Nýtt á jólum…

…því að þá fá flestir fallega pakka og í þeim leynast fallegir hlutir.
Fáir pakkar eru jafn fallegir og þessi sem litla stúlkan okkar færði okkur úr leikskólanum….

…í þessum yndislega pakka leyndist lítill engill og jólamús, ásamt fallegri stjörnu…
…litli engillinn sem að engillinn minn bjó til….

…og á öllum heimilum ætti að vera til lítil jólamús 🙂

…er þetta ekki bjútifúlt?

…annað nýtt, sem kom reyndar ekki úr pakka – heldur bara úr kassanum, er þetta dásamlega zinkhús.
Ég er búin að vera að  leita að svona húsi í lengri tíma því að ég hef séð þau mikið á norsku/dönsku bloggunum…

…þetta fann ég í Europris og bara stóðst það ekki….

…held því samt stíft fram að jólasveinninn hafi fært mér þetta 😉

9 comments for “Nýtt á jólum…

  1. Anonymous
    28.12.2011 at 11:13

    Æðislegur engillinn og jólamúsin sem að litlan þín færði ykkur. Þetta zinkhus er geggjað;) Ég sem er alltaf að svipast um eftir zinkhúsum var ekki búin að taka eftir þessu;)

    Kv.Hjördís

  2. 28.12.2011 at 11:42

    Valdís Anna er greinilega sami skreytisnillingurinn og mamma sín 😉

  3. Rut
    28.12.2011 at 13:42

    Sæl, æðislegar myndir og snilldar síða hjá þér, er búin að vera fylgjast með þó ég sé ekki dugleg að commenta 🙁
    Langaði samt að forvitnast ertu með góðar hugmyndir af töff hönnun eða uppsetningu eða hugmyndum í þvottahús, langar svo að lífga uppá þvottahúsið mitt það er svo líflaust og safnast bara drasl þar inn… varstu búin að setja þvottahúsafærslu inn kannski 🙂 takk fyrir frábæra síðu! Fylgist með daglega!

  4. Rut
    28.12.2011 at 15:30

    Ég fann reyndar þvottahúsfærsluna frá lesanda 😀 frábærar hugmyndir þar!

  5. Anonymous
    28.12.2011 at 15:31

    Kærar þakkir fyrir frábært blogg og frábærar hugmyndir. Mig langar svo að vita í hvaða Europris búð þú fékkst húsið ég búin að fara í tvær og enginn kannast við það

    kv. Elin

  6. Anonymous
    28.12.2011 at 17:27

    Það er vist orðið uppselt allsstaðar fyrir dálitlu síðan sagði einn mér. Vonandi kemur eitthvað i þessum dúr fyrir næstu jól:)

    Kv.Hjördís

  7. 29.12.2011 at 00:07

    Sælar allar og takk fyrir kommentin 😉

    Ég fékk þetta Zinkhús í Europris á Völlunum í Hafnarfirði, og þegar að ég keypti mitt þá var eitt eftir – þannig að hlaupið af stað 🙂

    Rut, ég er búin að vera að pæla í að setja inn þvottahúsafærslu af mínu þvottahúsi en það er engin bjútíkvín. Þið verðið bara að taka því eins og það er, ef þið viljið sjá!

    *knúsar

  8. Anonymous
    29.12.2011 at 09:39

    Það er uppselt hringdi þangað í gærmorgun;) Ætli ég verði ekki að láta litla zinkhusið sem að ég keypti í Lín design duga;)

    Kv.Hjördís

  9. Anonymous
    29.12.2011 at 15:23

    Vúhú þrjóska ég fann eitt sýningarhús á heilar 800 kr svo að nú á litla krúttlega zinkhúsið mitt úr Lín design félaga;) Meira að segja búin að taka mynd af þeim saman;)

    Kv.Hjördís

Leave a Reply to Anonymous Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *