Litlu hlutirnir…

… á trénu okkar.  Ég reyni alltaf að gæta þess að hafa hlutina í stíl, en þó ekki á kostnað þess að nota það sem að ég á og þeirra hluta sem hafa tilfinningalegt gildi.  Tréð okkar virkar kannski mjög stílhreint og hvítt þegar horft er á það úr fjarlægð, en ég vildi sýna ykkur hina og þessa smáhlutina sem hanga á því…
…þessi tvö voru á pökkunum sem að krakkarnir fengu frá okkur í fyrra, reyni að kaupa eitthvað skraut á hverju ári sem að ég hengi á pakkana þeirra sem fer síðan á tréð.  Hugsa mér að seinna komi þau til með að fá þetta með sér á sitt tré…

…bleikur og blár engill, líka skraut af pökkum…

…snjókornið á toppinum var keypt í jólahúsinu á Akureyri.  Æðislega snjókarlakúlan var gjöf frá lillunni í fyrra og hvíti engillinn er eldgamall, hékk á jólatrénu heima hjá mér þegar að ég var lítil…

…ég hef verið að kaupa alls konar snjókorn í gegnum tíðina, þessi glæru koma frá USA og voru keypt í ýmsum gerðum…

…nei sko, þarna er t.d. pakkaskrautið frá því í ár komið á eina greinina…

…þetta eru fleiri gamlir englar sem að voru á jólatrénu heima hjá mér þegar að ég var lítil, þeir eru í hvítu, bláu og rauðu… 

…þessar tveir kúlur eru þær einu sem að ég á eftir hana ömmu mína, 
mér þykir ofsalega vænt um þær og þær fara alltaf á tréð…

…óbrjótanlegir jólasveinar, 

mjög góðir fyrir litla kalla sem að mega ekki brjóta og skemma 🙂 

…fiðrildin voru skreytingar í brúðkaupinu okkar, þau rötuðu á tréð eitt árið og hafa fengið að vera síðan…

..pakkaskrautið sem var á pökkunum til krakkana í ár, silfurfuglar…

…rauður engill, ekkert gamall en kom á pakka til dömunnar og henni finnst hann æði, og þá er hann að sjálfsögðu í heiðurssæti á trénu. 

…stóra systir reyna að kenna litla kallinum hvernig á að koma fram við svona jólatré

…og hann er mikið að reyna að vera ekki að pota mikið, takið eftir höndum fyrir aftan bak…
…en stundum er bara of erfitt að mega ekki koma við og maður missir stjórn á puttunum 🙂

3 comments for “Litlu hlutirnir…

  1. 30.12.2011 at 10:40

    Vááá….ekkert smá fallegir hlutir sem þú ert með á jólatrénu. Mér finnst alltaf jafn gaman að skoða jólatré hjá öðrum og hvað fólk skreytir þau með mismunandi hætti 🙂 Þú getur kíkt á skrautið mitt á blogginu mínu 😉

    kv
    Kristín

  2. Anonymous
    30.12.2011 at 10:53

    Sjúklega flott eins og alltaf 🙂
    Kv. Sigga

  3. 02.01.2012 at 08:07

    Æðislega fallegt!! 🙂

Leave a Reply to kristinvald Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *