Örverkefni #2…

…og það er svoldið jóló!
Í þetta var notast við:
Vírherðatré (þessi úr fatahreinsunum)
Vírtangir ( til að beygja ) 
SIA-lengja, græn með örlitlu glimmerögnum á
Fínlegur krumpuvír
Bjöllustjarna
Þetta var svo einfalt og tók um það bil 5 mínútur frá byrjun til enda.
Herðatréð var tekið og beygt í hring með vírtöngunum,
mjög sniðugt að nota það í þetta þar sem að kransinn er með tilbúin hanka frá fyrstu stundu.

…lengjan var með litlum plasthringum á endunum sem að ég smeygði bara yfir hankann á herðatrénu,
síðan var hún vafin allann hringinn…

..eins og sést aðeins á þessari mynd, þá vafði ég síðan fínlegum krumpuskrautvír allan hringinn,
bæði til þess að fá smá glitr í kransinn og til þess að halda honum fallegri í laginu…
…mér fannst hann eitthvað tómlegur, þannig að ég skellti bjöllustjörnu innan í…

…og þannig fékk ég voða sætann lítinn krans á spegilinn í forstofunni.
Hafið þið gert ykkur krans úr herðatré?? 🙂 

5 comments for “Örverkefni #2…

  1. 01.12.2011 at 13:35

    vá þessi er gordjöss… ég er búin að gera ein svona típískan með jólakúlum 🙂

  2. 02.12.2011 at 20:18

    þú ert náttúrulega bara snillingur og allt svo smekklegt hjá þér
    kveðja Adda

  3. Anonymous
    21.11.2012 at 23:26

    Nú er bar að henda sér í kransagerð!!! þetta er rosa smart og einfalt. Flott eins og allt sem þú gerir:-)
    Kv Guðrún

  4. Anonymous
    22.11.2012 at 09:09

    Ekkert smá flott! Hvar fékkstu lengjuna og bjöllu stjörnuna?

  5. Anonymous
    22.11.2012 at 10:30

    Æðislegt! Snilldar hugmynd! Flott hjá þér eins og allt annað sem þú ert að gera. Elska að kíkja hingað inn á síðuna þína.
    Kv. Kristín

Leave a Reply to Adda Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *