef ég sé eitthvað er það hægra megin og ansi dýrt?…….. Svolítið ósátt við verðlagningu á GH
  Þegar Ikea krukka, svona til að liggja á hlið var 100 kall dýrari en ný í Ikea þá byrjaði ég að bera vel saman.
  Sorrý að vera með þetta hérna en finnst vanta svona ekta “loppemarket”..
  segi svo ji, hi á svona seríu Soffía…. takk fyrir hugmyndina.
  Great minds think alike… humm…

  Ein kalkmálningarspurning, lakkarðu alltaf yfir og ef maður hvíttar (ekki með kalki) getur maður ekki alveg eins notað hvítan grunn og lakkað yfir?? Spyr því ég er með eina hugmynd en finnst of mikið/dýrt að kaupa Föndru kalkmálninguna…..

  Ein öfundsjúk út í 2 hæðina 🙂 bara svo ég segi satt og rétt frá hjá RLR

  • Soffia - Skreytum Hús...
   27.01.2015 at 02:26

   Fann þetta fyrir einhverjum tveimur vikum og þessi var ekki dýr.

   Ég lakkaði ekki yfir og vaxaði ekki heldur, þetta var bara plein málun – því ég er ekki viss um að þetta sé endanlegt look.
   Grunnurinn er alls ekki eins og kalkið. Kalkið er svo svakalega matt og svoldið svona sandað í sér. Krukkurnar eru mjög drjúgar, þannig að ég held að þú ættir að prufa eina dós og sjá hvernig þér líkar. Hugsa að þú verðir bara skotin 🙂

 7. Rannveig Ása
  26.01.2015 at 19:06

  Það er sama hvað þú snertir … allt verður fallegt og fyndið. Græt innan-í-mér yfir öllum fallegu vintage hlutunum sem ég gaf frá mér þegar amma dó. En þannig var bara staðan þá og hana nú. Áfram þú!

  • Soffia - Skreytum Hús...
   27.01.2015 at 02:27

   Awwww….knús!

 8. Sólrún Jörgensdóttir
  27.01.2015 at 09:46

  Finnst þetta æði þú ert snillingur

Leave a Reply

Your email address will not be published.