Skermur – DIY…

…því hver kann ekki að meta eitthvað lítið og einfalt, og vonandi bara svoldið sætt!

Nýtt ár, nýtt look – er það ekki oft svoleiðis?

Má ég kynna ykkur fyrir Jöru, krúttaralegur skermur frá sænska kærastanum sem er í nákvæmlega sama lit og liturinn minn, eða í það minnsta næstum því, nokkurn veginn, alveg eins…

01-2015-01-06-120339

…og því var kjörið að leyfa tveimur svona að koma memm heim, sér í lagi þar sem þeir kostuðu bara 990kr stk…

02-2015-01-06-121903

…ég átti síðan enn afgang af þessu blúnduteipi úr Tiger, sem ég notaði hér í blúnduverkið, svona er ég sparsöm og nýtin – HA!!! 🙂 …

03-2015-01-06-121937

…ég átti síðan þessa bling-lengju síðan einhvern tímann, og ég fékk einhversstaðar – en get ómögulega munað það…

04-2015-01-06-122652

…og í póstinum í gær var náttborðið svona:

23-2014-12-15-145725

…og með nýju skermunum, er það svona…

05-2015-01-06-144841

…jólakúlurnur fóru líka úr glerboxinu, og þess í stað eru komnir gamlir barnaskór af mér.  Einnig fékk gínan vængi…

06-2015-01-06-144846

…og bling/krossfestin fannst mér koma skemmtilega út.  En hérna væri líka hægt að nýta alls konar festar og eyrnalokka sem þið eigið og eruð hætt að nota…

07-2015-01-06-144851

…einfalt og fallegt, og svo sést blúndan þarna að neðan…

08-2015-01-06-144857

…bóndinn fékk víst eins skermi, honum til mikillar gleði.  Hann talaði nú um að fá meira macho skermi, og ég er að leita að svona Rambó-belti til þess að setja utan um hans, tekur bara gasalega langan tíma að finna svona…

09-2015-01-06-144927

…mín megin er sem sé mun meira prjál…

12-2015-01-06-195550

…og þið verðið að afsaka þessar “dimmumyndir” en það birtir ekki mikið þessa dagana…

13-2015-01-06-195603

…og mér finnst gaman að gera svona litlar og ljúfar breytingar – hinir skermirnir eru enn til, og það má þá alltaf svissa á milli – ekkisatt?

14-2015-01-06-195615

…í öðrum fréttum er þetta helst:
Kona á besta aldri, búsett á Álftanesi, réðst á fullskreytt jólatré sem er rúmlega 2 metrar á hæð, og dró það eftir stofugólfinu og stakk því síðan í samband við næstu innstungu sem hún fann.  Síðan rak hún upp stríðsöskur af gleði, hljóðlega og dömulega að sjálfsögðu!
Síðan tók hún til hendinni og raðaði smá og sat það sem eftir lifði kvölds og starði á stofuna sína.

Gasalega er ég ánægð með nýju sófana mína, og þar af leiðandi “nýju” stofuna – ætla að reyna að mynda á morgun og sýna ykkur nánar!

15-2015-01-06-195641

…og eins og sést, þá fæ hitt og þetta að vera áfram, þrátt fyrir að jólin séu búin.
Það er enn vetur og það gildir að gera kósý…

16-2015-01-06-195659

…ójá, og auðvitað kertin!
Ómissandi 

17-2015-01-06-195706

6 comments for “Skermur – DIY…

  1. Margrét Helga
    07.01.2015 at 08:21

    Flottir skermar! Keypti mér einmitt svona blúndutape í Tiger, á bara eftir að nota það! Hafði hugsað mér að nota þetta fyrir kortagerð en fékk allt í einu nýja hugmynd 😉 Takk fyrir það! Og skil ekkert í manninum þínum að vilja eitthvað öðruvísi…sér hann þetta nokkuð mikið? Hann er örugglega mest í svefnherberginu á nóttunni þegar ljósin eru slökkt 😉

  2. Erla
    07.01.2015 at 13:26

    Flott hjá þér eins og alltaf, en hvaðan er lampafóturinn?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.01.2015 at 14:01

      Þetta eru sömu lamparnir og voru áður, ég keypti þetta notað á Bland. En kemur að ég held úr Pier 🙂

  3. þórunn
    07.01.2015 at 22:21

    Soffía hvaða lím er best ađ nota á svona☺ verkefni

  4. solla
    08.01.2015 at 17:15

    Allt svo flott hjá þér ….alltaf … en hvaðan er kertastjakinn á neðstu myndinni

    • Soffia - Skreytum Hús...
      08.01.2015 at 18:00

      Takk fyrir Solla, þessi stjaki er úr Sirku <3

Leave a Reply to solla Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *