Enn minna DIY…

….hmmmm, ef ég á að segja ykkur alveg með sanni.
Þá er ég pínu batterýslaus þessa dagana.  En það kemur víst fyrir að bestu bæjum og þið verðið bara að hafa smá biðlund þar til ég fæ vindinn aftur í seglin.

En stundum er líka í lagi að láta bara bera fyrir í rólegheitum og bíða eftir réttu færi.

En á meðan, munið eftir brettinu sem ég skreytti núna á mánudaginn (sjá hér).

Á sama tíma og ég gerði það, þá breytti ég þessu hérna litla hitaplatta sem ég fann í þeim Góða…

01-2015-01-16-140018

…en ástæðan fyrir að mér langar að sýna ykkur þetta, er svona til þess að sjá muninn á hvernig þetta er málað.  En samt með svipaðri útkomu.

Ég notaði áfram fínu kalkmálninguna frá Föndru, þessa hvítu (sheepskin)…

04-2015-01-16-140552

…og myntugrænu (grotto)…

05-2015-01-16-140554

…síðan setti ég bara slurk af hvoru fyrir sig á þykkt blað og blandaði eftir hendinni svo ég fengi rétta litinn…

03-2015-01-16-140550

…svo var bara málað – en öfugt við það sem ég gerði með brettið – þá notaði ég ekkert svarta málningu á kantana…

02-2015-01-16-140546

…heldur bara heilmálaði allt með litinum góða…

06-2015-01-16-142731

…síðan tók ég svona lítinn uppþvottasvamp, þið vitið eins og maður kaupir í Bónus eða Rúmfó, og klippti hann niður.  Setti hann aðeins ofan í svarta málningu, bara lítið og létt, og strauk svo yfir kantana.

Þá varð útkoman svona…

07-2015-01-16-153754

…setti síðan yfir smá vax, svona til þess að elda og dýpka litinn, og þá var þetta komið…

08-2015-01-16-153758

…einfaldara verður það varla og svona þarf engann sandpappír eða neitt vesen.  Bara smá málningu og prufa sig áfram…

09-2015-01-16-164148

…mæli með þessu, fara í Góða eða bara í geymsluna, og prufa sig áfram 🙂

10-2015-01-16-164152

Yfir og út í bili, og ég ætla að leita að innblæstri!

Þetta gæti verið einhvers konar janúarblús?  Er það ekki alþekkt fyrirbæri?

*Knúsar*

11-2015-01-16-164201

Þú gætir einnig haft áhuga á:

6 comments for “Enn minna DIY…

  1. Margrét Helga
    22.01.2015 at 08:19

    Vá hvað þetta er flott hjá þér 🙂 Liturinn tónar algjörlega við eggin á myndinni og gerir þau bara flottari 🙂

    Taktu þér bara þinn tíma til að safna kröftum mín kæra. Við bíðum hér þolinmóðar þangað til þú kemur aftur sprækari en nokkru sinni fyrr 🙂 Held við könnumst allar við svona batterýsleysi…

    Knús til þín, mín kæra

  2. Íris Björk Hlöðversdóttir
    22.01.2015 at 09:16

    Afskaplega fallegur hjá þér. Þú ert svo mikill “dúer” og mátt alveg við því að slaka aðeins á yfir kertaljósi í janúar.. það er bara gott og gefandi mín kæra að leifa sér að gera stundum svona nánast ekki neitt nema stara í logann 😉

  3. Anna St. Jónsdóttir
    22.01.2015 at 18:30

    Þú ert alveg ótrúleg. Þú gerir fallega og frábæra hluti úr engu 🙂
    Vildi óska að ég hefði smá, bara smá af þessu hugmyndaflugi þínu og smekkvísi 🙂
    Takk fyrir að halda þessari síðu úti <3

  4. Margrét
    22.01.2015 at 20:27

    Yndislega fallegt hjá þér og liturinn fullkominn.

    Skil að þú skulir vera orkulaus. Mér finnst oft koma tímabil eftir jólin, sem ég er bara “búin á því”. Maður notar og notar orku í nóvember og desember og þegar allt dettur svo í dúnalogn eftir hamaganginn, er maður bara alveg vind- og orkulaus. Bara alveg eðlilegt og um að gera að leyfa sjálfum sér að hvílast og hlaða sig á ný. Hafa það huggulegt. Við bara bíðum sallarólegar :).
    Ég sendi þér hér með skemmtilega og inspirerandi síðu (þú þekkir hana kannski) -fullt af alls konar skemmtilegheitum hérna og hugmyndir. http://www.livelovediy.com – hún er líka á facebook.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.01.2015 at 14:58

      Takk fyrir þetta 🙂

  5. Brynja
    23.01.2015 at 04:06

    lekkert!

Leave a Reply to Soffia - Skreytum Hús... Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *