Dásemd…

…varð á vegi mínum í gær.  Ég fór með krílin mín og hitti góðar vinkonur og þeirra kríli í heimahúsi.
Húsfreyjan á heimilinu (og dætur hennar líka reyndar) er alger snillingur í höndunum og ég fékk leyfi til þess að deila dásemdinni með ykkur 🙂
Njótið vel….
Snillingurinn málaði þessa geggjuðu hreindýramynd ásamt því að smíða sér “arinhillu” til þess að láta sokkana hanga á…
…ferlega flottir könglakertastjakar úr Blómaval
…yndislegt lítið jólahús, lofit!
…sjúklega sætir litlir sveppir sem hanga á jólatrénu…
…bakki með yndislegum jólatrjám og krúttulegustu hreindýrum í heimi..
…og já, þessi ugla er dásemd, ljós úr Kisunni…
…eins og það sé ekki nóg að snillingurinn smíði hillur og máli eins og engill, þá saumaði hún líka þessa yndislegu jólasokka handa krílunum sínum.  Úr hverju saumaði hún þessa dúllulegu sokka, úr peysu af sjálfri sér  – er þetta ekki snilld?
…litlir stafir festir með borða…
…elsk´etta hús
…elsk´essa köngla
…kjútness óverload – hjááááááálp 🙂
…svo verð ég að segja að ég elska þetta málverk, þetta er ekkert smá flott hjá henni 🙂
…allt fullt af flottu fíneríi….
…önnur flott mynd eftir húsfreyjuna….
….og já, meira af kjútness-i 🙂
…en þó að húsfreyjan sé líka saumasnillingur, þá eru hornin ekki saumuð á sæta hundinn 🙂
…og svo smá mont af sætu krílunum okkar 🙂
…sko, sjáiði – hornin eru laus 😉
Takk fyrir að leyfa mér að birta myndirnar heiman frá þér dúllan mín ♥

8 comments for “Dásemd…

  1. Anonymous
    29.12.2011 at 09:30

    Alltaf gaman að skoða bloggið þitt og það er reyndar orðið mitt uppáhalds heimilisblogg:)
    Hanna

  2. Anonymous
    29.12.2011 at 09:50

    Greinilega algjör snillingur og hreindýramyndin er æði!

    Kv.Hjördís

  3. 29.12.2011 at 10:39

    jjii hvað þetta er allt fallegt, sniðugt að gera svona “arin”

  4. Anonymous
    29.12.2011 at 10:49

    Svakalega flott … fuglamyndin GEÐVEIK … er hún að selja myndir ?

  5. Anonymous
    29.12.2011 at 10:55

    Skemmtilegt blogg hjá þér. Er búin að vera að rúlla yfir það. Eitt sem mig langaði að spyrja þig að, hvaða spray málningu ertu að nota til að spreyja hluti úr messing og stáli? Hvar kaupir þú hana.
    kv
    Ína

  6. 29.12.2011 at 11:25

    Takk fyrir allar saman! Ég veit ekki hvort að hún sé að selja myndir – ég skal kanna það 🙂

    Ína, ég er að nota basically allt sprey á allt, það er svona mottó-ið! Hef ekkert verið að grunna eða gera neinar kúnstir, bara spray and sway – sem sé spreyja og hreyfa hendina til þess að reyna að koma í veg fyrir lekarendur!

    kv.Soffia

  7. Anonymous
    29.12.2011 at 17:20

    Ótrúlega flott 🙂 takk kærlega fyrir inspiration-ið 🙂 ætlum að föndra svona gervi kerta arinn….veit reyndar ekki alveg hvað ég set á gólfið til að geta sett kertin en það hlýtur að koma hugmynd 🙂 elska bloggið Dossa mín og ég elska hálsmenið sem kallinn minn keypti hjá þér um daginn 🙂
    kv. Erla

  8. Anonymous
    29.12.2011 at 23:07

    Æði – ég er sjúk í þessa sveppakolla ykkar 😉

    Kv. Karítas

Leave a Reply to Dossa G Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *