Ikea kallar…

…nánast alltaf á mig.  En núna fremur en áður, þar sem að það er útsala 🙂
Verðin eru nú alltaf góð í Ikea og með afslætti þá verður þetta enn betra…..woot woot!
Ég fór á smá innkaupafyllerí á netinu og hér er útkoman:

Síðan sá ég Jansjö lampann hjá þeim og svei mér þá…
..það væri ekki erfitt að nota hann og útbúa svipaðann lampa og ég gerði fyrir dömuna mína í sumar!

Síðan verð ég að mæla með að kaupa nokkra Söndrum-ramma í mismunandi stærðum..

…þeir eru svo fallegir í myndagrúbbum – og sérstaklega í stelpuherbergjum.

Ef þið munið eftir fallega herberginu hennar KK frá því í sumar þá keypti snillingurinn mamma hennar þennan dásamlega spegil, Bjoa

…hann er núna á útsölu og ég mæli með að stökkva á hann – bara passa að brjóta hann ekki í stökkinu.
Þar notaði ég líka zink-pottana frá Ikea og skreytti með smá skrautlímbandi…

…þeir eru á útsölu, allir að hamstra pottum.

Síðan notaði ég litlu sætu kollana þeirra sem náttborð…
…og þeir eru núna á útsölu líka 🙂

Eigum við sem sé öll deit í IKEA um helgina, í sænskar kjötbollur og aðeins að hlýja Visa-kortinu? 🙂

10 comments for “Ikea kallar…

  1. 05.01.2012 at 08:48

    IKEA rokkar!

  2. Anonymous
    05.01.2012 at 09:41

    Mér finnst að Ikea að eigi að ráða þig í vinnu !!!
    Kveðja, Margrét

  3. 05.01.2012 at 10:33

    já hittumst öll í ikea hí hí

    alltaf gman að fara þangað 🙂

  4. Anonymous
    05.01.2012 at 11:21

    Ég bý úti á landi og er á leið í bæinn um helgina og IKEA er klárlega einn af stöðunum sem ég ætla að heimsækja 🙂
    kv. Halla

  5. Anonymous
    05.01.2012 at 11:31

    Er einmitt nýbúin í einni Ikea ferð þar sem það er verið að fínisera prinsessuherbergið;) Spurning hvort að maður þurfi nú samt ekki að fá einn ljósbleikan koll handa dömunni sem að heimtaði ljósbleika veggi.

    Kv.Hjördís

  6. 05.01.2012 at 11:38

    Ikea rúlar! 🙂

    Hjördís, það gæti líka verið voða sætt að setja inn ljósbláann eða limegrænan koll, svona á móti bleiku veggjunum 🙂

  7. Anonymous
    05.01.2012 at 13:19

    Já það er spurning að tékka á því. Var einmitt í samningaviðræðum um að ég mundi ráða lit á einum vegg en ég hef allavega ekki náð samningum ennþá;)

    Kv.Hjördís

  8. Anonymous
    05.01.2012 at 15:25

    Sæl Soffía.
    Mikið svakalega er alltaf gaman að lesa bloggin þín. Þú ert svo mikill snillingur í að fínisera í kringum þig og hjá öðrum. Og einmitt á þann hátt að allir geta gert svipað – þú færð dót úr Rúmfó, Tiger, Söstrene, Góða hriðinum og fleiri svona stöðum í stað þess að kaupa endalaus hjá Epal, Tekk, Egodekor, þó það sé að sjálfsögðu skemmtilegt líka inná milli. En maður verslar ekki oft í mánuði þar 🙂
    Ég er búin að dáðst svo lengi að veggkertastjakanum þínum í eldhúsinu þínu og hef lengi leitað að sambærilegum. Ég get bara engan veginn fundið slíkan. Veist þú nokkuð um stað þar sem sambærilegur stjaki finnst??? Má alveg vera svartur líka.
    Haltu áfram að veita okkur gleði og ánægju með blogginu þínu, maður kemur daglega inn til þess að athuga hvort eitthvað nýtt hafi bæst við, þó það sé bara pínkulítil viðbót 😉
    B.kv. í bili,
    Eyrún

  9. 06.01.2012 at 01:26

    Sæl Eyrún,

    æji takk fyrir – bara gaman að heyra að þið getið haft gaman af að lesa og skoða það sem að ég er að bralla. Ég vil halda því fram að það skipti ekki öllu hvar maður kaupir hlutina, heldur meira hvernig maður stillir þeim upp og með hverju.

    Ég hef ekki séð veggstjakann neinsstaðar því miður, og heldur enga sambærilega. En ef ég rekst á eitthvað þá skal ég láta ykkur vita 🙂

    kveðja og knús
    Soffia

  10. Anonymous
    06.01.2012 at 12:24

    Ég er sammála hinum – kíki spennt hérna inn á hverjum degi 🙂

    En standlampinn sem þú gerðir inni hjá dömunni, mér finnst hann endalaust mikið gordjöss !!! Hvar gæti maður fengdið svona dóterí eins og þú settir á hann? 🙂

    Kv. Karítas

Leave a Reply to Kristín Hrund Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *