Innlit í Rúmfó – Korputorgi…

…er það ekki bara ágætt svona til þess að koma sér í gang.
Í það minnsta var ég töluvert hressari eftir þessa bæjarferð og komin í smá gír.

Ég man ekki hvort að ég hafi sýnt þessa mynd áður, en í það minnsta – þetta eru þær gluggafilmur sem eru til í Rúmfó, en þeir selja hins vegar ekki AB mjólk 😉

IMG_4317

…ég er pínulítið með þessa mottu á heilanum og langar í hana inn í stofu…

IMG_4841

…húrra fyrir krúttulegum vegghillum á góðu verði, svo væri hægt að mála toppinn og skúffurnar í öllum regnbogans litum sem henta þér…

IMG_5857

…þessi finnst mér líka dulítið dásamlegur, og aftur – brill verð…

IMG_5858

…vissuð þið að þarna fást líka húnar á Ali-Baba-verði – eða svo gott sem…

IMG_5859

…dásemdar litir…

IMG_5860

…og áferðir…

IMG_5861

…og mynstur…

IMG_5862

…og líka fyrir þær litaglöðu…

IMG_5863

…rakst líka á þetta krútt – hallú…

IMG_5865

…servéttur með einföldum skilaboðum…

IMG_5868

…og fánalengjur sem væru snilld í barnaherbergin…

IMG_5869

…fyrir þær sem eru eldhræddar, LED sprittarar…

IMG_5870

…voruð þið búnar að sjá alla snagana?
Þessir finnst mér æði, nokkrar týpur…

IMG_6044

…uglusnagar – í gulu…

IMG_5878

…og í grænu…

IMG_5880

IMG_6049

…og þessir – æææææði…

IMG_5879

…og þessi stóra bjútíkvín var líka asskoti huggó…

IMG_5882

…nei sko, hver er komin á útsölu – essasú?

IMG_5883

…lovely indeed…

IMG_5884

…ef þið hafið ekki fengið ykkur svona, þá mæli ég með því að þið reddið því í hvelli.
Þessir eru 5 saman í kassa, og alveg ferlega flottir á bakka.
Hef stundum gefið þá í gjafir með bakkanum fallega á tveimur hæðum…

IMG_5887

…fleiri krútt komin á útsölu – usssssssusss…

IMG_6002

…þessar finnst mér snilld – og sérlega viðeigandi inn í herbergi unglinga sem fara flestir framm á Deluxe Þvottaþjónustu foreldra sinna…

IMG_6003

…Hreinsi mættur aftur, dulítið flatur en það er hægt að fá fyllingu í hann.  Enda eru full hreindýr snilld…

IMG_6004

…þessar kusur voru líka fínar – muuuuu…

IMG_6005

…þetta krútt var á útsölu líka, hann fer víst ekkert úr hárum þessi…

IMG_6006

…meiri snilld á útsölu.  Þegar ég sá þessar svona raðaðar upp, þá langaði mig að fá mér aðra og festa þær á vegg svona í barna- eða föndurherbergi, bara sneddí…

IMG_6007

…krúttupúðinn sem henni Eddu langar í, kominn á útsöluna…

IMG_6008

…og þessi hérna, sem ég tók og DIY-aði hérna um árið (sjá hér)

IMG_6009

2014-03-24-185818

…þetta yndi, sem er í stelpuherberginu (sjá hér)

IMG_6011

2014-04-10-173950

…geymslubækur – fela leiðindi eins og t.d. fjarstýringar og annað slíkt…

IMG_6012

…og þessi teppi – það er eitthvað kósý við þau…

IMG_6013

…þessir eru æði – ég á einn svona og mér langar í fleiri enda sérlega fallegir og í alls konar mynstrum…

IMG_6014

….eins finnst mér þessir fallegir og æðislegt að setja þá ofan á venjulega kertastjaka…

IMG_6015

…hér er margt sem mér líka, bara allt – luktin, glerkúpullinn og hjörtun…

IMG_6016

…1, 2 og 3 komnir aftur…

IMG_6017

…og þessi kominn á útsölu, flottur t.d. með ávexti – eða ef þú átt stórt baðherbergi, fyrir bling og annað slíkt..

IMG_6018

…stjarna og lukt – svo mörg voru þau orð…

IMG_6020

…þessir eru stórir og frekar geggjaðir…

IMG_6021

…aftur, lítill diskur sem væri æði fyrir skartið…

IMG_6023

…og þessi fína lína komin á útsöluna…

IMG_6024 IMG_6025 IMG_6026

…100krónur er ekki mikið fyrir fínann bolla 🙂 …

IMG_6027

…þetta eru geymslukassar, held að þeir gæti verið sérlega krúttaðir í herbergi hjá litlum bílaáhugamönnum, og konum…

IMG_6028

…þessi finnst mér æði, fyrir þá sem eru með pínu peð – skógarþema í svona líka fallegum litum…

IMG_6029

…geggjuð ekta ullarteppi…

IMG_6030

…mjög falleg og klassísk…

IMG_6031

…ég veit nú um dúllur sem myndu fíla þetta í ræmur…

IMG_6032

…frú Aðalheiður á Selfossi, ég er að horfa í áttina til þín 😉

IMG_6033

…plastdúkar…

IMG_6035

…og geggjuð efni…

IMG_6036

…þessi ææææði í stelpuherbergið…

IMG_6037

…kósý vetrar púðar…

IMG_6038

…og fleiri snagar, snagabretti í þetta sinn…

IMG_6040

2014-08-03-201251

…fuglasnagi…

IMG_6043

…hreindýrasnagi…

IMG_6054

…þetta krukkukrútt er komið á afslátt – og ég er farin að gera mér grein fyrir krukku- sem og klukkublæti mínu…

IMG_6047

…þessi hérna heillaði líka frúnna – eitthvað svo frönsk og fínleg, og fullkomin stærð á henni, kostaði undir 2000kr…

IMG_5881

…og þessir komu í tveimur litatónum og kostuðu um 1395kr allir þrír saman…

IMG_6057

…þess vegna komu stjakarnir og klukkan með mér heim 🙂

13-2015-01-22-164947

…daman mín er búin að eiga sína svona í nokkur ár, og alltaf jafn sæt…

IMG_6053

…svo veit ég nú að það eru margar þarna úti sem eiga eftir að LOVE þessa hérna, í svörtu og hvítu…

IMG_6055 IMG_6056

…síðan svona í lokin var ekki úr vegi að deila með ykkur hreindýraservéttum…

IMG_6058

…og auðvitað einni kertauglu.

Sá reyndar fyrir mér að spreyja þessa í öðrum lit 🙂

Hvað er annars ykkar uppáhalds?

IMG_6059

p.s. það er von á öðrum pósti síðar í dag með því sem “þurfti” að koma með mér heim!

10 comments for “Innlit í Rúmfó – Korputorgi…

  1. Margrét Helga
    23.01.2015 at 08:19

    Úff….langar í svooooo margt þarna! Allir þessir snagar, púðar, kertastjakar, krukkur….langí!!! Hló nokkrum sinnum líka…þú ert svoooo frábær penni, kona! Full hreindýr, tíhí!! 🙂

    Takk fyrir póstinn mín kæra!! Mun rífressa síðuna þína ca 100 sinnum í dag á meðan ég bíð eftir næsta pósti 😉

    • Sonja
      26.01.2015 at 23:54

      Takk fyrir að deila þessum myndum með okkur verð greinilega að gera mer ferð í Rúmfó í korputorgi svo margt fallegt þarna 🙂

  2. Margrét Milla
    23.01.2015 at 09:20

    Þú verður held ég að vera með skipulagðar Rúmfatalagers ferðir frá BSÍ, því ég sé aldrei neitt þarna þegar ég fer þangað en svo póstar þú einhverjum svona pósti þaðan og ég er alveg bara WHAT? 😮 Mig langar í allt!

  3. Svandís J
    23.01.2015 at 10:43

    Svei mér þá…. Ísland (ja amk RL) gefur Germany sko ekkert eftir í verði og vöruúrvali… spurning um sjopping trip til Íslands bara 😉

    Knúz
    Svandís

  4. Asa
    23.01.2015 at 11:37

    aawww…. Farinn í dag-draumalandið!!!

  5. Margrét Káradóttir
    23.01.2015 at 18:59

    Hvíti, tvöfaldi bakkinn á baðherbergi, já auðvitað, af hverju datt mér það ekki í hug fyrr?!!!

  6. Ásthildur Þorsteinsdóttir
    24.01.2015 at 23:07

    Þú hefur veitt mér innblástur í að byrja að DIY hluti sem ég á til og á þessum pósti sá ég perfect snaga/hnúða til að setja á eina vegghillu! mange takk 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.01.2015 at 14:55

      Yndislegt að heyra – takk fyrir!

  7. Regina
    27.01.2015 at 00:23

    Dasamlegt eg for i Korptorgid a sunnudaginn eg sa ekki helminginn af tessum fallegu hlutum 🙂 verd ad fara a morgun 🙂

  8. Regína
    29.01.2015 at 12:21

    Dreif mig í RL eftir að hafa skoðað síðuna þína og keypti 12 húna á eldgamalt snyrtiborð sem ég er að gera upp fyrir 3400 kr það er vel sloppið 🙂 Þá fór líka ýmislegt annað ofaní körfuna 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *