Ahhh-tilfinningin…

…en sumir segja að allt sé svo tómlegt þegar að jólaskrautið fer niður!

Ég finn ekki fyrir þessari sömu tilfinningu, kannski vegna þess að húsið mitt er svo smekkfullt að staðaldri (haha! – þó vonandi smekklega fullt).  Ég upplifi þetta meira sem ahhhh-hreinleikatilfinningu…

11-2015-01-08-154723

…en ég vona að þið sem finnið fyrir þessu tómarúmi – notið tækifærið og fyllið upp í það!

Þar sem áður stóð jólaskraut, setið núna pottaplöntu, eða fáið ykkur búnt af dásamlegum túlípönum eða rósum.  Ég gaf t.d. mömmu og pabba rósabúnt á gamlársdag, og seinasta laugardag stóðu þær ennþá – og þetta voru rósir úr Hagkaup…

12-2015-01-08-154726

…það er líka kjörið að nota áfram það skraut sem ykkur þykir fallegt og eiga sem vetrarskraut, eins og ég hef áður spjallað um…

13-2015-01-08-154736

…t.d. tók ég hnettina sem hengu á jólatrénu og setti þá í kúpul inni í stofu – sumt er alltof fallegt til þess að loka ofan í kassa 11 mánuði á ári…

14-2015-01-08-154747

…ég er enn með furu í vasa, frá því í byrjun desember.  Ódýr og falleg leið til þess að fylla upp í tómarúm, og að fá náttúruna inn til sín…

15-2015-01-08-154756

…og svo er það kertin – dásemdarkertin.
Það er bara þannig að um leið og maður kveikir á kertunum þá hlýnar manni, í sálu og sinni – og það er ekki sjálfgefið…

16-2015-01-08-154801

…ef ykkur þykir borðið vera tómlegt, notið þá bækur og blöð undir einstaka hluti.  Það “rammar” þá inn, hækkar þá í rétta hæð og gefur smá fjölbreytni í uppstillingar…

17-2015-01-08-154805

…ég var svo heppin að fá þessar dásemdir í jólagjöf frá mömmu og pabba!
Búin að langa að eignast pínurnar lengi og varð því alsæl…

18-2015-01-08-154810

…eiginmaðurinn ekki alveg jafn mikið inn í Bing & Gröndal fræðunum og hváði: “hvað eru pínur?”  Ég útskýrði því að þetta væri magapína, hausverkur og svo frv.  Svipurinn sem kom yfir andlit hans var alveg kostulegur!  “Og hvað?!?!  Ætlum við bara að vera með styttur af krökkum að drepast úr verkjum hérna upp um alla veggi”.

Muhahaha… þessir kallar!  Ójá, við verðum sko með þær uppi, ég “píni” hann til þess 😉

19-2015-01-08-154817

…sko, sjáið þið það ekki núna sem ég var að meina!

Þetta er svona ahhhhhh…….hreinleikatilfinning!

20-2015-01-08-154859

…sömu sögu er að segja í eldhúsinu.

Verið að gera svona “ahhhh-hreinleikafíling” – eins og t.d. með því að setja svona lítinn bakka undir sápu- og uppþvottalöginn.  Fann síðan litla skrúbbarann í myntugræna-litnum í Bónus og leyfi honum líka með heim…

21-2015-01-08-154939

…á hornunum er stjörnukrans sem ég fékk í Sirku, og svipaður fékkst í Púkó og Smart…

22-2015-01-08-154947

…og litlir skautar, því skautar eru vetrar – ekki satt?  Svo gamli silfur-bakkinn frá henni mömmu, því eins og ég segi – hvurs vegna að eiga svona dásemdarbakka ef honum er ekki stillt upp…

23-2015-01-08-154955

…og krukkur eru nú með morgunkorni en ekki jólakruðerí (sko, þessar karamellur eru bara neyðarsjóður – ef manni bráðvantar sykurskammtinn)…

24-2015-01-08-155012

…og skenkurinn góði varð auðvitað afjólaður – hvítt er það þó áfram, hvítt og silfur og gróft í bland – kósý að mínu mati…

25-2015-01-08-155032

…að stafla kökudiskur á fæti er góð skemmtun – mæli með þessu fyrir ykkur ef það vantar einhverja iðju að stunda…

26-2015-01-08-155038

…hvít ljósasería lifir áfram, og auvitað zinkhúsið góða – og sko til – smá bambaskott hefur tekið sér blund fyrir utan kotið – kósý!

27-2015-01-08-155051

…og svo eru það bara nytjahlutirnir – elska svona nytjahluti sem gleðja augu mín, það er gott mál…

28-2015-01-08-155104

…og getum við ekki bara verið sammála um að breyta tómleikatilfinningu – í svona “ahhhhhhh hreinleikatilfinningu”.
Nota tækifærið og versla í skápunum heima, eða háaloftinu, og finna eitthvað og prufa að setja það upp á nýja staði.

Gamla silfrið, fallegu könnuna eða bara það sem við erum að “spara”.

Hættum að vera alltaf að spara hlutina og geyma þar til einn góðann veðurdag, því dagurinn í dag, er bara ágætisdagur og við eigum að njóta hans!

❤ Knúsar á línuna ❤

29-2015-01-08-155125

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Ahhh-tilfinningin…

  1. Berglind Ásgeirs
    14.01.2015 at 08:13

    Yndislegt 🙂 það er reyndar frekar tómlegt hjá mér enda fluttningar á næsta leiti svo innblástur fer mest í að hugsa um næsta pláss til að búa í. Pinterest er mikill vinur minn þessa dagana.
    En Bing & Gröndal fræðin eru oft misjöfn, en frænka mín kom einn daginn heim með stell sem henni var úthlutað úr dánarbúi. Sagði manninum sínum að þeim hefði verið úthlutað Bing & Gröndal .. hann svarði um hæl “þekkjum við þá?” 😀

  2. Margrét Helga
    14.01.2015 at 11:42

    Alltaf flott hjá þér mín kæra 🙂 Er ekki alveg komin með þessa hreinleikatilfinningu ennþá, þarf aðeins að betrumbæta og svoleiðis… 🙂 Yndislegur póstur frá þér eins og alltaf!

  3. Kolbrún
    14.01.2015 at 14:41

    Er einmitt að vinna í þessari tiltekt og þá fer að vanta hugmyndir hvað gerir maður í staðinn og auðvitað kíkir maður á síðuna þína góðu og flettir yfir gamalt og nýtt og fær auðvitað strax hugmyndir, vantar einmitt td svona pumpubrúsa í eldhúsið bara flott Tkk fyrir mig

  4. Anna Sigga
    14.01.2015 at 14:53

    já þetta er flott, elska hvítu húsin þín og jarðkúlurnar … mig langar mikið í svoleiðis hihiihi enn ekki núna bara seinna 🙂

    takk takk 🙂

  5. Edda Björk
    14.01.2015 at 15:14

    Knúz … Edda

  6. 14.01.2015 at 15:31

    Hahahahah hvað ég skil manninn þinn! Nákvæmlega það sama og ég hugsaði þegar ég var lítil og mamma og amma voru að safna pínustyttunum – mér leist betur á sjávarbörnin 🙂

    Flottar uppstillingar – gaman að sjá!

    kk Kikka

  7. Sigrún Austfjarðapúki
    14.01.2015 at 16:02

    Svoooo sammála.
    Tómlegt í smá stund en það jafnar sig fljótt með allskyns dúlluskreytingardóti 😉 Dett þó stundum í svona minimal stíl eftir jól og finnst ég með of mikið dót. Þessir bóndar ættu nú bara að komast í hvíldarinnlögn vegna skreytiofnæmis, örugglega vöntun á slíku úrræði;) Knús knús á nesið fagra 🙂

  8. Kristjana Axelsdóttir
    14.01.2015 at 17:44

    Já það verður ansi tómlegt á þessu heimili þegar jólin fara í kassa enda orðnir 12 plastkassar!!!!

    En það góða við það er að áður en ég set jólin upp þá tek ég ansi margt og set í kassa í staðin. Þannig að það er ekki “eins” tómlegt.

    Nú fer maður að setja sig í gírinn til að græja og gera meira “dossuthing” hérna… æðisleg tilfinning 🙂

  9. Elísabet
    14.01.2015 at 21:25

    Hlýlegt og kósý 🙂

    Má ég spyrja hvort þú veist hvar foreldrar þínir fengu pínubörnin? Mig hefur dreymt um þau frá því að ég var unglingur en hvergi fundið.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.01.2015 at 21:33

      Takk Elísabet, þetta eru pínurnar sem að mamma átti sjálf og er búin að eiga frá því að ég man eftir mér. Þannig að þetta hefur fengist í Kosta Boda eða eitthvað svoleiðis á seinustu öld 😉

      • Elísabet
        16.01.2015 at 12:29

        Það hlaut að vera… þetta var til á mínu æskuheimili en þær týndu tölunni með árunum og mig hefur alltaf langað að eignast þær sjálf… hef haft auga með þeim í tæða 2 áratugi og ekki fundið… ekki einu sinni í DK 🙂

  10. Jóna Björk
    24.01.2015 at 23:34

    Ó svo kósy! Má ég spyrja hvar þu fékkst litlu hnettina? 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      25.01.2015 at 14:55

      Jóna, þeir fengust í Litlu búðinni minni, kosta 1990kr – getur sent mér póst á soffiadogg@yahoo.com ef þú hefur áhuga 🙂

Leave a Reply to Kristjana Axelsdóttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *