Þegar ég var lítil…

…eða bara örlítið minni, þá var til lítið kringlótt hliðarborð á heimili foreldra minna.  Þið vitið, tréborð með glerplötu ofan á og undir plötunni var hinn klassíski blúndudúkur.  Ég var að leita að mynd af þessu borði en fann enga, það bara rétt sést glitta í það á horninu vinstra meginn á þessari mynd 🙂
…en um jólin þá fékk ég hins vegar þetta borð frá mömmu og pabba, og þau voru búin að láta sprauta það hvítt, fremur bjútifúlt finnst mér…

…ég er ekki endanlega ákveðin með staðinn en þarna stendur það til bráðabirgða…

…ég er að spá í að setja gamlar ljósmyndir eða nótur undir glerið, en til að byrja með þá setti ég nótnajólapappírinn (af því hann er ekkert SVO jóló, hvað er þetta eiginlega með ykkur……)


…vinsamlegast ekki taka eftir skakka kertinu þarna vinstra meginn, mín innri Monica er alveg að fara yfir um að sjá það…

…en í það minnsta þá er ég afar kát með fallega borðið mitt…

…takk elsku mamma og pabbi 🙂 

Hvernig standa stigin?  Hvað mynduð þið setja undir glerið?  
“Jóla”-pappírinn
Nótnablöð
Ljósmyndir
Blúndur?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

13 comments for “Þegar ég var lítil…

 1. Anonymous
  20.01.2012 at 09:29

  geggjað borð….ég vel blúndur!
  Kv.Margrét

 2. 20.01.2012 at 10:10

  æðislegt borð, erfitt að velja hvað á að vera undir gleðrinu… er ekki hgæt að hafa það breytilegt 🙂

 3. 20.01.2012 at 11:26

  ég myndi velja ýmist ljósmyndir eða nótnablöð… ég myndi líklega skiptast á með það… Engin þörf á að vera með valkvíða og velja bara eitt. bara sðurning um hvað þú vilt hafa FYRST 😉

 4. Anonymous
  20.01.2012 at 14:41

  Ljósmyndir! Það er ekkert skemmtilegara en að koma inná heimili sem eru full af myndum. Góð hugmynd er að hafa svona barnaþema og þá geturu haft myndir af börnunum þínum og myndir af þér og manninum frá því þið voruð börn. Það er frábær leið til að bera saman hverjum börnin eru líkust.

 5. Anonymous
  20.01.2012 at 14:41

  já p.s.
  kv.Valdís (mikill aðdáandi síðunnar)

 6. Anonymous
  20.01.2012 at 17:06

  ljósmyndir og nótnablöð í bland er atkvæðið mitt

  kveðja
  Kristín S

 7. Anonymous
  20.01.2012 at 18:07

  Mér finnst það flott svona 🙂

  Ég á einmitt svona borð sem ég þarf svo að sjæna. Hvað er best fyrir mig að gera – mála eða sprauta?

  Kv. Sigga.

 8. Anonymous
  20.01.2012 at 18:07

  Vááá geggjað borð !!!

  Ég myndi halda þessu opnu og skipta um bara reglulega eða þegar þú ert í stuði … held að allt passi 🙂

  Kv. Sara Björk

 9. Anonymous
  21.01.2012 at 12:13

  Svo fallegt, ljósmyndir fá mitt atkvæði. Geggjað sætt. Og ég tók ekki eftir skakka kertinu fyrr en þú nefndir það 😉
  Kv. Auður

 10. 21.01.2012 at 12:57

  ég myndi blanda þessu öllu saman nótnablöðum svart/hvítu myndum og blúndu. Borðið er æði.
  kveðja Adda

 11. Anonymous
  22.01.2012 at 10:25

  blúndu! 🙂
  kv ína

 12. Rut
  22.01.2012 at 19:59

  Hæ veistu hvar ég gæti fengið svona ramma einsog þú ert með í barnaherbergjunum og í svefnherberginu ykkar, svona þykkan sem hægt er að setja fígúrur í, þennan sem þú límir borða á og hengir upp með borða? 🙂
  fann ekki í sösterne grene 🙁

 13. 23.01.2012 at 01:47

  Þið eruð æði 🙂 Ég þarf bara að fylla þetta af alls konar blúndum, ljósmyndum og meira dúlleríi.
  Gaman að geta breytt til!

  Rut, rammarnir eru úr Ikea, en eru ekki lengur til þar. Ég hef hins vegar séð þá stundum í Góða Hirðinum – en ég á hins vegar tvo sem ég fann þar og er ekki að fara að nota þannig að þú getur sent mér mail ef þú vilt fá þá: soffiadogg@yahoo.com.

  kv.Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published.